Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 08:37 Óskar vaknaði við sprengjuregn í Kænugarði í morgun. Vísir Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. „Núna er dauðaþögn, það kemur reyndar ein og ein sprenging inn á milli, en það er útgöngubann. Það eru engir bílar úti, engir,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Útgöngubann tók gildi í borginni klukkan fimm síðdegis í gær og gildir þar til í fyrramálið. Hann segir ástæðuna fjölda skemmdarverkamanna, sem rússneski herinn sendi inn í borgina, sem hafa verið að merkja skotmörk með flúormálningu og stjórna þannig hvar eldflaugar Rússa lenda. „Það er bara búið að gefa það út að ef þú ert úti núna þá er litið á þig sem rússneskan hermann,“ segir Óskar. Þegar fréttastofa ræddi við Óskar í gærmorgun var lítið um að vera, eiginlega dauðaþögn, utan einstakra sprenginga í borginni. Hann segir það sama gilda núna en átök hafi hafist í gærkvöldi um leið og fór að dimma. „Í gær þegar byrjaði að dimma fer maður strax að heyra sprengingar og skothljóð í fjarlægð. Þó það sé stutt síðan þetta byrjaði er maður bara orðinn vanur því að heyra þetta,“ segir Óskar. Sprengjuskýlið eins og kartöflukofi Óskar og konan hans Mariika eru búsett í miðborg Kænugarðs en bardagarnir hafa ekki enn náð inn í hverfið þeirra. Þau þurftu þó að leita skjóls í kjallaranum heima hjá sér í gærkvöldi vegna mögulegrar sprengjuárásar og vörðu hluta næturinnar inni á baðherbergi, sem er staðsett innst í íbúðinni þeirra og fjærst frá gluggunum. Undanfarna daga hafa þau leitað skjóls í næsta húsi, þar sem sprengjuskýlið í kjallaranum er vel útbúið. Vegna útgöngubannsins var það þó ekki möguleiki í gær. „Við fórum niður og tókum ekki einu sinni séns á að fara yfir í næsta hús sem er með miklu betra sprengjuskýli en okkar, sprengjuskýlið sem er hérna niðri er eins og einhver kartöflukofi, alveg ógeðslegt,“ segir Óskar. Þau hafi þó ákveðið að færa sig aftur upp í íbúð þar sem þau heyri ekkert í kjallaranum vegna hávaða í pípulögnum hússins, sem allar liggja um kjallarann. „Hérna eru eyrun á manni bestu vinir manns.“ Þegar upp hafi verið komið hafi þau heyrt í miklum götubardögum en færri sprengingar en undanfarna daga. „Og það var ekkert svo langt frá okkur, kannski þrjá eða fjóra kílómetra frá okkur.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30 „Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30 Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Núna er dauðaþögn, það kemur reyndar ein og ein sprenging inn á milli, en það er útgöngubann. Það eru engir bílar úti, engir,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Útgöngubann tók gildi í borginni klukkan fimm síðdegis í gær og gildir þar til í fyrramálið. Hann segir ástæðuna fjölda skemmdarverkamanna, sem rússneski herinn sendi inn í borgina, sem hafa verið að merkja skotmörk með flúormálningu og stjórna þannig hvar eldflaugar Rússa lenda. „Það er bara búið að gefa það út að ef þú ert úti núna þá er litið á þig sem rússneskan hermann,“ segir Óskar. Þegar fréttastofa ræddi við Óskar í gærmorgun var lítið um að vera, eiginlega dauðaþögn, utan einstakra sprenginga í borginni. Hann segir það sama gilda núna en átök hafi hafist í gærkvöldi um leið og fór að dimma. „Í gær þegar byrjaði að dimma fer maður strax að heyra sprengingar og skothljóð í fjarlægð. Þó það sé stutt síðan þetta byrjaði er maður bara orðinn vanur því að heyra þetta,“ segir Óskar. Sprengjuskýlið eins og kartöflukofi Óskar og konan hans Mariika eru búsett í miðborg Kænugarðs en bardagarnir hafa ekki enn náð inn í hverfið þeirra. Þau þurftu þó að leita skjóls í kjallaranum heima hjá sér í gærkvöldi vegna mögulegrar sprengjuárásar og vörðu hluta næturinnar inni á baðherbergi, sem er staðsett innst í íbúðinni þeirra og fjærst frá gluggunum. Undanfarna daga hafa þau leitað skjóls í næsta húsi, þar sem sprengjuskýlið í kjallaranum er vel útbúið. Vegna útgöngubannsins var það þó ekki möguleiki í gær. „Við fórum niður og tókum ekki einu sinni séns á að fara yfir í næsta hús sem er með miklu betra sprengjuskýli en okkar, sprengjuskýlið sem er hérna niðri er eins og einhver kartöflukofi, alveg ógeðslegt,“ segir Óskar. Þau hafi þó ákveðið að færa sig aftur upp í íbúð þar sem þau heyri ekkert í kjallaranum vegna hávaða í pípulögnum hússins, sem allar liggja um kjallarann. „Hérna eru eyrun á manni bestu vinir manns.“ Þegar upp hafi verið komið hafi þau heyrt í miklum götubardögum en færri sprengingar en undanfarna daga. „Og það var ekkert svo langt frá okkur, kannski þrjá eða fjóra kílómetra frá okkur.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30 „Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30 Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30
„Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30
Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00