Ein besta handboltakona heims flytur heim til að vera nær krabbameinsveikri systur sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2022 16:01 Isabelle Gulldén hefur fjórum sinnum verið valin handboltakona ársins í Svíþjóð og var valin besti leikmaður í sögu sænsku úrvalsdeildarinnar. getty/Rafal Rusek Ein þekktasta handboltakona heims og líklega besta handboltakona Svíþjóðar fyrr og síðar, Isabelle Gulldén, gengur í raðir Íslendingaliðsins Lugi eftir tímabilið. Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur leika með Lugi sem er í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Þóra kom til Lugi í sumar en Lilja í byrjun þessa mánaðar. Þær komu báðar frá Val. Gulldén hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lugi og kemur til liðsins frá Evrópumeisturum Vipers Kristiansand í Noregi eftir tímabilið. Í viðtali við Aftonbladet greinir Gulldén frá því að hún hafi ákveðið að flytja aftur heim til Svíþjóðar til að geta verið nær yngri systur sinni sem greindist með leghálskrabbamein í byrjun nóvember á síðasta ári. Rebecca Gulldén, sem er tveimur árum yngri en Isabelle, býr í Lundi þar sem Lugi er staðsett. „Þetta er ágengt og hefur dreift sér. Þú veist aldrei hvernig hlutirnir fara. Hún hefur svarað meðferðinni vel hingað til og vonandi heldur það áfram. En þú veist aldrei. Þetta er þungt. Handboltinn skiptir svo litlu máli í svona stöðu,“ sagði Gulldén. Hún hefur um langt árabil verið einn besti leikmaður heims og unnið fjölda titla með félagsliðum sínum, meðal annars Meistaradeild Evrópu með rúmenska liðinu CSM Bucuresti 2016. Þá hefur hún orðið landsmeistari í Svíþjóð, Danmörku, Rúmeníu og Frakklandi. Hin 32 ára Gulldén lagði landsliðskóna á hilluna eftir EM 2020. Hún var í sænska liðinu sem lenti í 2. sæti á EM 2010 og 3. sæti 2014. Hún var valin besti leikmaður EM 2014 og var markahæst á mótinu. Gulldén yfirgaf Sävehof 2011 og hefur ekki leikið í Svíþjóð síðan. Hún snýr því aftur til heimalandsins í sumar eftir ellefu ára fjarveru. Gulldén lék með Viborg í Danmörku á árunum 2011-15, CSM Bucuresti 2015-18, Brest í Frakklandi 2018-21 og hefur verið hjá Vipers Kristiansand síðan í sumar. Sænski handboltinn Svíþjóð Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur leika með Lugi sem er í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Þóra kom til Lugi í sumar en Lilja í byrjun þessa mánaðar. Þær komu báðar frá Val. Gulldén hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lugi og kemur til liðsins frá Evrópumeisturum Vipers Kristiansand í Noregi eftir tímabilið. Í viðtali við Aftonbladet greinir Gulldén frá því að hún hafi ákveðið að flytja aftur heim til Svíþjóðar til að geta verið nær yngri systur sinni sem greindist með leghálskrabbamein í byrjun nóvember á síðasta ári. Rebecca Gulldén, sem er tveimur árum yngri en Isabelle, býr í Lundi þar sem Lugi er staðsett. „Þetta er ágengt og hefur dreift sér. Þú veist aldrei hvernig hlutirnir fara. Hún hefur svarað meðferðinni vel hingað til og vonandi heldur það áfram. En þú veist aldrei. Þetta er þungt. Handboltinn skiptir svo litlu máli í svona stöðu,“ sagði Gulldén. Hún hefur um langt árabil verið einn besti leikmaður heims og unnið fjölda titla með félagsliðum sínum, meðal annars Meistaradeild Evrópu með rúmenska liðinu CSM Bucuresti 2016. Þá hefur hún orðið landsmeistari í Svíþjóð, Danmörku, Rúmeníu og Frakklandi. Hin 32 ára Gulldén lagði landsliðskóna á hilluna eftir EM 2020. Hún var í sænska liðinu sem lenti í 2. sæti á EM 2010 og 3. sæti 2014. Hún var valin besti leikmaður EM 2014 og var markahæst á mótinu. Gulldén yfirgaf Sävehof 2011 og hefur ekki leikið í Svíþjóð síðan. Hún snýr því aftur til heimalandsins í sumar eftir ellefu ára fjarveru. Gulldén lék með Viborg í Danmörku á árunum 2011-15, CSM Bucuresti 2015-18, Brest í Frakklandi 2018-21 og hefur verið hjá Vipers Kristiansand síðan í sumar.
Sænski handboltinn Svíþjóð Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira