Áfram veginn Vanda! Magnús Þór Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 23:00 Haustið 2021 var afdrifaríkur tími í sögu Knattspyrnusambands Íslands, fordæmalaus með öllu enda verið að eiga við verkefni sem áttu fátt skylt við íþróttina sjálfa. Verkefni sem urðu til þess að breytingar urðu á forystu þessarar stærstu fjöldahreyfingar íslensks samfélags. Í þessum ólgusjó öllum fór það svo, á aukaþingi sem sambandið boðaði til í októberbyrjun, að sá sögulegi atburður varð að kona var valin formaður, sú fyrsta til að gegna formannsstöðu knattspyrnusambands í heiminum. Það kallaði á mikið hugrekki að taka að sér verkefni formanns í þeim aðstæðum sem uppi voru á þessum tíma, en það var gæfa fyrir okkur sem unnum þessari íþrótt að Vanda Sigurgeirsdóttir hafði hugrekki til að bjóða fram krafta sína til að takast á við þau og á sama tíma vera með mikla reynslu á ólíkum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi. Reynslu sem er byggð á áratuga farsæld á mismunandi stigum ferils hennar sem iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði í íþróttinni. Um komandi helgi er komið að reglulegu ársþingi og þar sem að mótframboð barst gegn sitjandi formanni, fá talsmenn knattspyrnufélaga í landinu að kjósa milli tveggja öflugra einstaklinga. Ég treysti því að þeir sem þingið sitja muni velja Vöndu til að halda áfram að leiða Knattspyrnusamband Íslands. Sá tími sem hún hefur leitt sambandið er vissulega bara 4 mánuðir en á þeim tíma hefur hún, ásamt öflugum hópi starfsmanna KSÍ, bæði leitt vinnu við þau mál sem skóku hreyfinguna til betri vegar auk þess að leiða endurskipulagningu þjálfarateymis karlalandsliðsins með breytingu á aðstoðarþjálfara og ráðningu tæknilegs ráðgjafa sem styðja mun við bak allra landsliða okkar. Nú á allra síðustu dögum hafa svo borist fréttir af árangursríku samstarfi KSÍ og ÍTF þegar kemur að sjónvarpsrétti fyrir knattspyrnuna, þar er stigið mikið framfaraskref. Vanda Sigurgeirsdóttir er leiðtogi. Það sýndi hún allan sinn knattspyrnuferil sem var einstaklega glæsilegur, allt frá því hún var á Sauðárkróki sem unglingur að keppa með strákunum, viðkomuna á Skipaskaga þar sem Íslandsmeistaratitlar byrjuðu að detta inn áður en hún fór í Kópavoginn og raðaði inn titlum sem leikmaður og þjálfari. Hún var í brautryðjendahópi íslenskra kvennalandsliða sem leikmaður á níunda áratugnum og leiddi síðar hópinn sem landsliðsþjálfari, er ótrúlegur liðsmaður með endalaust baráttuþrek. Utan vallar hefur hún náð miklum árangri á sviði erfiðra samskiptamála sem einn ötulasti baráttumaður gegn einelti á Íslandi. Þessa eiginleika höfum við greint frá fyrsta degi hennar sem formaður Knattspyrnusambandsins. Hún hefur þegar hafið samtöl við félögin í landinu um nánara samstarf þeirra og sambandsins. Hún hefur sýnt metnað sinn fyrir landsliðunum í verki og á síðustu dögum farið yfir þá sýn sem hún hefur á frekari vinnu, fái hún traust félaganna í landinu til að halda sínu starfi áfram. Vanda er harðduglegur leiðtogi, vinnusamur liðsmaður með skýra sýn og hugrekki til að taka við stýri í miklum mótvindi. Það er einmitt þannig einstaklingur sem íslensk knattspyrna þarf á að halda nú í dag og til framtíðar. Það er mikil gæfa að eiga kost á að merkja við nafn Vöndu Sigurgeirsdóttur á kosningaseðli ársþings KSÍ laugardaginn 26.febrúar, þakka henni hugrekkið og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi leiðtogastarf hennar fyrir íþróttina. Hún mun vísa veginn til nýrra afreka íþróttarinnar. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar ÍR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Magnús Þór Jónsson Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2021 var afdrifaríkur tími í sögu Knattspyrnusambands Íslands, fordæmalaus með öllu enda verið að eiga við verkefni sem áttu fátt skylt við íþróttina sjálfa. Verkefni sem urðu til þess að breytingar urðu á forystu þessarar stærstu fjöldahreyfingar íslensks samfélags. Í þessum ólgusjó öllum fór það svo, á aukaþingi sem sambandið boðaði til í októberbyrjun, að sá sögulegi atburður varð að kona var valin formaður, sú fyrsta til að gegna formannsstöðu knattspyrnusambands í heiminum. Það kallaði á mikið hugrekki að taka að sér verkefni formanns í þeim aðstæðum sem uppi voru á þessum tíma, en það var gæfa fyrir okkur sem unnum þessari íþrótt að Vanda Sigurgeirsdóttir hafði hugrekki til að bjóða fram krafta sína til að takast á við þau og á sama tíma vera með mikla reynslu á ólíkum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi. Reynslu sem er byggð á áratuga farsæld á mismunandi stigum ferils hennar sem iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði í íþróttinni. Um komandi helgi er komið að reglulegu ársþingi og þar sem að mótframboð barst gegn sitjandi formanni, fá talsmenn knattspyrnufélaga í landinu að kjósa milli tveggja öflugra einstaklinga. Ég treysti því að þeir sem þingið sitja muni velja Vöndu til að halda áfram að leiða Knattspyrnusamband Íslands. Sá tími sem hún hefur leitt sambandið er vissulega bara 4 mánuðir en á þeim tíma hefur hún, ásamt öflugum hópi starfsmanna KSÍ, bæði leitt vinnu við þau mál sem skóku hreyfinguna til betri vegar auk þess að leiða endurskipulagningu þjálfarateymis karlalandsliðsins með breytingu á aðstoðarþjálfara og ráðningu tæknilegs ráðgjafa sem styðja mun við bak allra landsliða okkar. Nú á allra síðustu dögum hafa svo borist fréttir af árangursríku samstarfi KSÍ og ÍTF þegar kemur að sjónvarpsrétti fyrir knattspyrnuna, þar er stigið mikið framfaraskref. Vanda Sigurgeirsdóttir er leiðtogi. Það sýndi hún allan sinn knattspyrnuferil sem var einstaklega glæsilegur, allt frá því hún var á Sauðárkróki sem unglingur að keppa með strákunum, viðkomuna á Skipaskaga þar sem Íslandsmeistaratitlar byrjuðu að detta inn áður en hún fór í Kópavoginn og raðaði inn titlum sem leikmaður og þjálfari. Hún var í brautryðjendahópi íslenskra kvennalandsliða sem leikmaður á níunda áratugnum og leiddi síðar hópinn sem landsliðsþjálfari, er ótrúlegur liðsmaður með endalaust baráttuþrek. Utan vallar hefur hún náð miklum árangri á sviði erfiðra samskiptamála sem einn ötulasti baráttumaður gegn einelti á Íslandi. Þessa eiginleika höfum við greint frá fyrsta degi hennar sem formaður Knattspyrnusambandsins. Hún hefur þegar hafið samtöl við félögin í landinu um nánara samstarf þeirra og sambandsins. Hún hefur sýnt metnað sinn fyrir landsliðunum í verki og á síðustu dögum farið yfir þá sýn sem hún hefur á frekari vinnu, fái hún traust félaganna í landinu til að halda sínu starfi áfram. Vanda er harðduglegur leiðtogi, vinnusamur liðsmaður með skýra sýn og hugrekki til að taka við stýri í miklum mótvindi. Það er einmitt þannig einstaklingur sem íslensk knattspyrna þarf á að halda nú í dag og til framtíðar. Það er mikil gæfa að eiga kost á að merkja við nafn Vöndu Sigurgeirsdóttur á kosningaseðli ársþings KSÍ laugardaginn 26.febrúar, þakka henni hugrekkið og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi leiðtogastarf hennar fyrir íþróttina. Hún mun vísa veginn til nýrra afreka íþróttarinnar. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar ÍR.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar