Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2022 16:13 Naz Davidoff starfar sem verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við innrás Rússa inn í Úkraínu. Samsett Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. „Ég held að allir séu mjög áhyggjufullir. Það eina sem ég get gert er að gefa pening til góðgerðafélaga, spítala eða hersins svo ég er að leita að leiðum til að hjálpa. Ég er líka að reyna sigta falsfréttir frá sannreyndum upplýsingum og deila þeim réttu á Twitter,” segir Naz í samtali við Vísi. Hann starfar hjá Háskóla Íslands og hefur búið hér á landi í um sex ár. Hann bætir við að það hafi komið sér mjög á óvart að Rússar hafi gert svo umfangsmikla árás inn í Úkraínu og telur að margir íbúar landsins hafi ekki verið fyllega undir þetta búnir. Hættu við að flýja borgina Naz hefur meðal annars verið í samskiptum við ófríska frænku sína. Sú er nokkuð óttaslegin og vildi í morgun yfirgefa Kænugarð ásamt maka sínum og fara til ættingja sinna í Lutsk, sem situr nær landamærum Póllands. Mikil fjöldi fólks hefur reynt að yfirgefa Kænugarð í dag og hafa helstu umferðaræðar stíflast. Hvarf hún því frá áformum sínum þar sem hún taldi umferðina úr borginni vera óbærilega, einkum fyrir konu í hennar stöðu. Naz segir að úkraínsk stjórnvöld beini þeim skilaboðum til almennings að halda ró sinni þar sem ofsahræðsla muni eingöngu gera stöðuna verri. Hann kveðst jafnframt hafa rætt við Rússa í dag sem séu líkt og flestir aðrir ósáttir við aðgerðir rússneskra yfirvalda í Úkraínu. Mikið af íbúum Rússlands hafi fengið rangar og villandi upplýsingar í þarlendum fjölmiðlum og hafi því ekki raunsanna mynd af stöðunni. Vill að vesturveldin beini sjónum sínum að rússneskum ólígörkum Naz vonar að Evrópusambandið, Atlantshafsbandalagið og vesturveldin muni bregðast kröftuglega við innrás Rússa. Hann telur þá staðreynd að margar Evrópuþjóðir séu mjög háðar gasi frá Rússlandi muni sem fyrr hafa temprandi áhrif á viðbrögðin. Hann bíður eftir því að gripið verði til harðari efnahagsþvingana og ekki síst að lokað verði á aðgang Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu svo þeir missi aðgang að innistæðum í erlendum bönkum. „Það myndi hafa bein áhrif á ólígarka sem eru mjög áhrifamiklir í rússnesku efnahagskerfi. Þeir stýra orkufyrirtækjunum, fjármálakerfinu og fleiri geirum og ef þetta bitnar illa á þeim þá munu þeir þrýsta á Pútín að stöðva átökin.“ Einnig vonast Naz til að vesturveldin tryggi Úkraínumönnum herbúnað sem hjálpi þeim að verjast flugskeyta- og sprengjuárásum rússneska hersins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið. 24. febrúar 2022 13:35 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
„Ég held að allir séu mjög áhyggjufullir. Það eina sem ég get gert er að gefa pening til góðgerðafélaga, spítala eða hersins svo ég er að leita að leiðum til að hjálpa. Ég er líka að reyna sigta falsfréttir frá sannreyndum upplýsingum og deila þeim réttu á Twitter,” segir Naz í samtali við Vísi. Hann starfar hjá Háskóla Íslands og hefur búið hér á landi í um sex ár. Hann bætir við að það hafi komið sér mjög á óvart að Rússar hafi gert svo umfangsmikla árás inn í Úkraínu og telur að margir íbúar landsins hafi ekki verið fyllega undir þetta búnir. Hættu við að flýja borgina Naz hefur meðal annars verið í samskiptum við ófríska frænku sína. Sú er nokkuð óttaslegin og vildi í morgun yfirgefa Kænugarð ásamt maka sínum og fara til ættingja sinna í Lutsk, sem situr nær landamærum Póllands. Mikil fjöldi fólks hefur reynt að yfirgefa Kænugarð í dag og hafa helstu umferðaræðar stíflast. Hvarf hún því frá áformum sínum þar sem hún taldi umferðina úr borginni vera óbærilega, einkum fyrir konu í hennar stöðu. Naz segir að úkraínsk stjórnvöld beini þeim skilaboðum til almennings að halda ró sinni þar sem ofsahræðsla muni eingöngu gera stöðuna verri. Hann kveðst jafnframt hafa rætt við Rússa í dag sem séu líkt og flestir aðrir ósáttir við aðgerðir rússneskra yfirvalda í Úkraínu. Mikið af íbúum Rússlands hafi fengið rangar og villandi upplýsingar í þarlendum fjölmiðlum og hafi því ekki raunsanna mynd af stöðunni. Vill að vesturveldin beini sjónum sínum að rússneskum ólígörkum Naz vonar að Evrópusambandið, Atlantshafsbandalagið og vesturveldin muni bregðast kröftuglega við innrás Rússa. Hann telur þá staðreynd að margar Evrópuþjóðir séu mjög háðar gasi frá Rússlandi muni sem fyrr hafa temprandi áhrif á viðbrögðin. Hann bíður eftir því að gripið verði til harðari efnahagsþvingana og ekki síst að lokað verði á aðgang Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu svo þeir missi aðgang að innistæðum í erlendum bönkum. „Það myndi hafa bein áhrif á ólígarka sem eru mjög áhrifamiklir í rússnesku efnahagskerfi. Þeir stýra orkufyrirtækjunum, fjármálakerfinu og fleiri geirum og ef þetta bitnar illa á þeim þá munu þeir þrýsta á Pútín að stöðva átökin.“ Einnig vonast Naz til að vesturveldin tryggi Úkraínumönnum herbúnað sem hjálpi þeim að verjast flugskeyta- og sprengjuárásum rússneska hersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið. 24. febrúar 2022 13:35 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið. 24. febrúar 2022 13:35