Nær aldrei bæst við fleiri íbúðir en í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 16:11 Framboð íbúða hefur snarlækkað undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi íbúða bættist við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins í fyrra og fjölgar íbúðum í byggingu, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Þó er óvist hvort framboðsaukningin sé næg miðað við núverandi aðstæður þar sem eftirspurn er mikil. Í fyrra bættust 2.192 nýjar íbúðir við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða fækkun upp á 355 íbúðir milli ára en á árinu 2020 bættust 2.547 nýjar íbúðir við húsnæðisstofninn. Var það mesti fjöldi sem sést hefur á einu ári frá upphafi gagnasöfnunar hjá Þjóðskrá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en aðeins tvisvar hafa fleiri íbúðir bæst við stofninn en í fyrra, eða árin 2007 og 2020. Að jafnaði hafa um 1.300 nýjar íbúðir bæst við markaðinn á hverju ári. Framboð þurfi að vera tryggt Um síðustu áramót voru alls 3.181 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, 2.659 í fjölbýli og 522 í sérbýli. Að sögn hagfræðideildarinnar er um að ræða aukningu upp á 567 íbúðir milli ára, eða 22%. Því megi reikna með að áfram komi talsvert af nýjum íbúðum inn á markaðinn í ár. „Þrátt fyrir það er spenna mikil á fasteignamarkaði og framboð virðist treglega geta mætt aukinni eftirspurn vegna lægri vaxta og breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldursins. Það er viðbúið að sú eftirspurn dragist saman eftir því sem vextir hækka, en þrátt fyrir það þarf framboðið að vera tryggt, ekki síst vegna örari fólksflutninga til landsins,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Að sögn Hagfræðideildar bankans má gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt sé að uppbygging sé stöðug og jöfn þar sem mikill fjöldi fólks flytji nú til landsins og skapi þrýsting á húsnæðismarkað. Mest er um að ræða erlenda ríkisborgara sem koma hingað til starfa. „Sú mikla eftirspurn sem hefur ríkt eftir íbúðum til kaupa síðustu misseri vegna lágra vaxta og skorts á öðrum fjárfestingarkostum gæti þó farið dvínandi eftir því sem vextir hækka. Því er mikilvægt að ekki séu byggðar íbúðir með það að leiðarljósi að sú eftirspurn haldist áfram jafn sterk.“ Fasteignamarkaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Í fyrra bættust 2.192 nýjar íbúðir við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða fækkun upp á 355 íbúðir milli ára en á árinu 2020 bættust 2.547 nýjar íbúðir við húsnæðisstofninn. Var það mesti fjöldi sem sést hefur á einu ári frá upphafi gagnasöfnunar hjá Þjóðskrá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en aðeins tvisvar hafa fleiri íbúðir bæst við stofninn en í fyrra, eða árin 2007 og 2020. Að jafnaði hafa um 1.300 nýjar íbúðir bæst við markaðinn á hverju ári. Framboð þurfi að vera tryggt Um síðustu áramót voru alls 3.181 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, 2.659 í fjölbýli og 522 í sérbýli. Að sögn hagfræðideildarinnar er um að ræða aukningu upp á 567 íbúðir milli ára, eða 22%. Því megi reikna með að áfram komi talsvert af nýjum íbúðum inn á markaðinn í ár. „Þrátt fyrir það er spenna mikil á fasteignamarkaði og framboð virðist treglega geta mætt aukinni eftirspurn vegna lægri vaxta og breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldursins. Það er viðbúið að sú eftirspurn dragist saman eftir því sem vextir hækka, en þrátt fyrir það þarf framboðið að vera tryggt, ekki síst vegna örari fólksflutninga til landsins,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Að sögn Hagfræðideildar bankans má gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt sé að uppbygging sé stöðug og jöfn þar sem mikill fjöldi fólks flytji nú til landsins og skapi þrýsting á húsnæðismarkað. Mest er um að ræða erlenda ríkisborgara sem koma hingað til starfa. „Sú mikla eftirspurn sem hefur ríkt eftir íbúðum til kaupa síðustu misseri vegna lágra vaxta og skorts á öðrum fjárfestingarkostum gæti þó farið dvínandi eftir því sem vextir hækka. Því er mikilvægt að ekki séu byggðar íbúðir með það að leiðarljósi að sú eftirspurn haldist áfram jafn sterk.“
Fasteignamarkaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira