Komu til landsins í rauðri viðvörun og fara í appelsínugulri Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 21:01 Rachel Acosta og Chris Rodriguez frá Texas í Bandaríkjunum. Stöð 2 Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Ferðamenn sem sátu fastir vegna lokunar Reykjanesbrautar hafa notið Íslandsdvalarinnar, þrátt fyrir veðravíti síðustu daga. Hættustigi Veðurstofunnar var lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Tálknafirði í dag. Á annan tug íbúðarhúsa voru rýmd, og sæta sumir íbúanna því rýmingu í annað sinn á rúmum tveimur vikum. Appelsínugular og gular stormviðvaranir voru jafnframt í gildi yfir daginn í langflestum landshlutum. Veðrið olli víða rafmagnsleysi; til að mynda á Snæfellsnesi og víðar á Vesturlandi, auk þess sem eldingu sló niður í Sogslínu 2 og olli spennuhöggi á höfuðborgarsvæðinu síðdegis. Þá sinntu björgunarsveitir hátt í hundrað verkefnum af ýmsu tagi um land allt en hér sjást björgunarsveitarmenn til að mynda losa fastan bíl á Mosfellsheiði. Þá olli óveðrið nokkuð víðtækum samgöngutruflunum. Opnað var aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut síðdegis en í millitíðinni sat fjöldi ferðamanna fastur á umferðarmiðstöð BSÍ. Rachel og Chris frá Texas mættu til landsins á þriðjudag, beint í rauða viðvörun. „Við rétt sáum sólina í fyrsta skipti í gær,“ sagði Chris í samtali við fréttastofu. Rachel bætir við: „Við erum frá Texas og þar getu verið býsna mikill veðurhamur en ég held að þetta slái því sennilega við. Við höfum ekki heimili hér til að leita skjóls og við erum upp á náð almenningssamgangna komin.“ Og mæðgum frá Iowa þótti nóg um er þær biðu eftir rútu í dag. „Við þurftum að standa í rigningunni og rokinu og halda okkur í ruslatunnu svo við fykjum ekki burt.“ Í Iowa, eins og á Íslandi, sé ætíð allra veðra von. „Við erum vanar þessu,“ segja mæðgurnar Cathy og Yashaira Padilla. Bandaríkin Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Hættustigi Veðurstofunnar var lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Tálknafirði í dag. Á annan tug íbúðarhúsa voru rýmd, og sæta sumir íbúanna því rýmingu í annað sinn á rúmum tveimur vikum. Appelsínugular og gular stormviðvaranir voru jafnframt í gildi yfir daginn í langflestum landshlutum. Veðrið olli víða rafmagnsleysi; til að mynda á Snæfellsnesi og víðar á Vesturlandi, auk þess sem eldingu sló niður í Sogslínu 2 og olli spennuhöggi á höfuðborgarsvæðinu síðdegis. Þá sinntu björgunarsveitir hátt í hundrað verkefnum af ýmsu tagi um land allt en hér sjást björgunarsveitarmenn til að mynda losa fastan bíl á Mosfellsheiði. Þá olli óveðrið nokkuð víðtækum samgöngutruflunum. Opnað var aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut síðdegis en í millitíðinni sat fjöldi ferðamanna fastur á umferðarmiðstöð BSÍ. Rachel og Chris frá Texas mættu til landsins á þriðjudag, beint í rauða viðvörun. „Við rétt sáum sólina í fyrsta skipti í gær,“ sagði Chris í samtali við fréttastofu. Rachel bætir við: „Við erum frá Texas og þar getu verið býsna mikill veðurhamur en ég held að þetta slái því sennilega við. Við höfum ekki heimili hér til að leita skjóls og við erum upp á náð almenningssamgangna komin.“ Og mæðgum frá Iowa þótti nóg um er þær biðu eftir rútu í dag. „Við þurftum að standa í rigningunni og rokinu og halda okkur í ruslatunnu svo við fykjum ekki burt.“ Í Iowa, eins og á Íslandi, sé ætíð allra veðra von. „Við erum vanar þessu,“ segja mæðgurnar Cathy og Yashaira Padilla.
Bandaríkin Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira