Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2022 14:57 Fimleikaáhöld sem fyrir óveðrið voru inni í Hamarshöllinni. Nú er höllin fokin. Friðrik Sigurbjörnsson Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. „Eftir nokkur símtöl og skilaboð var ljóst að Hamarshöllin væri stórkostlega löskuð og bíðum við nú eftir því að veður sloti svo hægt verði að fara inn og bjarga verðmætum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook. „Húsið hefur þjónað öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars en Knattspyrnudeild, Fimleikadeild og Badmintondeild hafa nær eingöngu starfsemi sína þar á meðan Körfuknattleiksdeild og Blakdeild deila með sér Íþróttahúsinu við Skólamörk.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndefnið að neðan í Hveragerði fyrir hádegið. Þá glími sunddeildin við önnurs konar vandamál í Sundlauginni Laugaskarði. Þar hafa endurbætur staðið yfir og lauk síðastliðið sumar. Þó er enn vandamál varðandi vatnið í lauginni sem hefur verið með kaldara móti undanfarið. Þórhallur segist hafa farið upp að grunni Hamarshallarinnar í morgun til að skoða ástandið. Ljóst sé að áfallið sé gríðarlegt. „Tæki og tól deildanna eru nú óvarin gegn veðuröflunum og hafa skemmst eða eru að skemmast og óvíst er hvort tryggingar nái yfir þau. Ekki lítur út fyrir að Hamarshöllinn verði auðveldlega komið upp aftur þar sem dúkurinn er rifinn á nokkrum stöðum, ljós bogin og skemmd o.fl.“ Hamarshöllin hafi þjónað ótrúlega breiðum hópi til þessa. „Fyrir utan íþróttafélagið hafa eldri borgarar hist reglulega þar sér til heilsubótar. Púttvöllur svæðisins og æfingasvæði fyrir kylfinga hafa verið mikilvæg fyrir Golfklúbb Hveragerðis og púttmótin sérlega vinsæl. Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og mót hafa verið haldin reglulega í húsinu og ljóst að bæjarfélagið hefur misst mikið ef Höllin rís ekki á ný.“ Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius Íþróttafélagið Hamar, sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu, hafi í gegnum árin haft öflugan hóp sjálfboðaliða og ýmsa velunnara sem hafi hjálpað félaginu og unnið þrekvirki við krefjandi aðstæður. Það er ljóst að við munum þurfa að virkja þennan hóp vel með okkur á árinu til að vinna okkur í gegnum „þessa erfiðleika. En eitt skref í einu, áfram gakk. Áfram Hamar!“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, telur tjónið hlaupa á hundruð milljónum króna. Um sé að ræða mikið áfall fyrir samfélagið. Nágrannabæjarfélög hafi þegar haft samband og boðið iðkendum inni í öðrum íþróttahúsum. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að reisa húsið á sínum tíma í ljósi þess hvernig fór bendir hún á að húsið hafi staðið í tíu ár og þjónað sínum tilgangi. Hveragerði Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Hamar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
„Eftir nokkur símtöl og skilaboð var ljóst að Hamarshöllin væri stórkostlega löskuð og bíðum við nú eftir því að veður sloti svo hægt verði að fara inn og bjarga verðmætum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook. „Húsið hefur þjónað öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars en Knattspyrnudeild, Fimleikadeild og Badmintondeild hafa nær eingöngu starfsemi sína þar á meðan Körfuknattleiksdeild og Blakdeild deila með sér Íþróttahúsinu við Skólamörk.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndefnið að neðan í Hveragerði fyrir hádegið. Þá glími sunddeildin við önnurs konar vandamál í Sundlauginni Laugaskarði. Þar hafa endurbætur staðið yfir og lauk síðastliðið sumar. Þó er enn vandamál varðandi vatnið í lauginni sem hefur verið með kaldara móti undanfarið. Þórhallur segist hafa farið upp að grunni Hamarshallarinnar í morgun til að skoða ástandið. Ljóst sé að áfallið sé gríðarlegt. „Tæki og tól deildanna eru nú óvarin gegn veðuröflunum og hafa skemmst eða eru að skemmast og óvíst er hvort tryggingar nái yfir þau. Ekki lítur út fyrir að Hamarshöllinn verði auðveldlega komið upp aftur þar sem dúkurinn er rifinn á nokkrum stöðum, ljós bogin og skemmd o.fl.“ Hamarshöllin hafi þjónað ótrúlega breiðum hópi til þessa. „Fyrir utan íþróttafélagið hafa eldri borgarar hist reglulega þar sér til heilsubótar. Púttvöllur svæðisins og æfingasvæði fyrir kylfinga hafa verið mikilvæg fyrir Golfklúbb Hveragerðis og púttmótin sérlega vinsæl. Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og mót hafa verið haldin reglulega í húsinu og ljóst að bæjarfélagið hefur misst mikið ef Höllin rís ekki á ný.“ Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius Íþróttafélagið Hamar, sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu, hafi í gegnum árin haft öflugan hóp sjálfboðaliða og ýmsa velunnara sem hafi hjálpað félaginu og unnið þrekvirki við krefjandi aðstæður. Það er ljóst að við munum þurfa að virkja þennan hóp vel með okkur á árinu til að vinna okkur í gegnum „þessa erfiðleika. En eitt skref í einu, áfram gakk. Áfram Hamar!“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, telur tjónið hlaupa á hundruð milljónum króna. Um sé að ræða mikið áfall fyrir samfélagið. Nágrannabæjarfélög hafi þegar haft samband og boðið iðkendum inni í öðrum íþróttahúsum. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að reisa húsið á sínum tíma í ljósi þess hvernig fór bendir hún á að húsið hafi staðið í tíu ár og þjónað sínum tilgangi.
Hveragerði Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Hamar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira