Vinnum að velferð barna Almar Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2022 14:31 Öll börnin okkar Guðrúnar hafa notið framúrskarandi þjónustu á sinni lífsins leið í gegnum skólakerfið hér í Garðabæ. Áður fyrr naut ég þess sjálfur. Bærinn okkar hefur nefnilega á löngum tíma markað sér orðspor fyrir að vera barnvænt samfélag. Við getum öll verið stolt af því og þurfum að viðhalda þeirri stöðu. Fyrsta flokks þjónusta er stanslaust verkefni Það er ánægjulegt að ár eftir ár mælist ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Garðabæ mjög mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Hið sama á við um þjónustu bæði grunnskóla og leikskóla. Lykillinn að góðri stöðu Garðabæjar er að mínu mati ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu og stöðugar umbætur. Það að þjóna vel þörfum barna og barnafjölskyldna krefst þess að margir leggi hönd á plóg og starfi vel saman. Farsælt skólastarf felst í fólkinu Farsæl og góð þjónusta væri ómöguleg ef ekki væri fyrir fólkið sem starfar í þágu barna í Garðabæ. Það krefst næmni og færni að leiða stóran hóp ólíkra einstaklinga í samstilltu skólastarfi en þurfa um leið að geta mæta hverju barni þar sem það er. Starfsumhverfi skólastarfs á öllum stigum er í stanslausri þróun. Þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks hafa tekið miklum breytingum, ekki síst síðastliðin tvö ár þar sem unnið hefur verið þrekvirki við að laga starfið að mjög breyttum aðstæðum. Það er til mikils að vinna að þær breytingar sem hafa orðið á lífi barnanna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðbragðið við aðstæðum undanfarinna missera sýnir ótvírætt getu fagfólksins okkar og vilja þeirra til að viðhalda öflugri þjónustu og hugsa í lausnum. Við þurfum áfram að hlúa að börnunum og við þurfum líka að skapa fagfólkinu okkar góðar starfsaðstæður. Grípum snemma inn í vanda barna Hvort sem um er að ræða almenna þjónustu eða sértækar þjónustuþarfir, þá er mikilvægt að búa börnum öruggt og eflandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að vaxa og dafna. Jafnt í skólaþjónustu sem í barnavernd höfum við lagt áherslu á að grípa eins snemma og hægt er inn í vanda barna. Með innleiðingu farsældarfrumvarpsins svokallaða standa vonir til þess að þjónusta gagnvart börnum, hvort sem hún er á vegum sveitarfélags eða ríkis, verði samræmdari en áður þannig að öll úrlausn verði markvissari og hraðari. Það er mikilvægt verkefni að vinna á þessum forsendum. Hluti af áskorun okkar í Garðabæ er að við höfum ávallt sett markið hátt í málefnum barnafjölskyldna og það stendur ekki annað til en að halda því áfram. Væntingar til okkar sem erum í forsvari í bænum eru því miklar, sem er gott. Stærsta verkefnið í samfélaginu okkar er að vinna að velferð barna. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Öll börnin okkar Guðrúnar hafa notið framúrskarandi þjónustu á sinni lífsins leið í gegnum skólakerfið hér í Garðabæ. Áður fyrr naut ég þess sjálfur. Bærinn okkar hefur nefnilega á löngum tíma markað sér orðspor fyrir að vera barnvænt samfélag. Við getum öll verið stolt af því og þurfum að viðhalda þeirri stöðu. Fyrsta flokks þjónusta er stanslaust verkefni Það er ánægjulegt að ár eftir ár mælist ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Garðabæ mjög mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Hið sama á við um þjónustu bæði grunnskóla og leikskóla. Lykillinn að góðri stöðu Garðabæjar er að mínu mati ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu og stöðugar umbætur. Það að þjóna vel þörfum barna og barnafjölskyldna krefst þess að margir leggi hönd á plóg og starfi vel saman. Farsælt skólastarf felst í fólkinu Farsæl og góð þjónusta væri ómöguleg ef ekki væri fyrir fólkið sem starfar í þágu barna í Garðabæ. Það krefst næmni og færni að leiða stóran hóp ólíkra einstaklinga í samstilltu skólastarfi en þurfa um leið að geta mæta hverju barni þar sem það er. Starfsumhverfi skólastarfs á öllum stigum er í stanslausri þróun. Þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks hafa tekið miklum breytingum, ekki síst síðastliðin tvö ár þar sem unnið hefur verið þrekvirki við að laga starfið að mjög breyttum aðstæðum. Það er til mikils að vinna að þær breytingar sem hafa orðið á lífi barnanna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðbragðið við aðstæðum undanfarinna missera sýnir ótvírætt getu fagfólksins okkar og vilja þeirra til að viðhalda öflugri þjónustu og hugsa í lausnum. Við þurfum áfram að hlúa að börnunum og við þurfum líka að skapa fagfólkinu okkar góðar starfsaðstæður. Grípum snemma inn í vanda barna Hvort sem um er að ræða almenna þjónustu eða sértækar þjónustuþarfir, þá er mikilvægt að búa börnum öruggt og eflandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að vaxa og dafna. Jafnt í skólaþjónustu sem í barnavernd höfum við lagt áherslu á að grípa eins snemma og hægt er inn í vanda barna. Með innleiðingu farsældarfrumvarpsins svokallaða standa vonir til þess að þjónusta gagnvart börnum, hvort sem hún er á vegum sveitarfélags eða ríkis, verði samræmdari en áður þannig að öll úrlausn verði markvissari og hraðari. Það er mikilvægt verkefni að vinna á þessum forsendum. Hluti af áskorun okkar í Garðabæ er að við höfum ávallt sett markið hátt í málefnum barnafjölskyldna og það stendur ekki annað til en að halda því áfram. Væntingar til okkar sem erum í forsvari í bænum eru því miklar, sem er gott. Stærsta verkefnið í samfélaginu okkar er að vinna að velferð barna. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun