Tuchel: Þurftum að þjást en gáfum aldrei færi á okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 23:01 Thomas Tuchel segir að sigur sinna manna í kvöld hafi verið verðskuldaður. EPA-EFE/VICKIE FLORES Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var eðlilega ánægður með sigur sinna mann gegn Lille í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að þrátt fyrir erfiðan leik hafi sigurinn verið verðskuldaður. „Ef við værum enn með regluna um útivallarmörk þá væri þetta enn betra en við héldum hreinu enn eina ferðina og áttum þetta skilið,“ sagði Tuchel að leik loknum. „Við þurftum að leggja mikið á okkur til að koma í veg fyrir að þeir fengju færi því þeir eru með sterkt lið. Við vorum upp og niður með góð og ekki jafn góð augnablik, en við gáfum þeim aldrei góð færi. Við vorum góðir og unnum vel saman í erfiðum leik, en áttum sigurinn skilinn.“ „Við breyttum skipulaginu aðeins og vorum með þrjá á miðjunni. Við byrjuðum virkilega vel í seinni hálfleik en duttum svo aðeins niður eftir markið. Við vorum aðeins djúpir og ekki nógu hreyfanlegir í fremstu víglínu og þurftum að þjást aðeins en gáfum aldrei færi á okkur. Við vörðumst föstum leikatriðum vel og trúðum á verkefnið. Sýndum mikla baráttu ig skoruðum mjög gott seinna mark og fengum færi til að klára þetta með því þriðja.“ Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla, en Tuchel segist ekki vita hversu alvarlegt það er. „Ég veit það ekki. Ég hefði átt að taka Mateo Kovacic af velli í hálfleik. Ég hef ekki talað við læknateymið um Hakim [Ziyech], en ég vona að það sé ekki of alvarlegt.“ „Í dag er þriðjudagur og það eru enn margir dagar til að jafna sig fyrir sunnudaginn. Við viljum ekki hafa svona mörg meiðsli og þurfa þá að kalla á fleiri af bekknum og breyta skipulaginu. Ég vona að þeir verði klárir fyrir sunnudaginn,“ sagði Þjóðverjinn. Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skilaði enn einni stjörnuframmistöðunni fyrir Chelsea og var að launum valinn maður leiksins. Tuchel var að sjálfsögðu ánægður með sinn mann og hrósaði honum eftir leik. „Ég var virkilega ánægður með hann í dag. Þetta tók smá tíma. Hann er búinn að eiga aðeins erfitt með trúnna og ákafann í seinustu leikjum.“ „Það var gott að sjá hann stíga upp í dag. og maður sér strax hvaða áhrif hann hefur á leikinn. Hann er sá sem getur breytt leikjum fyrir okkur. Hann hafði gríðarleg áhrif á liðið í dag,“ sagði Tuchel að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
„Ef við værum enn með regluna um útivallarmörk þá væri þetta enn betra en við héldum hreinu enn eina ferðina og áttum þetta skilið,“ sagði Tuchel að leik loknum. „Við þurftum að leggja mikið á okkur til að koma í veg fyrir að þeir fengju færi því þeir eru með sterkt lið. Við vorum upp og niður með góð og ekki jafn góð augnablik, en við gáfum þeim aldrei góð færi. Við vorum góðir og unnum vel saman í erfiðum leik, en áttum sigurinn skilinn.“ „Við breyttum skipulaginu aðeins og vorum með þrjá á miðjunni. Við byrjuðum virkilega vel í seinni hálfleik en duttum svo aðeins niður eftir markið. Við vorum aðeins djúpir og ekki nógu hreyfanlegir í fremstu víglínu og þurftum að þjást aðeins en gáfum aldrei færi á okkur. Við vörðumst föstum leikatriðum vel og trúðum á verkefnið. Sýndum mikla baráttu ig skoruðum mjög gott seinna mark og fengum færi til að klára þetta með því þriðja.“ Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla, en Tuchel segist ekki vita hversu alvarlegt það er. „Ég veit það ekki. Ég hefði átt að taka Mateo Kovacic af velli í hálfleik. Ég hef ekki talað við læknateymið um Hakim [Ziyech], en ég vona að það sé ekki of alvarlegt.“ „Í dag er þriðjudagur og það eru enn margir dagar til að jafna sig fyrir sunnudaginn. Við viljum ekki hafa svona mörg meiðsli og þurfa þá að kalla á fleiri af bekknum og breyta skipulaginu. Ég vona að þeir verði klárir fyrir sunnudaginn,“ sagði Þjóðverjinn. Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skilaði enn einni stjörnuframmistöðunni fyrir Chelsea og var að launum valinn maður leiksins. Tuchel var að sjálfsögðu ánægður með sinn mann og hrósaði honum eftir leik. „Ég var virkilega ánægður með hann í dag. Þetta tók smá tíma. Hann er búinn að eiga aðeins erfitt með trúnna og ákafann í seinustu leikjum.“ „Það var gott að sjá hann stíga upp í dag. og maður sér strax hvaða áhrif hann hefur á leikinn. Hann er sá sem getur breytt leikjum fyrir okkur. Hann hafði gríðarleg áhrif á liðið í dag,“ sagði Tuchel að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira