Borgarskipulag gegn félagslegri einangrun Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 12:01 Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Ég viðurkenni að til að byrja með fannst mér þetta ekki hljóma neitt sérstaklega spennandi, en ég ákvað að mæta, ég átti nefnilega ruslatínslukló sem ég keypti einhverntímann af hvatvísi og hafði ekki verið notuð í annað en að stríða kettinum og ná smáhlutum undan sófanum. Ég hitti fólkið á tilgreindum samkomustað og við skiptum liði, hreinsuðum götuna og spjölluðum aðeins að því loknu. Þetta kann að hljóma ómerkilega, en það sem kom mér á óvart voru mín eigin tilfinningalegu viðbrögð við þessum atburðum. Ég upplfiði einhvers konar lífsfyllingu sem var mér áður ókunn. Að fara út og vinna að sameiginlegu markmiði með nágrönnunum, því sameiginlega markmiði að gera nærumhverfi okkar betra, er eitthvað sem hafði ekki verið reglulegur hluti af lífi mínu. Ég vissi ekki að þetta var það sem mig hafði vantað til að hrekja tómleikatilfinningu hversdagsins á brott. Ég áttaði mig líka á því að ég þekki nágranna mína ekki neitt. Ég var búin að búa í þessari götu í meira en ár og hafði aldrei séð þetta fólk áður. Margir lesendur kannast eflaust við einlægu gleðina sem fylgir því að hjálpa ókunnugum að losa bíl sem situr fastur í snjó. Þetta er ánægjan sem manneskjan finnur af því að lifa í samfélagi við aðra. Þetta er líka ánægjan sem manneskja í nútímasamfélagi skortir of oft. Við erum tengdari en við höfum nokkurn tímann verið, í gegn um netið, en samt erum við meira einmanna. Okkur er hætt við að einangrast inni í íbúðunum okkar, í bílunum okkar, við höfum jafnvel aldrei horft framan í nágranna okkar. Okkar daglega líf ýtir undir það að við einangrumst. Ég vil skapa borgarumhverfi sem eykur möguleika fólks á því að mynda tegsl við nærumhverfi sitt og fólkið í kring um sig. Ég er ekki að segja að lausnin sé endilega að fólk festi bílana sína í snjó eða ruslatínsla í borgarlandinu fari alfarið fram á þann hátt sem ég nefndi áðan, en ég held að lausnin liggi í þeim mörgu hlutum sem við getum gert til að gera borgarumhverfið manneskjuvænna. Til dæmis með efldum hverfiskjörnum þar sem fólk getur sótt þjónustu og samveru, með almannarýmum skipulögðum með það í huga að þar líði fólki þægilega og það geti hugsað sér að verja tíma sínum þar, með því að setja aðgengi fyrir öll í algjöran forgang, svo engin þurfi að einangrast og með því að gera fólki auðveldara fyrir að ferðast á tveimur jafnfljótum, með barnavagna, á hjóli, með almenningssamgöngum. Íslenska þjóðarsálin þjáist af eitruðu sjálfstæði, hún öskrar „ÉG GET SJÁLF“ í stað þess að biðja um hjálp, þó hún augljóslega geti ekki sjálf. Hugsanlega hefur þetta hugarfar átt einhvern þátt í að móta borgarskipulagið. Þessari menningu verður ekki breytt á einum degi, en ég trúi því að borgarumhverfi geti (og ætti!) verið hannað þannig að leið samfélagsins verði greidd að aukinni samvinnu og náungakærleik, enda er samfélag við aðra mannskepnunni lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir þrjósku þjóðarsálarinnar er þessi speki okkur alls ekki ókunn, eins og segir í Hávamálum: Ungur var eg forðum,fór eg einn saman,þá varð eg villur vega,auðigur þóttumster eg annan fann,maður er manns gaman. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Félagsmál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Ég viðurkenni að til að byrja með fannst mér þetta ekki hljóma neitt sérstaklega spennandi, en ég ákvað að mæta, ég átti nefnilega ruslatínslukló sem ég keypti einhverntímann af hvatvísi og hafði ekki verið notuð í annað en að stríða kettinum og ná smáhlutum undan sófanum. Ég hitti fólkið á tilgreindum samkomustað og við skiptum liði, hreinsuðum götuna og spjölluðum aðeins að því loknu. Þetta kann að hljóma ómerkilega, en það sem kom mér á óvart voru mín eigin tilfinningalegu viðbrögð við þessum atburðum. Ég upplfiði einhvers konar lífsfyllingu sem var mér áður ókunn. Að fara út og vinna að sameiginlegu markmiði með nágrönnunum, því sameiginlega markmiði að gera nærumhverfi okkar betra, er eitthvað sem hafði ekki verið reglulegur hluti af lífi mínu. Ég vissi ekki að þetta var það sem mig hafði vantað til að hrekja tómleikatilfinningu hversdagsins á brott. Ég áttaði mig líka á því að ég þekki nágranna mína ekki neitt. Ég var búin að búa í þessari götu í meira en ár og hafði aldrei séð þetta fólk áður. Margir lesendur kannast eflaust við einlægu gleðina sem fylgir því að hjálpa ókunnugum að losa bíl sem situr fastur í snjó. Þetta er ánægjan sem manneskjan finnur af því að lifa í samfélagi við aðra. Þetta er líka ánægjan sem manneskja í nútímasamfélagi skortir of oft. Við erum tengdari en við höfum nokkurn tímann verið, í gegn um netið, en samt erum við meira einmanna. Okkur er hætt við að einangrast inni í íbúðunum okkar, í bílunum okkar, við höfum jafnvel aldrei horft framan í nágranna okkar. Okkar daglega líf ýtir undir það að við einangrumst. Ég vil skapa borgarumhverfi sem eykur möguleika fólks á því að mynda tegsl við nærumhverfi sitt og fólkið í kring um sig. Ég er ekki að segja að lausnin sé endilega að fólk festi bílana sína í snjó eða ruslatínsla í borgarlandinu fari alfarið fram á þann hátt sem ég nefndi áðan, en ég held að lausnin liggi í þeim mörgu hlutum sem við getum gert til að gera borgarumhverfið manneskjuvænna. Til dæmis með efldum hverfiskjörnum þar sem fólk getur sótt þjónustu og samveru, með almannarýmum skipulögðum með það í huga að þar líði fólki þægilega og það geti hugsað sér að verja tíma sínum þar, með því að setja aðgengi fyrir öll í algjöran forgang, svo engin þurfi að einangrast og með því að gera fólki auðveldara fyrir að ferðast á tveimur jafnfljótum, með barnavagna, á hjóli, með almenningssamgöngum. Íslenska þjóðarsálin þjáist af eitruðu sjálfstæði, hún öskrar „ÉG GET SJÁLF“ í stað þess að biðja um hjálp, þó hún augljóslega geti ekki sjálf. Hugsanlega hefur þetta hugarfar átt einhvern þátt í að móta borgarskipulagið. Þessari menningu verður ekki breytt á einum degi, en ég trúi því að borgarumhverfi geti (og ætti!) verið hannað þannig að leið samfélagsins verði greidd að aukinni samvinnu og náungakærleik, enda er samfélag við aðra mannskepnunni lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir þrjósku þjóðarsálarinnar er þessi speki okkur alls ekki ókunn, eins og segir í Hávamálum: Ungur var eg forðum,fór eg einn saman,þá varð eg villur vega,auðigur þóttumster eg annan fann,maður er manns gaman. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun