Íþróttaheimurinn bregst við innrás Rússa Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 13:00 Leikmenn Manchester United og Watford (Getty Images) Viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu hafa ekki látið á sér standa. Þjóðir, einstaklingar, fyrirtæki og fleiri hafa keppst um að sýna samstöðu með Úkraínu en Íþróttahreyfingin út um allan heim hefur einnig brugðist harkalega við, hér að neðan má sjá samantekt af viðbrögðum félaga, sambanda og leikmanna hingað til. Lið í ensku úrvalsdeildinni hefur einnig sýnt samstöðu með Úkraínu en leikmenn Manchester United og Watford sameinuðust í myndatöku fyrir leik þeirra í gær og héldu uppi skilti með orðinu „friður“ ritað á sex mismunandi tungumálum. Leikmenn Manchester City komu klæddir bolum með úkraínska fánanum og áletruninni „ekkert stríð“ (e. No war) til leiks gegn Everton í gær á meðan leikmenn Everton voru allir með úkraínska fánan á herðum sér. Bæði lið eru með úkraínska leikmenn í leikmannahópum sínum, Oleksandr Zinchenko hjá Manchester City og Vitaliy Mykolenko hjá Everton. Roman Abramovich, rússneskur auðkýfingur og persónulegur vinur Vladimir Putin neyddist í gær til að stíga til hliðar í daglegum störfum sínum fyrir Chelsea svo að félagið gæti fengið að starfa í friði án hans afskipta. Fótboltafélög víða um Evrópu hafa sagt upp styrktarsamningum sínum við rússnesk fyrirtæki, þar á meðal Schalke 04, Manchester United, Austria Wien og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu. Hollendingar hafa neitað að spila gegn Rússum í undankeppni HM í körfubolta en Bretar hafa einnig gert slíkt hið sama varðandi leik sinn gegn Hvít-Rússum í sömu undankeppni. Óljóst er hvort að Rússar haldi þátttökurétt sínum í undankeppninni en mögulegt er að Rússar og Úkraína muni mætast innbyrðis á næsta stigi undankeppninnar, komist bæði lið upp úr sínum riðlum. Kallað hefur verið eftir því að Rússar verði útilokaðir frá mótinu. Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi, sem átti að fara fram í september á þessu ári hefur verið aflýst vegna innrásar Rússa. Pólland, Svíþjóð og Tékkland hafa öll neitað því að leika við Rússland í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar og ljóst að Rússar munu ekki taka þátt á HM í fótbolta nema að FIFA muni á einhvern hátt veita þeim hjálparhönd. Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Leik lokið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Lið í ensku úrvalsdeildinni hefur einnig sýnt samstöðu með Úkraínu en leikmenn Manchester United og Watford sameinuðust í myndatöku fyrir leik þeirra í gær og héldu uppi skilti með orðinu „friður“ ritað á sex mismunandi tungumálum. Leikmenn Manchester City komu klæddir bolum með úkraínska fánanum og áletruninni „ekkert stríð“ (e. No war) til leiks gegn Everton í gær á meðan leikmenn Everton voru allir með úkraínska fánan á herðum sér. Bæði lið eru með úkraínska leikmenn í leikmannahópum sínum, Oleksandr Zinchenko hjá Manchester City og Vitaliy Mykolenko hjá Everton. Roman Abramovich, rússneskur auðkýfingur og persónulegur vinur Vladimir Putin neyddist í gær til að stíga til hliðar í daglegum störfum sínum fyrir Chelsea svo að félagið gæti fengið að starfa í friði án hans afskipta. Fótboltafélög víða um Evrópu hafa sagt upp styrktarsamningum sínum við rússnesk fyrirtæki, þar á meðal Schalke 04, Manchester United, Austria Wien og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu. Hollendingar hafa neitað að spila gegn Rússum í undankeppni HM í körfubolta en Bretar hafa einnig gert slíkt hið sama varðandi leik sinn gegn Hvít-Rússum í sömu undankeppni. Óljóst er hvort að Rússar haldi þátttökurétt sínum í undankeppninni en mögulegt er að Rússar og Úkraína muni mætast innbyrðis á næsta stigi undankeppninnar, komist bæði lið upp úr sínum riðlum. Kallað hefur verið eftir því að Rússar verði útilokaðir frá mótinu. Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi, sem átti að fara fram í september á þessu ári hefur verið aflýst vegna innrásar Rússa. Pólland, Svíþjóð og Tékkland hafa öll neitað því að leika við Rússland í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar og ljóst að Rússar munu ekki taka þátt á HM í fótbolta nema að FIFA muni á einhvern hátt veita þeim hjálparhönd.
Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Leik lokið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira