Tónlistarborgin Alexandra Briem skrifar 21. febrúar 2022 14:30 Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Það sem var strax augljóst var að það vantar meira framboð á tónlistarkennslu, það þarf að jafna tækifæri barna til að stunda tónlistarnám, draga úr kostnaðarþátttöku foreldra og það þarf að stuðla að jafnari dreifingu tónlistarkennslu milli borgarhluta. Annað sem var augljóst var Reykjavík býr í dag að ákveðnu fjöreggi sem við viljum ekki glata. Tónlistarskólar og skólahljómsveitir eru að skila mjög öflugu og góðu starfi, sem er ekki bara gott fyrir þau sem fá að njóta þess sjálf, heldur stuðlar líka að því að við hin búum í borg sem hefur af að státa öflugu tónlistarfólki á heimsmælikvarða. Hljómsveitum, einstöku tónlistarfólki, og líka höfundum tónlistar og öðrum sem leggja frekar fyrir sig útsetningu eða hljóðblöndun. Þetta er mikill menningarauður sem ég vil ekki hugsa til að missa. Stefnan miðar að því að efla tækifæri barna til tónlistarnáms, búa til hvata til þess að nýta frekar möguleika samspils og hópkennslu, og nýta betur tæknina. Á sama tíma þarf að fjölga plássum, bæði í tónlistarskólum og í skólahljómsveitum borgarinnar. Það er óheppilegt að stefnumótunin sem fór í gang á vissum uppgangstíma árið 2019, við gengum stórhuga til leiks. En þegar vinnunni lauk 2021 var einfaldlega allt önnur tíð. Mikið tekjufall, fjölgun á fjárhagsaðstoð og óvissa um framtíðina. Það svigrúm sem við höfðum fór í að efla velferðarþjónustu, bregðast við í skólaþjónustu og fara í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi. Það var því erfitt að geta ekki farið eins kröftuglega af stað og lagt hafði verið upp með. Núna er yfirstandandi gerð aðgerðaáætlunar til að innleiða áherslur stefnunnar. Við náðum að koma tveimur áherslum til framkvæmdar í fjárhagsáætlun ársins 2022, en það eru annars vegar tilraunaverkefni um stofnun hverfiskóra í tveimur hverfum. Hitt tilraunaverkefnið snýst um fría hópkennslu í hljóðfæraleik. Þessi verkefni eru þannig að með þeim næst mikill árangur tiltölulega hratt án þess að þarfnast mikils kostnaðar í upphafi. En það skiptir gífurlega miklu máli að þessi stefna gleymist ekki, að innleiðingin fari í gang af krafti þegar svigrúm eykst. Við viljum áfram búa í öflugri tónlistarborg. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Reykjavík Skóla - og menntamál Tónlist Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Tónlistarnám Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Það sem var strax augljóst var að það vantar meira framboð á tónlistarkennslu, það þarf að jafna tækifæri barna til að stunda tónlistarnám, draga úr kostnaðarþátttöku foreldra og það þarf að stuðla að jafnari dreifingu tónlistarkennslu milli borgarhluta. Annað sem var augljóst var Reykjavík býr í dag að ákveðnu fjöreggi sem við viljum ekki glata. Tónlistarskólar og skólahljómsveitir eru að skila mjög öflugu og góðu starfi, sem er ekki bara gott fyrir þau sem fá að njóta þess sjálf, heldur stuðlar líka að því að við hin búum í borg sem hefur af að státa öflugu tónlistarfólki á heimsmælikvarða. Hljómsveitum, einstöku tónlistarfólki, og líka höfundum tónlistar og öðrum sem leggja frekar fyrir sig útsetningu eða hljóðblöndun. Þetta er mikill menningarauður sem ég vil ekki hugsa til að missa. Stefnan miðar að því að efla tækifæri barna til tónlistarnáms, búa til hvata til þess að nýta frekar möguleika samspils og hópkennslu, og nýta betur tæknina. Á sama tíma þarf að fjölga plássum, bæði í tónlistarskólum og í skólahljómsveitum borgarinnar. Það er óheppilegt að stefnumótunin sem fór í gang á vissum uppgangstíma árið 2019, við gengum stórhuga til leiks. En þegar vinnunni lauk 2021 var einfaldlega allt önnur tíð. Mikið tekjufall, fjölgun á fjárhagsaðstoð og óvissa um framtíðina. Það svigrúm sem við höfðum fór í að efla velferðarþjónustu, bregðast við í skólaþjónustu og fara í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi. Það var því erfitt að geta ekki farið eins kröftuglega af stað og lagt hafði verið upp með. Núna er yfirstandandi gerð aðgerðaáætlunar til að innleiða áherslur stefnunnar. Við náðum að koma tveimur áherslum til framkvæmdar í fjárhagsáætlun ársins 2022, en það eru annars vegar tilraunaverkefni um stofnun hverfiskóra í tveimur hverfum. Hitt tilraunaverkefnið snýst um fría hópkennslu í hljóðfæraleik. Þessi verkefni eru þannig að með þeim næst mikill árangur tiltölulega hratt án þess að þarfnast mikils kostnaðar í upphafi. En það skiptir gífurlega miklu máli að þessi stefna gleymist ekki, að innleiðingin fari í gang af krafti þegar svigrúm eykst. Við viljum áfram búa í öflugri tónlistarborg. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar