Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Eiður Þór Árnason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. febrúar 2022 14:34 Enn ein lægðin skellur á landinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. Samhæfingarmiðstöð almannavarna verður starfrækt frá og með þeim tíma og fram til morguns. Talsverð hætta er á foktjóni auk þess sem samgöngur geta verið erfiðar um tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Veðurstofa Íslands hefur fært veðurviðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Stutt frá síðasta óveðri Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan stormi eða roki 20 til 30 m/s. Þá má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu og getur snjórinn valdið ófærð á götum. Þá er ekkert ferðaveður á Suðurlandi og Faxaflóa á meðan viðvörunin gildir. Einungis tvær vikur eru frá því að hættustigi almannavarna var lýst yfir vegna óveðurs um allt land og samhæfingarstöð virkjuð. Almannavarnir geta virkjað þrjú stig í áætlun sinni: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.
Samhæfingarmiðstöð almannavarna verður starfrækt frá og með þeim tíma og fram til morguns. Talsverð hætta er á foktjóni auk þess sem samgöngur geta verið erfiðar um tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Veðurstofa Íslands hefur fært veðurviðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Stutt frá síðasta óveðri Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan stormi eða roki 20 til 30 m/s. Þá má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu og getur snjórinn valdið ófærð á götum. Þá er ekkert ferðaveður á Suðurlandi og Faxaflóa á meðan viðvörunin gildir. Einungis tvær vikur eru frá því að hættustigi almannavarna var lýst yfir vegna óveðurs um allt land og samhæfingarstöð virkjuð. Almannavarnir geta virkjað þrjú stig í áætlun sinni: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.
Veður Almannavarnir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55