Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 17:24 Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands fylgist vel með framvindu mála í Úkraínu. Hann vekur athygli á að afstaða rússnesks almennings til hernaðaraðgerðanna liggi hreint ekki fyrir á þessari stundu. Fjölmargir efist um að hagsmunir Rússlands séu virkilega fólgnir í að yfirtaka Úkraínu með valdi. Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. „Það er líklegt að á einhverjum tímapunkti – þegar herinn er búinn að stilla sér þannig upp að hann telji sig geta sett úrslitakosti – þá verði látið líta svo út að það séu Úkraínumenn sem séu að ganga of langt með því að neita að gefast upp og að þá verði Rússar tilbúnir í einhvers konar viðræður eða láta líta út fyrir það.“ Jón telur að Rússar vilji ná sínum markmiðum með sem minnstu mannfalli og á sama tíma halda á lofti þeim áróðri að innrásin sé mikil friðarför. Orðræða rússneskra stjórnvalda sé á þessa leið. Síðustu daga hefur heimsbyggðin fylgst með rússneska hernum ná markmiðum sínum, einu af öðru og er nema von að fólk velti fyrir sér í hvað stefni. Gætum við verið að fylgjast með upphafinu að endalokum Úkraínu sem frjálsu og fullvalda ríki sem ráði sinni utanríkisstefnu? „Ég held að það sé alveg möguleg atburðarás að Rússar taki hreinlega yfir allt landið. Það er ekkert ólíklegt að þeir verði tilbúnir að „semja“ um að vesturhluti landsins verði látinn í friði og að landinu verði einhvern veginn skipt upp þannig að einhver lítill partur haldist sem Úkraína,“ segir Jón sem bætir við að þetta sé eitthvað sem Úkraína gæti aldrei samþykkt. Frá Úkraínu hefur borist hávært ákall á undanförnum dögum um þýðingamiklar refsiaðgerðir sem skipti máli. Úkraínskur almenningur á samfélagsmiðlum og í fréttaviðtölum sem og stjórnvöld hafa beðið Vesturlönd um að yfirgefa sig ekki á ögurstundu. Í tilfinningaþrunginni ræðu bað forseti Úkraínu Vesturlönd um bíða ekki með aðgerðir þar til eiginleg innrás hæfist. Aðspurður hvort Vesturlönd hafi sofið á verðinum svarar Jón því til að það sé margt sem bendi til þess að Vesturlönd hafi hreinlega ekki trúað því að Rússar myndu láta til skarar skríða. „Vesturlönd hafa náttúrulega ekki verið tilbúin til að ganga nógu langt. Bandaríkjamenn létu vita með mjög skýrum hætti hvað þeir teldu að væri í uppsiglingu. Það er eins og það hafi verið einhver vantrú um að Rússar myndu ganga svona langt og menn nýttu sér ekki hótanir um aðgerðir í fælingarskyni þannig að þetta er orðið of seint. Málið er gengið lengra.“ Jón bætir í senn við að viðskiptaþvinganir séu þess eðlis að þær hafi jafnan ekki áhrif strax. Það taki tíma fyrir þær til að bíta og hafa áhrif. „En það hafa auðvitað allir tekið eftir því að viðbrögðin eru geysilega sterk á meðal almennings á Vesturlöndum og tilfinningaþrungin. Það er líka rétt að horfa til Rússlands í því sambandi því þó svo að á yfirborðinu virðist býsna mikill stuðningur við Úkraínupólitík stjórnvalda þá blöskrar rússneskum almenningi það sem hann sér.“ Það sé langur vegur frá að viðhorf almennings í Rússlandi til innrásarinnar séu komin á hreint og vert sé að fylgjast vel með því. „Fólk er þegar farið að horfa á þetta í stóra samhenginu og það spyr hvort hagsmunir Rússlands séu virkilega fólgnir í því að yfirtaka Úkraínu með valdi.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Það er líklegt að á einhverjum tímapunkti – þegar herinn er búinn að stilla sér þannig upp að hann telji sig geta sett úrslitakosti – þá verði látið líta svo út að það séu Úkraínumenn sem séu að ganga of langt með því að neita að gefast upp og að þá verði Rússar tilbúnir í einhvers konar viðræður eða láta líta út fyrir það.“ Jón telur að Rússar vilji ná sínum markmiðum með sem minnstu mannfalli og á sama tíma halda á lofti þeim áróðri að innrásin sé mikil friðarför. Orðræða rússneskra stjórnvalda sé á þessa leið. Síðustu daga hefur heimsbyggðin fylgst með rússneska hernum ná markmiðum sínum, einu af öðru og er nema von að fólk velti fyrir sér í hvað stefni. Gætum við verið að fylgjast með upphafinu að endalokum Úkraínu sem frjálsu og fullvalda ríki sem ráði sinni utanríkisstefnu? „Ég held að það sé alveg möguleg atburðarás að Rússar taki hreinlega yfir allt landið. Það er ekkert ólíklegt að þeir verði tilbúnir að „semja“ um að vesturhluti landsins verði látinn í friði og að landinu verði einhvern veginn skipt upp þannig að einhver lítill partur haldist sem Úkraína,“ segir Jón sem bætir við að þetta sé eitthvað sem Úkraína gæti aldrei samþykkt. Frá Úkraínu hefur borist hávært ákall á undanförnum dögum um þýðingamiklar refsiaðgerðir sem skipti máli. Úkraínskur almenningur á samfélagsmiðlum og í fréttaviðtölum sem og stjórnvöld hafa beðið Vesturlönd um að yfirgefa sig ekki á ögurstundu. Í tilfinningaþrunginni ræðu bað forseti Úkraínu Vesturlönd um bíða ekki með aðgerðir þar til eiginleg innrás hæfist. Aðspurður hvort Vesturlönd hafi sofið á verðinum svarar Jón því til að það sé margt sem bendi til þess að Vesturlönd hafi hreinlega ekki trúað því að Rússar myndu láta til skarar skríða. „Vesturlönd hafa náttúrulega ekki verið tilbúin til að ganga nógu langt. Bandaríkjamenn létu vita með mjög skýrum hætti hvað þeir teldu að væri í uppsiglingu. Það er eins og það hafi verið einhver vantrú um að Rússar myndu ganga svona langt og menn nýttu sér ekki hótanir um aðgerðir í fælingarskyni þannig að þetta er orðið of seint. Málið er gengið lengra.“ Jón bætir í senn við að viðskiptaþvinganir séu þess eðlis að þær hafi jafnan ekki áhrif strax. Það taki tíma fyrir þær til að bíta og hafa áhrif. „En það hafa auðvitað allir tekið eftir því að viðbrögðin eru geysilega sterk á meðal almennings á Vesturlöndum og tilfinningaþrungin. Það er líka rétt að horfa til Rússlands í því sambandi því þó svo að á yfirborðinu virðist býsna mikill stuðningur við Úkraínupólitík stjórnvalda þá blöskrar rússneskum almenningi það sem hann sér.“ Það sé langur vegur frá að viðhorf almennings í Rússlandi til innrásarinnar séu komin á hreint og vert sé að fylgjast vel með því. „Fólk er þegar farið að horfa á þetta í stóra samhenginu og það spyr hvort hagsmunir Rússlands séu virkilega fólgnir í því að yfirtaka Úkraínu með valdi.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54
Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45