Enn ein veðurviðvörunin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 15:21 Nú er það svart, eða reyndar appelsínugult og gult. Staðan á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar. Veðurstofan Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun. „Skammt stórra högga á milli – eða eigum við segja skammt appelsínugulra viðvarana á milli,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar þar sem athygli er vakin á veðurviðvörununum. Veðrið hefur þegar leikið landsmenn grátt í vikunni með víðtækum samgöngutruflunum og tjóni. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigning. Það var slæmt veður í vikunni og það er ekki reiknað með góðu veðri á morgun.Vísir/Vilhelm Frá og með klukkan ellefu á morgun taka appelsínugular veðurviðvarnir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Slæmt ferðaveður og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu í vikunni.Vísir/Vilhelm Það sama gildir um Suðurland og Faxaflóa nema þar verður vindurinn heldur hvassari, á bilinu 23-28 m/s. Reikna má með snörpum vindhviðum og slæmu ferðaveðri. Skömmu eftir hádegi á morgun bætast við appelsínugular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Á Vestfjörðum er varað við austan 20-25 m/s og eru víðtækar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar, ekkert ferðaveður. Gengur yfir landið Á sama tíma taka gular viðvaranir við á öðrum stöðum á landinu þar sem reikna má með að vegir teppist vegna snjókomu og hvassviðris. Eftir því sem líður á kvöldið falla viðvaranirnar úr gildi hver á eftir annarri, fyrst á suðvesturhorninu þar sem engin viðvörun er í gildi eftir klukkan 18. Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld, en síðasta gula viðvörunin dettur úr gildi klukkan ellefu, á Austurlandi að Glettingi. Veður Tengdar fréttir Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48 Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38 Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
„Skammt stórra högga á milli – eða eigum við segja skammt appelsínugulra viðvarana á milli,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar þar sem athygli er vakin á veðurviðvörununum. Veðrið hefur þegar leikið landsmenn grátt í vikunni með víðtækum samgöngutruflunum og tjóni. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigning. Það var slæmt veður í vikunni og það er ekki reiknað með góðu veðri á morgun.Vísir/Vilhelm Frá og með klukkan ellefu á morgun taka appelsínugular veðurviðvarnir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Slæmt ferðaveður og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu í vikunni.Vísir/Vilhelm Það sama gildir um Suðurland og Faxaflóa nema þar verður vindurinn heldur hvassari, á bilinu 23-28 m/s. Reikna má með snörpum vindhviðum og slæmu ferðaveðri. Skömmu eftir hádegi á morgun bætast við appelsínugular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Á Vestfjörðum er varað við austan 20-25 m/s og eru víðtækar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar, ekkert ferðaveður. Gengur yfir landið Á sama tíma taka gular viðvaranir við á öðrum stöðum á landinu þar sem reikna má með að vegir teppist vegna snjókomu og hvassviðris. Eftir því sem líður á kvöldið falla viðvaranirnar úr gildi hver á eftir annarri, fyrst á suðvesturhorninu þar sem engin viðvörun er í gildi eftir klukkan 18. Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld, en síðasta gula viðvörunin dettur úr gildi klukkan ellefu, á Austurlandi að Glettingi.
Veður Tengdar fréttir Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48 Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38 Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48
Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38
Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57
Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43