Kjósum það besta – eins og Vanda! Hópur stuðningsfólks Vöndu Sigurgeirsdóttur skrifar 24. febrúar 2022 09:31 Þessa grein skrifar hópur fólks sem telst víst vera snemmmiðaldra árið 2022. En einu sinni vorum við unglingar í ört stækkandi úthverfi að nafni Árbær. Við áttum það sameiginlegt að elska félagsmiðstöðina okkar, Ársel. Þar var forstöðumaður að nafni Vanda Sigurgeirsdóttir, 24 ára gömul, sem átti eftir að setja mark sitt á okkur á djúpstæðari hátt en við – og kannski hún sjálf – áttuðum okkur á þá. Vanda var eldhugi í félagsmiðstöðvastarfi. Hún treysti okkur svo vel til að tækla alls kyns flókin mál, að við eiginlega skiljum það ekki enn þann dag í dag. Við söfnuðum okkur til dæmis fyrir utanlandsferð til Gautaborgar, til að hitta aðra unglinga og kynnast ungmennahúsum í sænskum stíl. Við söfnuðum okkur fyrir hverri krónu sjálf, með því til dæmis að þýða brandarabækur yfir á íslensku sem gefnar voru út af virðulegu bókaforlagi hér í borg. Við skipulögðum tveggja sólarhringalangt lærdómsmaraþon, sem við söfnuðum áheitum fyrir hjá allri Hraunbæjarblokkinni frá númerum 2-198 flest kvöld á köldum vetrarmánuðum veturinn 1990-1991. Svo seldum við popp og stjórnuðum leikjum á vorhátíðum, unnum í sjoppunni á ungverjaböllum (10-12 ára), sinntum ýmsum hreinsunar- og þjóðþrifastörfum í hverfinu og ýmislegt fleira. Mál sem skipta máli Vanda var talsmaður unglingalýðræðis og frumkvöðull á því sviði í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hún sendi nokkur okkar sem sátum í Árselsráði út í aðrar félagsmiðstöðvar að kynna unglingalýðræði sem var á þessum tíma frekar ókunnugt, og jafnvel óþægilegt viðfangsefni. Á nú að treysta unglingum til að ráða öllu í sinni félagsmiðstöð? Spurði fullorðið fólk og hristi höfuðið í undran. Já – sagði Vanda, að því gefnu að þau læri að rammar og lög setja þeim mörk. Af því að þau verða að læra að þekkja réttindi sín og skyldur. Við fundum alltaf til öryggis undir hennar verndarvæng, því hjá Vöndu haldast ábyrgð og traust hönd í hönd. Einn veturinn voru allir bekkir í Árbæjarskóla boðaðir í hópum út í Ársel í eineltisfræðslu. Þetta var í byrjun 10. áratugarins og einelti var ekki endilega orð sem öll okkar þekktu. Áður en hóparnir komu hafði Vanda skoðað myndir og nöfn allra krakka í öllum árgöngum skólans og lagt nöfnin á minnið. Því að það skiptir máli, í hópefli og fræðslu um mál sem skipta máli. Þannig var Vanda, hún lagði sig fram um að láta okkur finna að við skiptum öll máli, að góð og vinsamleg samskipti skiptu máli, að traust skipti máli. Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Vanda kýs traust og heilbrigði samskipti Svo var hún Vanda bara svo hrikalega skemmtileg! Við vorum sum hjá henni í klúbbnum Klúbblegur sem fór í ferðalög, við áttum vikulega fundi, settum mál á dagskrá en vorum líka bara að spila, keppa í einhverri vitleysu, hlæja og mikið óskaplega sem hún Vanda gat hlegið með okkur og að okkur. Það eina sem við áttum ekki sameiginlegt með Vöndu var fótboltinn. Við vorum listaspírur og fjallahjólafólk, nördar og pæjur, ræðumeistarar eða reykjandi töffarar í villingaúlpum. Það duldist okkur þó ekki að í fótboltaþjálfun og spilamennsku var hún í ástríðufullu essinu sínu. Í dag eigum sum okkar börn og ungmenni sem æfa fótbolta og við vitum að það skiptir máli að í KSÍ stjórni fólk sem stendur fyrir traust og heiðarleika. Ef við gætum kosið á ársþingi KSÍ þá myndum við kjósa Vöndu. Því hún kýs alltaf það besta fyrir börn og unglinga, hún kýs traust og heilbrigð samskipti. Alltaf. Áfram Vanda! Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Aðalheiður Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Birgir Örn Steinarsson, Curver, Eggert Gíslason, Erna Kristín Gylfadóttir, Gauti Sigurgeirsson, Gréta Hergils, Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Haukur Tómasson, Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Oddný Sturludóttir, Ólafur Thorarensen, Ólafur Ragnar Helgason, Ólöf Júlíusdóttir og Vignir Jónsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa grein skrifar hópur fólks sem telst víst vera snemmmiðaldra árið 2022. En einu sinni vorum við unglingar í ört stækkandi úthverfi að nafni Árbær. Við áttum það sameiginlegt að elska félagsmiðstöðina okkar, Ársel. Þar var forstöðumaður að nafni Vanda Sigurgeirsdóttir, 24 ára gömul, sem átti eftir að setja mark sitt á okkur á djúpstæðari hátt en við – og kannski hún sjálf – áttuðum okkur á þá. Vanda var eldhugi í félagsmiðstöðvastarfi. Hún treysti okkur svo vel til að tækla alls kyns flókin mál, að við eiginlega skiljum það ekki enn þann dag í dag. Við söfnuðum okkur til dæmis fyrir utanlandsferð til Gautaborgar, til að hitta aðra unglinga og kynnast ungmennahúsum í sænskum stíl. Við söfnuðum okkur fyrir hverri krónu sjálf, með því til dæmis að þýða brandarabækur yfir á íslensku sem gefnar voru út af virðulegu bókaforlagi hér í borg. Við skipulögðum tveggja sólarhringalangt lærdómsmaraþon, sem við söfnuðum áheitum fyrir hjá allri Hraunbæjarblokkinni frá númerum 2-198 flest kvöld á köldum vetrarmánuðum veturinn 1990-1991. Svo seldum við popp og stjórnuðum leikjum á vorhátíðum, unnum í sjoppunni á ungverjaböllum (10-12 ára), sinntum ýmsum hreinsunar- og þjóðþrifastörfum í hverfinu og ýmislegt fleira. Mál sem skipta máli Vanda var talsmaður unglingalýðræðis og frumkvöðull á því sviði í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hún sendi nokkur okkar sem sátum í Árselsráði út í aðrar félagsmiðstöðvar að kynna unglingalýðræði sem var á þessum tíma frekar ókunnugt, og jafnvel óþægilegt viðfangsefni. Á nú að treysta unglingum til að ráða öllu í sinni félagsmiðstöð? Spurði fullorðið fólk og hristi höfuðið í undran. Já – sagði Vanda, að því gefnu að þau læri að rammar og lög setja þeim mörk. Af því að þau verða að læra að þekkja réttindi sín og skyldur. Við fundum alltaf til öryggis undir hennar verndarvæng, því hjá Vöndu haldast ábyrgð og traust hönd í hönd. Einn veturinn voru allir bekkir í Árbæjarskóla boðaðir í hópum út í Ársel í eineltisfræðslu. Þetta var í byrjun 10. áratugarins og einelti var ekki endilega orð sem öll okkar þekktu. Áður en hóparnir komu hafði Vanda skoðað myndir og nöfn allra krakka í öllum árgöngum skólans og lagt nöfnin á minnið. Því að það skiptir máli, í hópefli og fræðslu um mál sem skipta máli. Þannig var Vanda, hún lagði sig fram um að láta okkur finna að við skiptum öll máli, að góð og vinsamleg samskipti skiptu máli, að traust skipti máli. Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Vanda kýs traust og heilbrigði samskipti Svo var hún Vanda bara svo hrikalega skemmtileg! Við vorum sum hjá henni í klúbbnum Klúbblegur sem fór í ferðalög, við áttum vikulega fundi, settum mál á dagskrá en vorum líka bara að spila, keppa í einhverri vitleysu, hlæja og mikið óskaplega sem hún Vanda gat hlegið með okkur og að okkur. Það eina sem við áttum ekki sameiginlegt með Vöndu var fótboltinn. Við vorum listaspírur og fjallahjólafólk, nördar og pæjur, ræðumeistarar eða reykjandi töffarar í villingaúlpum. Það duldist okkur þó ekki að í fótboltaþjálfun og spilamennsku var hún í ástríðufullu essinu sínu. Í dag eigum sum okkar börn og ungmenni sem æfa fótbolta og við vitum að það skiptir máli að í KSÍ stjórni fólk sem stendur fyrir traust og heiðarleika. Ef við gætum kosið á ársþingi KSÍ þá myndum við kjósa Vöndu. Því hún kýs alltaf það besta fyrir börn og unglinga, hún kýs traust og heilbrigð samskipti. Alltaf. Áfram Vanda! Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Aðalheiður Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Birgir Örn Steinarsson, Curver, Eggert Gíslason, Erna Kristín Gylfadóttir, Gauti Sigurgeirsson, Gréta Hergils, Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Haukur Tómasson, Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Oddný Sturludóttir, Ólafur Thorarensen, Ólafur Ragnar Helgason, Ólöf Júlíusdóttir og Vignir Jónsson.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun