Útilokar ekki að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 26. febrúar 2022 09:19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mögulegt að stjórnmálasamstarfi við Rússa verði slitið. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ekki útilokað að íslensk stjórnvöld muni slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Minni þolinmæði sé fyrir rússneskum kafbátum og herþotum sem reglulega rjúfi lofthelgi Íslands en algjört slit stjórnmálasambands yrði þó líklega síðasta úrræði sem stjórnvöld gripu til. „Gríðarlega alvarleg innrás, sorgleg sviðsmynd sem er að teiknast upp, sú versta sem maður gat ímyndað sér; dauðsföll, hörmungar, fólk á flótta, logandi fjölbýlishús, sprengibrot að rigna yfir íbúabyggðir. Þetta er bara hroðaleg staða,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Hann segir þó að ekki hafi verið rætt af „neinni alvöru“ að slíta stjórnmálasambandi við Rússa eða vísa sendiheirra þeirra hér á landi aftur heim. „Svona almennt séð myndi ég kannski segja að það væri kannski eitt af því síðasta sem menn myndu vilja gera, vegna þess að við höfum verið talsmenn þess að „tal-sambandið“ skipti á endanum öllu máli, sama hversu slæm staðan sé. En mér finnst alls ekki hægt að útiloka að staðan þróist á svo vondan veg að menn grípi til einhverra slíkra úrræða til þess að koma með skýrum hætti skilaboðunum á framfæri. En við höfum ekki tekið neina slíka ákvörðun enn þá.“ Fjármálaráðherra segir þó alveg ljóst að innrásin muni koma til með að hafa áhrif á stjórnmálasamband Íslendinga og Rússa. „Ég held að við hljótum að horfa á samskipti við Rússland í nýju ljósi vegna þessara atburða. Og við þurfum að velta því til dæmis fyrir okkur hvort að við getum verið jafnafslöppuð eins og menn hafa lengi verið yfir því að hér séu rússneskir kafbátar að sveima í kringum landið, eða rússneskar herþotur að rjúfa lofthelgina án leyfis - eins og ítrekað gerist. Núna sjáum við í andlit sem við kannski áttum ekki alveg von á og bárum með okkur von í brjósti um að menn myndu ekki sýna þessa árásargirnd. En hún hefur núna birst okkur og þá held ég að við verðum að velta því fyrir okkur hvaða þýðingu það hefur, að þessi umsvif séu allt árið um kring, alveg í okkar næsta nágrenni,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. 25. febrúar 2022 13:07 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Gríðarlega alvarleg innrás, sorgleg sviðsmynd sem er að teiknast upp, sú versta sem maður gat ímyndað sér; dauðsföll, hörmungar, fólk á flótta, logandi fjölbýlishús, sprengibrot að rigna yfir íbúabyggðir. Þetta er bara hroðaleg staða,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Hann segir þó að ekki hafi verið rætt af „neinni alvöru“ að slíta stjórnmálasambandi við Rússa eða vísa sendiheirra þeirra hér á landi aftur heim. „Svona almennt séð myndi ég kannski segja að það væri kannski eitt af því síðasta sem menn myndu vilja gera, vegna þess að við höfum verið talsmenn þess að „tal-sambandið“ skipti á endanum öllu máli, sama hversu slæm staðan sé. En mér finnst alls ekki hægt að útiloka að staðan þróist á svo vondan veg að menn grípi til einhverra slíkra úrræða til þess að koma með skýrum hætti skilaboðunum á framfæri. En við höfum ekki tekið neina slíka ákvörðun enn þá.“ Fjármálaráðherra segir þó alveg ljóst að innrásin muni koma til með að hafa áhrif á stjórnmálasamband Íslendinga og Rússa. „Ég held að við hljótum að horfa á samskipti við Rússland í nýju ljósi vegna þessara atburða. Og við þurfum að velta því til dæmis fyrir okkur hvort að við getum verið jafnafslöppuð eins og menn hafa lengi verið yfir því að hér séu rússneskir kafbátar að sveima í kringum landið, eða rússneskar herþotur að rjúfa lofthelgina án leyfis - eins og ítrekað gerist. Núna sjáum við í andlit sem við kannski áttum ekki alveg von á og bárum með okkur von í brjósti um að menn myndu ekki sýna þessa árásargirnd. En hún hefur núna birst okkur og þá held ég að við verðum að velta því fyrir okkur hvaða þýðingu það hefur, að þessi umsvif séu allt árið um kring, alveg í okkar næsta nágrenni,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. 25. febrúar 2022 13:07 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54
Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24
Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. 25. febrúar 2022 13:07