„Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2022 18:40 Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. Hakkarasamtökin Anonymous vinna nú að því að halda vefsíðum rússneskra stjórnvalda niðri og koma réttum upplýsingum til rússnesku þjóðarinnar svo hún geti verið frjáls undan ritskoðunarstefnu Pútíns. Næsta skref þeirra er að ráðast á mikilvæga innviði Rússa. „Þeir ætluðu að gera það sama á móti úkraínu en það er svolítið erfitt fyrir Rússana að vera bæði í sókn og vörn,“ sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Þessi árás hakkarasamtakanna hefur verið með góðum árangri og segir Valdimar sérstakt hve illa undirbúnir Rússar voru undir hana. Valdimar segir að Rússar þurfi að afla fjár til þess að reka hernaðinn. Því er talið að gagnagíslaárásum gæti fjölgað en þá eru gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist. Slíkt gæti gerst hér á landi og vegna þessa hefur netöryggisfyrirtækið Syndis hækkað viðbúnaðarstig hér á landi og fjölgað starfsmönnum í sólahrings vöktun. „Okkur er ekkert alveg sama en eins og ég segi. Við vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst.“ Fólk verði á varðbergi og fyrirtæki tilbúin með viðbragð Hann segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki skrítna pósta. „Ef það er verið að biðja um upplýsingar. Ekki veita þær. Spyrja sjálfan sig: Er þetta eitthvað sem ég átti von á? Og fyrirtæki að vera tilbúin og vera með viðbragð þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera ef að allt fari á versta veg.“ Þá þurfi fyrirtæki að vera með uppfærð kerfi og sólarhrings eftirlit. Ef slík árás yrði gerð hér á landi gæti hún beinst að orkunetum, sem hefði slæm áhrif á dreifingu orku og fjármálageirans, eða persónulegum gögnum fólks á borð við upplýsingar um fjármál eða heilsufar. Geti bitið fastar en pólitískar refsiaðgerðir Valdimar segir að netárásir anonymous geti bitið Rússa fastar en þær pólitísku refsiaðgerðir sem þjóðir ræða nú um. „Þær pólitísku refsiaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar enn í dag en anonymous tók bara af skarið og ég held að það sem þeir eru að gera geti virkað mun betur og mun hraðar en pólitískar þvinganir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt. Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. Hakkarasamtökin Anonymous vinna nú að því að halda vefsíðum rússneskra stjórnvalda niðri og koma réttum upplýsingum til rússnesku þjóðarinnar svo hún geti verið frjáls undan ritskoðunarstefnu Pútíns. Næsta skref þeirra er að ráðast á mikilvæga innviði Rússa. „Þeir ætluðu að gera það sama á móti úkraínu en það er svolítið erfitt fyrir Rússana að vera bæði í sókn og vörn,“ sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Þessi árás hakkarasamtakanna hefur verið með góðum árangri og segir Valdimar sérstakt hve illa undirbúnir Rússar voru undir hana. Valdimar segir að Rússar þurfi að afla fjár til þess að reka hernaðinn. Því er talið að gagnagíslaárásum gæti fjölgað en þá eru gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist. Slíkt gæti gerst hér á landi og vegna þessa hefur netöryggisfyrirtækið Syndis hækkað viðbúnaðarstig hér á landi og fjölgað starfsmönnum í sólahrings vöktun. „Okkur er ekkert alveg sama en eins og ég segi. Við vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst.“ Fólk verði á varðbergi og fyrirtæki tilbúin með viðbragð Hann segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki skrítna pósta. „Ef það er verið að biðja um upplýsingar. Ekki veita þær. Spyrja sjálfan sig: Er þetta eitthvað sem ég átti von á? Og fyrirtæki að vera tilbúin og vera með viðbragð þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera ef að allt fari á versta veg.“ Þá þurfi fyrirtæki að vera með uppfærð kerfi og sólarhrings eftirlit. Ef slík árás yrði gerð hér á landi gæti hún beinst að orkunetum, sem hefði slæm áhrif á dreifingu orku og fjármálageirans, eða persónulegum gögnum fólks á borð við upplýsingar um fjármál eða heilsufar. Geti bitið fastar en pólitískar refsiaðgerðir Valdimar segir að netárásir anonymous geti bitið Rússa fastar en þær pólitísku refsiaðgerðir sem þjóðir ræða nú um. „Þær pólitísku refsiaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar enn í dag en anonymous tók bara af skarið og ég held að það sem þeir eru að gera geti virkað mun betur og mun hraðar en pólitískar þvinganir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt.
Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira