Færri stefnur og fleiri aðgerðir í Reykjavík Þórdís Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2022 08:00 Byrjum á titli þessarar greinar, stefnur er góðar, þetta ætti ég að vita eftir að hafa starfað um árabil við stjórnun og stefnumótun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Stefnur draga fram sýn stjórnenda og hagsmunaaðila og geta þannig verið fyrsta skref í átt að nýjum markmiðum. En ef stefnum fylgir ekki tímarammi, forgangsröðun, aðgerðarlisti og skilgreind ábyrgð gera þær ekki gagn. Ég vil færri stefnur og vandaðri forgangsröðun og aðgerðir fyrir Reykjavíkurborg í þágu borgarbúa og atvinnulífs. Sköpum traust milli borgar og atvinnulífs Ég á samleið með stefnu og sterkum gildum Viðreisnar auk þess sem mér finnst markmið flokksins um jafnrétti, réttlátara samfélag, kröftugt efnahagslíf og ábyrga fjármálastjórnun í takt við það sem ég hef talað fyrir. Stefna Viðreisnar á brýnt erindi við borgina og ég tel mig réttu manneskjuna til að leiða þá stefnu og koma til framkvæmda. Það er til dæmis brýnt að efla traust á milli atvinnulífs og borgar og að bregðast við ákalli atvinnulífsins um skilvirkari þjónustu. Mikilvægi þessa kemur glögglega fram í drögum að Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022-2030. Þar segir meðal annars að ein helsta áskorunin sé tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið. Velferð og atvinnulífi í þágu borgarinnar Velferð og atvinnulíf borgarinnar eru ekki andstæðir pólar heldur mikilvægir þættir góðs og heilbrigðs samfélags. Við þurfum nýja nálgun og umgjörð þannig að þessir þættir styðji hvor við annan. Ég hef reynslu af þannig verkefnum. Traust og gott atvinnulíf skapar verðmæti og einfaldar lífið. Öflugt atvinnulíf og velferð tengjast órjúfanlegum böndum. Borgin á að einbeita sér með markvissari og gegnsærri hætti að velferðarmálum. Ég vil fleiri aðgerðir borgarinnar í þágu velferðar og atvinnulífs. Heilbrigða umgjörð um fyrirtæki Við þurfum að skapa heilbrigða og umgjörð um starfsemi fyrirtækja í borginni og einfalda ferli leyfa og umsókna. Viðreisn hefur óskað eftir því á Alþingi með þingsályktunartillögu um að farið verði í mat á því hvaða atvinnurekstur opinberra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins sem telst vera í samkeppni við einkaaðila sé nauðsynlegur til að þjóna sérstökum hagsmunum samfélagsins. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir því að ráðherra verði falið að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig skuli dregið úr þeim samkeppnisrekstri ríkisins sem ekki telst nauðsynlegur með tilliti til almannahagsmuna. Þetta þurfa sveitarfélög líka að gera. Góð atvinnustefna sveitarfélaga miðar að því að örva og efla sjálfstæð fyrirtæki, að verk séu unnin á gegnsæjan og hagkvæman hátt fyrir hið opinbera í gegnum vel skilgreind útboð. Ekki með því að stjórnsýslan þenjist út og dragi þar með þrótt út atvinnulífinu með því að sækja þaðan hæft starfsfólk. Góð atvinnustefna stuðlar þannig að hagkvæmni og skilvirkni fyrir hið opinbera og fyrir einkaaðila. Það þarf nýja nálgun í að leiða og stjórna borginni. Ég vil bretta upp ermar og vinna að því að koma hlutum í verk fyrir heimili og fyrirtæki í borginni. Ég óska eftir stuðningi þínum í fyrsta sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4.-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Byrjum á titli þessarar greinar, stefnur er góðar, þetta ætti ég að vita eftir að hafa starfað um árabil við stjórnun og stefnumótun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Stefnur draga fram sýn stjórnenda og hagsmunaaðila og geta þannig verið fyrsta skref í átt að nýjum markmiðum. En ef stefnum fylgir ekki tímarammi, forgangsröðun, aðgerðarlisti og skilgreind ábyrgð gera þær ekki gagn. Ég vil færri stefnur og vandaðri forgangsröðun og aðgerðir fyrir Reykjavíkurborg í þágu borgarbúa og atvinnulífs. Sköpum traust milli borgar og atvinnulífs Ég á samleið með stefnu og sterkum gildum Viðreisnar auk þess sem mér finnst markmið flokksins um jafnrétti, réttlátara samfélag, kröftugt efnahagslíf og ábyrga fjármálastjórnun í takt við það sem ég hef talað fyrir. Stefna Viðreisnar á brýnt erindi við borgina og ég tel mig réttu manneskjuna til að leiða þá stefnu og koma til framkvæmda. Það er til dæmis brýnt að efla traust á milli atvinnulífs og borgar og að bregðast við ákalli atvinnulífsins um skilvirkari þjónustu. Mikilvægi þessa kemur glögglega fram í drögum að Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022-2030. Þar segir meðal annars að ein helsta áskorunin sé tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið. Velferð og atvinnulífi í þágu borgarinnar Velferð og atvinnulíf borgarinnar eru ekki andstæðir pólar heldur mikilvægir þættir góðs og heilbrigðs samfélags. Við þurfum nýja nálgun og umgjörð þannig að þessir þættir styðji hvor við annan. Ég hef reynslu af þannig verkefnum. Traust og gott atvinnulíf skapar verðmæti og einfaldar lífið. Öflugt atvinnulíf og velferð tengjast órjúfanlegum böndum. Borgin á að einbeita sér með markvissari og gegnsærri hætti að velferðarmálum. Ég vil fleiri aðgerðir borgarinnar í þágu velferðar og atvinnulífs. Heilbrigða umgjörð um fyrirtæki Við þurfum að skapa heilbrigða og umgjörð um starfsemi fyrirtækja í borginni og einfalda ferli leyfa og umsókna. Viðreisn hefur óskað eftir því á Alþingi með þingsályktunartillögu um að farið verði í mat á því hvaða atvinnurekstur opinberra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins sem telst vera í samkeppni við einkaaðila sé nauðsynlegur til að þjóna sérstökum hagsmunum samfélagsins. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir því að ráðherra verði falið að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig skuli dregið úr þeim samkeppnisrekstri ríkisins sem ekki telst nauðsynlegur með tilliti til almannahagsmuna. Þetta þurfa sveitarfélög líka að gera. Góð atvinnustefna sveitarfélaga miðar að því að örva og efla sjálfstæð fyrirtæki, að verk séu unnin á gegnsæjan og hagkvæman hátt fyrir hið opinbera í gegnum vel skilgreind útboð. Ekki með því að stjórnsýslan þenjist út og dragi þar með þrótt út atvinnulífinu með því að sækja þaðan hæft starfsfólk. Góð atvinnustefna stuðlar þannig að hagkvæmni og skilvirkni fyrir hið opinbera og fyrir einkaaðila. Það þarf nýja nálgun í að leiða og stjórna borginni. Ég vil bretta upp ermar og vinna að því að koma hlutum í verk fyrir heimili og fyrirtæki í borginni. Ég óska eftir stuðningi þínum í fyrsta sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4.-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun