Vinnum að velferð barna Almar Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2022 14:31 Öll börnin okkar Guðrúnar hafa notið framúrskarandi þjónustu á sinni lífsins leið í gegnum skólakerfið hér í Garðabæ. Áður fyrr naut ég þess sjálfur. Bærinn okkar hefur nefnilega á löngum tíma markað sér orðspor fyrir að vera barnvænt samfélag. Við getum öll verið stolt af því og þurfum að viðhalda þeirri stöðu. Fyrsta flokks þjónusta er stanslaust verkefni Það er ánægjulegt að ár eftir ár mælist ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Garðabæ mjög mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Hið sama á við um þjónustu bæði grunnskóla og leikskóla. Lykillinn að góðri stöðu Garðabæjar er að mínu mati ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu og stöðugar umbætur. Það að þjóna vel þörfum barna og barnafjölskyldna krefst þess að margir leggi hönd á plóg og starfi vel saman. Farsælt skólastarf felst í fólkinu Farsæl og góð þjónusta væri ómöguleg ef ekki væri fyrir fólkið sem starfar í þágu barna í Garðabæ. Það krefst næmni og færni að leiða stóran hóp ólíkra einstaklinga í samstilltu skólastarfi en þurfa um leið að geta mæta hverju barni þar sem það er. Starfsumhverfi skólastarfs á öllum stigum er í stanslausri þróun. Þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks hafa tekið miklum breytingum, ekki síst síðastliðin tvö ár þar sem unnið hefur verið þrekvirki við að laga starfið að mjög breyttum aðstæðum. Það er til mikils að vinna að þær breytingar sem hafa orðið á lífi barnanna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðbragðið við aðstæðum undanfarinna missera sýnir ótvírætt getu fagfólksins okkar og vilja þeirra til að viðhalda öflugri þjónustu og hugsa í lausnum. Við þurfum áfram að hlúa að börnunum og við þurfum líka að skapa fagfólkinu okkar góðar starfsaðstæður. Grípum snemma inn í vanda barna Hvort sem um er að ræða almenna þjónustu eða sértækar þjónustuþarfir, þá er mikilvægt að búa börnum öruggt og eflandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að vaxa og dafna. Jafnt í skólaþjónustu sem í barnavernd höfum við lagt áherslu á að grípa eins snemma og hægt er inn í vanda barna. Með innleiðingu farsældarfrumvarpsins svokallaða standa vonir til þess að þjónusta gagnvart börnum, hvort sem hún er á vegum sveitarfélags eða ríkis, verði samræmdari en áður þannig að öll úrlausn verði markvissari og hraðari. Það er mikilvægt verkefni að vinna á þessum forsendum. Hluti af áskorun okkar í Garðabæ er að við höfum ávallt sett markið hátt í málefnum barnafjölskyldna og það stendur ekki annað til en að halda því áfram. Væntingar til okkar sem erum í forsvari í bænum eru því miklar, sem er gott. Stærsta verkefnið í samfélaginu okkar er að vinna að velferð barna. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Öll börnin okkar Guðrúnar hafa notið framúrskarandi þjónustu á sinni lífsins leið í gegnum skólakerfið hér í Garðabæ. Áður fyrr naut ég þess sjálfur. Bærinn okkar hefur nefnilega á löngum tíma markað sér orðspor fyrir að vera barnvænt samfélag. Við getum öll verið stolt af því og þurfum að viðhalda þeirri stöðu. Fyrsta flokks þjónusta er stanslaust verkefni Það er ánægjulegt að ár eftir ár mælist ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Garðabæ mjög mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Hið sama á við um þjónustu bæði grunnskóla og leikskóla. Lykillinn að góðri stöðu Garðabæjar er að mínu mati ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu og stöðugar umbætur. Það að þjóna vel þörfum barna og barnafjölskyldna krefst þess að margir leggi hönd á plóg og starfi vel saman. Farsælt skólastarf felst í fólkinu Farsæl og góð þjónusta væri ómöguleg ef ekki væri fyrir fólkið sem starfar í þágu barna í Garðabæ. Það krefst næmni og færni að leiða stóran hóp ólíkra einstaklinga í samstilltu skólastarfi en þurfa um leið að geta mæta hverju barni þar sem það er. Starfsumhverfi skólastarfs á öllum stigum er í stanslausri þróun. Þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks hafa tekið miklum breytingum, ekki síst síðastliðin tvö ár þar sem unnið hefur verið þrekvirki við að laga starfið að mjög breyttum aðstæðum. Það er til mikils að vinna að þær breytingar sem hafa orðið á lífi barnanna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðbragðið við aðstæðum undanfarinna missera sýnir ótvírætt getu fagfólksins okkar og vilja þeirra til að viðhalda öflugri þjónustu og hugsa í lausnum. Við þurfum áfram að hlúa að börnunum og við þurfum líka að skapa fagfólkinu okkar góðar starfsaðstæður. Grípum snemma inn í vanda barna Hvort sem um er að ræða almenna þjónustu eða sértækar þjónustuþarfir, þá er mikilvægt að búa börnum öruggt og eflandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að vaxa og dafna. Jafnt í skólaþjónustu sem í barnavernd höfum við lagt áherslu á að grípa eins snemma og hægt er inn í vanda barna. Með innleiðingu farsældarfrumvarpsins svokallaða standa vonir til þess að þjónusta gagnvart börnum, hvort sem hún er á vegum sveitarfélags eða ríkis, verði samræmdari en áður þannig að öll úrlausn verði markvissari og hraðari. Það er mikilvægt verkefni að vinna á þessum forsendum. Hluti af áskorun okkar í Garðabæ er að við höfum ávallt sett markið hátt í málefnum barnafjölskyldna og það stendur ekki annað til en að halda því áfram. Væntingar til okkar sem erum í forsvari í bænum eru því miklar, sem er gott. Stærsta verkefnið í samfélaginu okkar er að vinna að velferð barna. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun