Ein besta handboltakona heims flytur heim til að vera nær krabbameinsveikri systur sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2022 16:01 Isabelle Gulldén hefur fjórum sinnum verið valin handboltakona ársins í Svíþjóð og var valin besti leikmaður í sögu sænsku úrvalsdeildarinnar. getty/Rafal Rusek Ein þekktasta handboltakona heims og líklega besta handboltakona Svíþjóðar fyrr og síðar, Isabelle Gulldén, gengur í raðir Íslendingaliðsins Lugi eftir tímabilið. Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur leika með Lugi sem er í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Þóra kom til Lugi í sumar en Lilja í byrjun þessa mánaðar. Þær komu báðar frá Val. Gulldén hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lugi og kemur til liðsins frá Evrópumeisturum Vipers Kristiansand í Noregi eftir tímabilið. Í viðtali við Aftonbladet greinir Gulldén frá því að hún hafi ákveðið að flytja aftur heim til Svíþjóðar til að geta verið nær yngri systur sinni sem greindist með leghálskrabbamein í byrjun nóvember á síðasta ári. Rebecca Gulldén, sem er tveimur árum yngri en Isabelle, býr í Lundi þar sem Lugi er staðsett. „Þetta er ágengt og hefur dreift sér. Þú veist aldrei hvernig hlutirnir fara. Hún hefur svarað meðferðinni vel hingað til og vonandi heldur það áfram. En þú veist aldrei. Þetta er þungt. Handboltinn skiptir svo litlu máli í svona stöðu,“ sagði Gulldén. Hún hefur um langt árabil verið einn besti leikmaður heims og unnið fjölda titla með félagsliðum sínum, meðal annars Meistaradeild Evrópu með rúmenska liðinu CSM Bucuresti 2016. Þá hefur hún orðið landsmeistari í Svíþjóð, Danmörku, Rúmeníu og Frakklandi. Hin 32 ára Gulldén lagði landsliðskóna á hilluna eftir EM 2020. Hún var í sænska liðinu sem lenti í 2. sæti á EM 2010 og 3. sæti 2014. Hún var valin besti leikmaður EM 2014 og var markahæst á mótinu. Gulldén yfirgaf Sävehof 2011 og hefur ekki leikið í Svíþjóð síðan. Hún snýr því aftur til heimalandsins í sumar eftir ellefu ára fjarveru. Gulldén lék með Viborg í Danmörku á árunum 2011-15, CSM Bucuresti 2015-18, Brest í Frakklandi 2018-21 og hefur verið hjá Vipers Kristiansand síðan í sumar. Sænski handboltinn Svíþjóð Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Sjá meira
Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur leika með Lugi sem er í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Þóra kom til Lugi í sumar en Lilja í byrjun þessa mánaðar. Þær komu báðar frá Val. Gulldén hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lugi og kemur til liðsins frá Evrópumeisturum Vipers Kristiansand í Noregi eftir tímabilið. Í viðtali við Aftonbladet greinir Gulldén frá því að hún hafi ákveðið að flytja aftur heim til Svíþjóðar til að geta verið nær yngri systur sinni sem greindist með leghálskrabbamein í byrjun nóvember á síðasta ári. Rebecca Gulldén, sem er tveimur árum yngri en Isabelle, býr í Lundi þar sem Lugi er staðsett. „Þetta er ágengt og hefur dreift sér. Þú veist aldrei hvernig hlutirnir fara. Hún hefur svarað meðferðinni vel hingað til og vonandi heldur það áfram. En þú veist aldrei. Þetta er þungt. Handboltinn skiptir svo litlu máli í svona stöðu,“ sagði Gulldén. Hún hefur um langt árabil verið einn besti leikmaður heims og unnið fjölda titla með félagsliðum sínum, meðal annars Meistaradeild Evrópu með rúmenska liðinu CSM Bucuresti 2016. Þá hefur hún orðið landsmeistari í Svíþjóð, Danmörku, Rúmeníu og Frakklandi. Hin 32 ára Gulldén lagði landsliðskóna á hilluna eftir EM 2020. Hún var í sænska liðinu sem lenti í 2. sæti á EM 2010 og 3. sæti 2014. Hún var valin besti leikmaður EM 2014 og var markahæst á mótinu. Gulldén yfirgaf Sävehof 2011 og hefur ekki leikið í Svíþjóð síðan. Hún snýr því aftur til heimalandsins í sumar eftir ellefu ára fjarveru. Gulldén lék með Viborg í Danmörku á árunum 2011-15, CSM Bucuresti 2015-18, Brest í Frakklandi 2018-21 og hefur verið hjá Vipers Kristiansand síðan í sumar.
Sænski handboltinn Svíþjóð Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Sjá meira