Vökvum nærandi rætur grænnar og réttlátrar Pírataborgar Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 08:31 Reykjavík hefur á kjörtímabilinu tekið stór og mikilvæg skref fyrir tilstilli Pírata. Skref í átt að meira gagnsæi, eflingu lýðræðis og dreifingu valds, bættu eftirliti, að loftslagsmál móti alla ákvarðanatöku, í átt að aukinni mannréttinda- og dýravernd, skaðaminnkun og bættum lífsgæðum jaðarsettra hópa. Við höfum brugðist við þegar erfið mál koma upp frekar en að sópa þeim undir teppið og höfum nýtt þau til mikilvægra breytinga eins og í braggamálinu þegar öllu stjórnkerfi borgarinnar var umbylt. Eða sem viðbragð við myglumálum þegar umfangsmikill verkferill vegna raka og myglu var unninn með helstu sérfræðingum landsins og ráðist í allsherjarviðhaldsátak skólahúsnæðis með 25-30 milljörðum næstu ár. Eða þegar við keyrðum áfram vinnu við nýjar reglur um ráðningar æðstu embættismanna til að tryggja óháðar og gagnsæjar ráðningar sem viðbragð við gagnrýni við lok síðasta kjörtímabils. Við höfum sýnt að okkur er treystandi til góðra verka. Við gerum það sem við segjum, erum heiðarleg og réttsýn. Almannahagur er okkar eina leiðarljós. Vöxtur okkar í kosningunum 2018 þar sem við náðum inn tveimur borgarfulltrúum hefur skipt sköpum. Þessi aukni kraftur hefur vegið þungt. Með gríðarmörgum baráttumálum Pírata í meirihlutasáttmála núverandi meirihluta höfum við sannarlega mótað borgina með handafari Pírata. Ég er spennt fyrir komandi kosningabaráttu og innilega stolt af því sem við höfum áorkað. Bílaborgin með sínu malbikaða munstri, mótuðu af áratugasögu þar sem allt hefur verið skipulagt á forsendum eins fararskjóta umfram alla aðra er loks á undanhaldi. Þétting byggðar og uppbygging Borgarlínu og innviða fyrir gangandi og hjólandi skapar rými fyrir alvöru valfrelsi um það að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur. Skaðaminnkun var orð sem vart var að finna í skjölum borgarinnar fyrr en með ferskum blæ og nýrri rödd Pírata. Allt velferðarstarf er nú unnið út frá leiðarljósi skaðaminnkunar, umburðarlyndis og virðingar fyrir fjölbreytileikanum. Fjármagn til að grípa og styðja við heimilislaust fólk hefur verið tvöfaldað á þessu kjörtímabili, samhliða margföldun á skilyrðislausu húsnæði með Housing First hugmyndafræðinni. Nýtt heimili fyrir konur með geð- og fíknivanda hefur opnað, sem rúllaði beint úr stefnu Pírata inn í meirihlutasáttmála. Nú ætlum við að opna fyrsta neyslurýmið á Íslandi. Nýtt svið þjónustu og nýsköpunar sem leit dagsins ljós á kjörtímabilinu, innleiðing þjónustustefnu borgarinnar, sem mótuð var á ábyrgð Pírata, og síðast en ekki síst fordæmalaust 10 milljarða fjárfestingarátak í formi þreföldunar á fjármagni, eru flugfjaðrir hinnar stafrænu umbyltingar, sem nú hefur tekið flugið undir forystu Pírata. Á vængjunum svífur baráttan gegn spillingu. Tæknin og hugvitið er nýtt til að auka gagnsæi, bæta aðgengi, einfalda þjónustu út frá þörfum notenda fremur en kerfisins, og minnka um leið vesen, sóun og mengun. Gagnastjóri borgarinnar er kominn rakleitt úr stefnu Pírata til að halda utan um gagna- og gagnsæismál, þar sem opinn hugbúnaður er fyrsti valkostur með nýju vöruhúsi gagna og fjárfestingu í mikilvægum gagnainnviðum. Búið er að fjármagna og verið er að þróa Gagnsjá Reykjavíkur, nýja styrkjagátt til að auka gagnsæi styrkveitinga, sameinaða lýðræðisgátt, uppfært mælaborð og enn opnara bókhald. Fyrir tilstilli okkar Pírata er nú hægt að nálgast yfirlit launa kjörinna fulltrúa á vefnum. Aukið aðgengi að upplýsingum á öðrum tungumálum en íslensku og auðlesnum texta hefur verið leiðarljós við þróun nýrrar vefsíðu og stafrænnar upplýsingaveitingar. Mun fleiri hendur móta nú síbreytilega innviði borgarinnar með styrkari stoðum lýðræðis og valddreifingar, með stórauknu samráði og fjölbreyttum leiðum við þróun stefnu og framkvæmd verkefna. Umfangsmikil og fjármögnuð lýðræðisstefna sem mörkuð var undir forystu Pírata hefur verið samþykkt í fyrsta sinn. Með öflugri samráðsnefndum hafa raddir minnihlutahópa fengið enn betri hljómgrunn. Ný íbúaráð með sína slembivöldu fulltrúa, opnu fundi, betri tengsl út í hverfin og inn í kerfið hafa verið innleidd að fullu. Hverfið mitt hefur gengið í endurnýjun lífdaga með meira samráði, bættum ferlum og stærri og fjölbreyttari verkefnum sem leitt hefur til tímamótaþátttöku. Forsætisnefnd var stækkuð fyrir tilstilli Pírata þar sem minnihlutafulltrúar fengu í fyrsta sinn atkvæðisrétt. Við eigum raunhæfa möguleika á því að vaxa enn frekar í komandi kosningum. Með öflugri liðsstyrk Pírata í borgarstjórn munum við hafa enn víðtækari áhrif. Ryðjum mikilvægum verkefnum í þágu gagnsæis, lýðræðis og upplýstrar ákvarðanatöku í gegnum sífreri vanafestunnar með hlýjum faðmi réttlætiselskandi arma. Með því leggjum við grunn að faglegri vinnubrögðum og auknu trausti á stjórnkerfinu og eflum samfélag lýðræðis og almannahags. Tökum skaðaminnkandi aðgerðir alla leið. Vettlingatök grafa undan raunverulegum árangri og hér er um líf og dauða að ræða. Þá virka ekki málamiðlanir. Með sólarhringsþjónustu í Housing First úrræðunum til að styðja enn betur við heimilisfólkið og takmarka skaða fyrir einstaklinginn og nærumhverfið. Þörf er á að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í störfum Félagsbústaða, sem heldur utan um félagslegt húsnæði borgarinnar þar sem fjölbreyttur hópur hlýtur virkan stuðning og þjónustu. Bætt umgjörð um dagleg tækifæri til ýmiskonar virkni getur stuðlað að aukinni vellíðan innan heimila og úrræða sem starfa út frá skaðaminnkandi nálgun. Hugum að litasamsetningu mósaíkflísa smáatriðanna, sem samankomnar mynda eina stóra heild, í grænni, frjórri og blómlegri lífsgæðaborg. Hugum að gæðum byggðar, gæðum Borgarlínu, gæðum borgarrýmis. Það er ekki sama hvernig við þéttum byggð, það er ekki sama hvernig við byggjum Borgarlínu og það er ekki sama hvernig við flettum upp þessari malbiksmartröð. Það er þetta með smáatriðin, mósaíkflísarnar. Leggjum áherslu á að gerðar séu alvöru kröfur og að langhlaupið sé hlaupið alla leið, án þess að stoppa og án þess að stytta sér leið. Við verðum alltaf að standa með forgangi Borgarlínu, gangandi og hjólandi umferðar. Enga hlykkjótta hjólastíga. Sáldrum yfir borgina yfirbyggðum hjólaskýlum við þjónustustofnanir, heimili og verslanir og tryggjum að hjólageymslur séu aðgengilegar á jarðhæð frekar en niðurgrafnar í bakherbergi út frá sorpgeymslunni. Hreinsum enn betur göngu- og hjólastíga á snjóþungum dögum, það á aldrei að mæta afgangi. Tökum ekki í mál að aðgengi gangandi og hjólandi víki við framkvæmdir á meðan forgangur einkabílsins er alltaf tryggður. Verum réttum megin við pólitíkina um plássið. Fækkum bílastæðum og fjölgum hjólastígum. Breikkum gangstíga og endurhönnum götur innan borgarlandsins til þess að lækka hraða og tryggja öryggi. Leggjum grunn að bíllausri byggð þar sem bíllinn mætir afgangi og lífsgæði gangandi og hjólandi eru í forgrunni. Slík framtið er björt, græn og gæti barasta virkað. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavík hefur á kjörtímabilinu tekið stór og mikilvæg skref fyrir tilstilli Pírata. Skref í átt að meira gagnsæi, eflingu lýðræðis og dreifingu valds, bættu eftirliti, að loftslagsmál móti alla ákvarðanatöku, í átt að aukinni mannréttinda- og dýravernd, skaðaminnkun og bættum lífsgæðum jaðarsettra hópa. Við höfum brugðist við þegar erfið mál koma upp frekar en að sópa þeim undir teppið og höfum nýtt þau til mikilvægra breytinga eins og í braggamálinu þegar öllu stjórnkerfi borgarinnar var umbylt. Eða sem viðbragð við myglumálum þegar umfangsmikill verkferill vegna raka og myglu var unninn með helstu sérfræðingum landsins og ráðist í allsherjarviðhaldsátak skólahúsnæðis með 25-30 milljörðum næstu ár. Eða þegar við keyrðum áfram vinnu við nýjar reglur um ráðningar æðstu embættismanna til að tryggja óháðar og gagnsæjar ráðningar sem viðbragð við gagnrýni við lok síðasta kjörtímabils. Við höfum sýnt að okkur er treystandi til góðra verka. Við gerum það sem við segjum, erum heiðarleg og réttsýn. Almannahagur er okkar eina leiðarljós. Vöxtur okkar í kosningunum 2018 þar sem við náðum inn tveimur borgarfulltrúum hefur skipt sköpum. Þessi aukni kraftur hefur vegið þungt. Með gríðarmörgum baráttumálum Pírata í meirihlutasáttmála núverandi meirihluta höfum við sannarlega mótað borgina með handafari Pírata. Ég er spennt fyrir komandi kosningabaráttu og innilega stolt af því sem við höfum áorkað. Bílaborgin með sínu malbikaða munstri, mótuðu af áratugasögu þar sem allt hefur verið skipulagt á forsendum eins fararskjóta umfram alla aðra er loks á undanhaldi. Þétting byggðar og uppbygging Borgarlínu og innviða fyrir gangandi og hjólandi skapar rými fyrir alvöru valfrelsi um það að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur. Skaðaminnkun var orð sem vart var að finna í skjölum borgarinnar fyrr en með ferskum blæ og nýrri rödd Pírata. Allt velferðarstarf er nú unnið út frá leiðarljósi skaðaminnkunar, umburðarlyndis og virðingar fyrir fjölbreytileikanum. Fjármagn til að grípa og styðja við heimilislaust fólk hefur verið tvöfaldað á þessu kjörtímabili, samhliða margföldun á skilyrðislausu húsnæði með Housing First hugmyndafræðinni. Nýtt heimili fyrir konur með geð- og fíknivanda hefur opnað, sem rúllaði beint úr stefnu Pírata inn í meirihlutasáttmála. Nú ætlum við að opna fyrsta neyslurýmið á Íslandi. Nýtt svið þjónustu og nýsköpunar sem leit dagsins ljós á kjörtímabilinu, innleiðing þjónustustefnu borgarinnar, sem mótuð var á ábyrgð Pírata, og síðast en ekki síst fordæmalaust 10 milljarða fjárfestingarátak í formi þreföldunar á fjármagni, eru flugfjaðrir hinnar stafrænu umbyltingar, sem nú hefur tekið flugið undir forystu Pírata. Á vængjunum svífur baráttan gegn spillingu. Tæknin og hugvitið er nýtt til að auka gagnsæi, bæta aðgengi, einfalda þjónustu út frá þörfum notenda fremur en kerfisins, og minnka um leið vesen, sóun og mengun. Gagnastjóri borgarinnar er kominn rakleitt úr stefnu Pírata til að halda utan um gagna- og gagnsæismál, þar sem opinn hugbúnaður er fyrsti valkostur með nýju vöruhúsi gagna og fjárfestingu í mikilvægum gagnainnviðum. Búið er að fjármagna og verið er að þróa Gagnsjá Reykjavíkur, nýja styrkjagátt til að auka gagnsæi styrkveitinga, sameinaða lýðræðisgátt, uppfært mælaborð og enn opnara bókhald. Fyrir tilstilli okkar Pírata er nú hægt að nálgast yfirlit launa kjörinna fulltrúa á vefnum. Aukið aðgengi að upplýsingum á öðrum tungumálum en íslensku og auðlesnum texta hefur verið leiðarljós við þróun nýrrar vefsíðu og stafrænnar upplýsingaveitingar. Mun fleiri hendur móta nú síbreytilega innviði borgarinnar með styrkari stoðum lýðræðis og valddreifingar, með stórauknu samráði og fjölbreyttum leiðum við þróun stefnu og framkvæmd verkefna. Umfangsmikil og fjármögnuð lýðræðisstefna sem mörkuð var undir forystu Pírata hefur verið samþykkt í fyrsta sinn. Með öflugri samráðsnefndum hafa raddir minnihlutahópa fengið enn betri hljómgrunn. Ný íbúaráð með sína slembivöldu fulltrúa, opnu fundi, betri tengsl út í hverfin og inn í kerfið hafa verið innleidd að fullu. Hverfið mitt hefur gengið í endurnýjun lífdaga með meira samráði, bættum ferlum og stærri og fjölbreyttari verkefnum sem leitt hefur til tímamótaþátttöku. Forsætisnefnd var stækkuð fyrir tilstilli Pírata þar sem minnihlutafulltrúar fengu í fyrsta sinn atkvæðisrétt. Við eigum raunhæfa möguleika á því að vaxa enn frekar í komandi kosningum. Með öflugri liðsstyrk Pírata í borgarstjórn munum við hafa enn víðtækari áhrif. Ryðjum mikilvægum verkefnum í þágu gagnsæis, lýðræðis og upplýstrar ákvarðanatöku í gegnum sífreri vanafestunnar með hlýjum faðmi réttlætiselskandi arma. Með því leggjum við grunn að faglegri vinnubrögðum og auknu trausti á stjórnkerfinu og eflum samfélag lýðræðis og almannahags. Tökum skaðaminnkandi aðgerðir alla leið. Vettlingatök grafa undan raunverulegum árangri og hér er um líf og dauða að ræða. Þá virka ekki málamiðlanir. Með sólarhringsþjónustu í Housing First úrræðunum til að styðja enn betur við heimilisfólkið og takmarka skaða fyrir einstaklinginn og nærumhverfið. Þörf er á að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í störfum Félagsbústaða, sem heldur utan um félagslegt húsnæði borgarinnar þar sem fjölbreyttur hópur hlýtur virkan stuðning og þjónustu. Bætt umgjörð um dagleg tækifæri til ýmiskonar virkni getur stuðlað að aukinni vellíðan innan heimila og úrræða sem starfa út frá skaðaminnkandi nálgun. Hugum að litasamsetningu mósaíkflísa smáatriðanna, sem samankomnar mynda eina stóra heild, í grænni, frjórri og blómlegri lífsgæðaborg. Hugum að gæðum byggðar, gæðum Borgarlínu, gæðum borgarrýmis. Það er ekki sama hvernig við þéttum byggð, það er ekki sama hvernig við byggjum Borgarlínu og það er ekki sama hvernig við flettum upp þessari malbiksmartröð. Það er þetta með smáatriðin, mósaíkflísarnar. Leggjum áherslu á að gerðar séu alvöru kröfur og að langhlaupið sé hlaupið alla leið, án þess að stoppa og án þess að stytta sér leið. Við verðum alltaf að standa með forgangi Borgarlínu, gangandi og hjólandi umferðar. Enga hlykkjótta hjólastíga. Sáldrum yfir borgina yfirbyggðum hjólaskýlum við þjónustustofnanir, heimili og verslanir og tryggjum að hjólageymslur séu aðgengilegar á jarðhæð frekar en niðurgrafnar í bakherbergi út frá sorpgeymslunni. Hreinsum enn betur göngu- og hjólastíga á snjóþungum dögum, það á aldrei að mæta afgangi. Tökum ekki í mál að aðgengi gangandi og hjólandi víki við framkvæmdir á meðan forgangur einkabílsins er alltaf tryggður. Verum réttum megin við pólitíkina um plássið. Fækkum bílastæðum og fjölgum hjólastígum. Breikkum gangstíga og endurhönnum götur innan borgarlandsins til þess að lækka hraða og tryggja öryggi. Leggjum grunn að bíllausri byggð þar sem bíllinn mætir afgangi og lífsgæði gangandi og hjólandi eru í forgrunni. Slík framtið er björt, græn og gæti barasta virkað. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun