Tuchel: Þurftum að þjást en gáfum aldrei færi á okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 23:01 Thomas Tuchel segir að sigur sinna manna í kvöld hafi verið verðskuldaður. EPA-EFE/VICKIE FLORES Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var eðlilega ánægður með sigur sinna mann gegn Lille í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að þrátt fyrir erfiðan leik hafi sigurinn verið verðskuldaður. „Ef við værum enn með regluna um útivallarmörk þá væri þetta enn betra en við héldum hreinu enn eina ferðina og áttum þetta skilið,“ sagði Tuchel að leik loknum. „Við þurftum að leggja mikið á okkur til að koma í veg fyrir að þeir fengju færi því þeir eru með sterkt lið. Við vorum upp og niður með góð og ekki jafn góð augnablik, en við gáfum þeim aldrei góð færi. Við vorum góðir og unnum vel saman í erfiðum leik, en áttum sigurinn skilinn.“ „Við breyttum skipulaginu aðeins og vorum með þrjá á miðjunni. Við byrjuðum virkilega vel í seinni hálfleik en duttum svo aðeins niður eftir markið. Við vorum aðeins djúpir og ekki nógu hreyfanlegir í fremstu víglínu og þurftum að þjást aðeins en gáfum aldrei færi á okkur. Við vörðumst föstum leikatriðum vel og trúðum á verkefnið. Sýndum mikla baráttu ig skoruðum mjög gott seinna mark og fengum færi til að klára þetta með því þriðja.“ Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla, en Tuchel segist ekki vita hversu alvarlegt það er. „Ég veit það ekki. Ég hefði átt að taka Mateo Kovacic af velli í hálfleik. Ég hef ekki talað við læknateymið um Hakim [Ziyech], en ég vona að það sé ekki of alvarlegt.“ „Í dag er þriðjudagur og það eru enn margir dagar til að jafna sig fyrir sunnudaginn. Við viljum ekki hafa svona mörg meiðsli og þurfa þá að kalla á fleiri af bekknum og breyta skipulaginu. Ég vona að þeir verði klárir fyrir sunnudaginn,“ sagði Þjóðverjinn. Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skilaði enn einni stjörnuframmistöðunni fyrir Chelsea og var að launum valinn maður leiksins. Tuchel var að sjálfsögðu ánægður með sinn mann og hrósaði honum eftir leik. „Ég var virkilega ánægður með hann í dag. Þetta tók smá tíma. Hann er búinn að eiga aðeins erfitt með trúnna og ákafann í seinustu leikjum.“ „Það var gott að sjá hann stíga upp í dag. og maður sér strax hvaða áhrif hann hefur á leikinn. Hann er sá sem getur breytt leikjum fyrir okkur. Hann hafði gríðarleg áhrif á liðið í dag,“ sagði Tuchel að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
„Ef við værum enn með regluna um útivallarmörk þá væri þetta enn betra en við héldum hreinu enn eina ferðina og áttum þetta skilið,“ sagði Tuchel að leik loknum. „Við þurftum að leggja mikið á okkur til að koma í veg fyrir að þeir fengju færi því þeir eru með sterkt lið. Við vorum upp og niður með góð og ekki jafn góð augnablik, en við gáfum þeim aldrei góð færi. Við vorum góðir og unnum vel saman í erfiðum leik, en áttum sigurinn skilinn.“ „Við breyttum skipulaginu aðeins og vorum með þrjá á miðjunni. Við byrjuðum virkilega vel í seinni hálfleik en duttum svo aðeins niður eftir markið. Við vorum aðeins djúpir og ekki nógu hreyfanlegir í fremstu víglínu og þurftum að þjást aðeins en gáfum aldrei færi á okkur. Við vörðumst föstum leikatriðum vel og trúðum á verkefnið. Sýndum mikla baráttu ig skoruðum mjög gott seinna mark og fengum færi til að klára þetta með því þriðja.“ Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla, en Tuchel segist ekki vita hversu alvarlegt það er. „Ég veit það ekki. Ég hefði átt að taka Mateo Kovacic af velli í hálfleik. Ég hef ekki talað við læknateymið um Hakim [Ziyech], en ég vona að það sé ekki of alvarlegt.“ „Í dag er þriðjudagur og það eru enn margir dagar til að jafna sig fyrir sunnudaginn. Við viljum ekki hafa svona mörg meiðsli og þurfa þá að kalla á fleiri af bekknum og breyta skipulaginu. Ég vona að þeir verði klárir fyrir sunnudaginn,“ sagði Þjóðverjinn. Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skilaði enn einni stjörnuframmistöðunni fyrir Chelsea og var að launum valinn maður leiksins. Tuchel var að sjálfsögðu ánægður með sinn mann og hrósaði honum eftir leik. „Ég var virkilega ánægður með hann í dag. Þetta tók smá tíma. Hann er búinn að eiga aðeins erfitt með trúnna og ákafann í seinustu leikjum.“ „Það var gott að sjá hann stíga upp í dag. og maður sér strax hvaða áhrif hann hefur á leikinn. Hann er sá sem getur breytt leikjum fyrir okkur. Hann hafði gríðarleg áhrif á liðið í dag,“ sagði Tuchel að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira