Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 11:44 Barn í rólu í íbúðarhverfi í Kænugarði í morgun eftir eldflaugaárás á fjölbýlishús. Forseti Úkraínu sagði að minnsta kosti 137 hermenn hafa fallið í bardögum í gær. Getty Images/Chris McGrath UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Þar segir að hrollvekjandi myndir og fréttir berist nú af framvindu mála í Úkraínu þar sem börn í austurhluta landsins hafa í átta ár lifað við átök og hættur. UNICEF hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu sem ógna nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem í landinu búa. „Mikilvægir innviðir, vatnsveitur og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Árásum sem ekki sér fyrir endann á. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu,“ segir í tilkynningunni. „Síðastliðin átta ár hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum frá upphafi átakanna sem hefur ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun. Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.“ UNICEF segist frá upphafi átakanna hafa verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrki einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum. UNICEF hefur um árabil verið að störfum Úkraínu og er á vettvangi að tryggja sendingar á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð til fjölskyldna. Í ákalli frá Catherine M. Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í gær tók hún undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og og krefst UNICEF þess að virtar verði alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla. Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950 Hjálparstarf Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Þar segir að hrollvekjandi myndir og fréttir berist nú af framvindu mála í Úkraínu þar sem börn í austurhluta landsins hafa í átta ár lifað við átök og hættur. UNICEF hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu sem ógna nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem í landinu búa. „Mikilvægir innviðir, vatnsveitur og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Árásum sem ekki sér fyrir endann á. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu,“ segir í tilkynningunni. „Síðastliðin átta ár hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum frá upphafi átakanna sem hefur ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun. Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.“ UNICEF segist frá upphafi átakanna hafa verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrki einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum. UNICEF hefur um árabil verið að störfum Úkraínu og er á vettvangi að tryggja sendingar á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð til fjölskyldna. Í ákalli frá Catherine M. Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í gær tók hún undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og og krefst UNICEF þess að virtar verði alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla. Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950
Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950
Hjálparstarf Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira