„Ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. febrúar 2022 15:20 Fjórar deildir eru á leikskólanum. Stykkishólmsbær Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. Sigrún Þórsteinsdóttir segir að leikskólinn hafi hingað til sloppið vel í faraldrinum og ekki þurft að skerða skólastarf. „Þá kemur þetta bara í þessari rosalegu bylgju. Þetta er greinilega rosalega smitandi og við erum alltaf með börnin í fanginu svo það mátti sennilega búast við þessu.“ „Það eru mikil veikindi hérna, bæði hjá starfsfólki og börnum, en við opnuðum bara og biðlum til fólks að vera heima eins og það getur,“ bætir Sigrún við. Þá var opnunartími skertur lítillega. Foreldrar tóku vel í þessa beiðni og voru einungis fimmtán börn mætt í morgun en þau eru að jafnaði 85 talsins á leikskólanum í Stykkishólmi. Þó nokkuð af börnum er í einangrun vegna Covid-19 en Sigrún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mörg þau eru. „Vonandi tekur þetta ekki langan tíma en ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin.“ Þegar leikskólastjóri er búin að fá 14 fjarveru tilkynningar á sunnudegi, þá má hún leggjast í fósturstellingu með súkkulaði, eru það ekki örugglega reglurnar?— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) February 20, 2022 Löng bið eftir PCR Sigrún segir að margir starfsmenn bíði eftir því að fá niðurstöðu úr PCR-prófi. Þá hjálpi ekki að löng bið hafi verið eftir niðurstöðum að undanförnu vegna mikils álags við greiningu. „Þetta tekur of langan tíma svo maður stólar einhvern veginn á heimaprófin sem eru auðvitað ekki hundrað prósent.“ „Svo bara sjáum við hvort ég fái fleiri tilkynningar. Við vorum að grínast með það við ætluðum að keppast um hver yrði síðastur að fá Covid hérna. En maður bara vinnur úr þessu eins og allir hafa gert í þessum faraldri, það er ekki annað hægt að gera,“ bætir Sigrún við. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á seinustu daga segist hún aldrei hafa fundið fyrir vonleysi. „Við höfum alltaf einhver ráð. Það harðasta er þá að loka en við auðvitað reynum að gera það ekki. Ekki á meðan við erum þó með þessa starfsmenn í húsinu.“ Sigrún er þakklát fyrir stuðning íbúa í Stykkishólmi.Vísir/Jóhann Enginn til að manna eldhúsið Sigrún er þakklát fyrir stuðning samfélagsins á tímum sem þessum. „Foreldrahópurinn hefur alltaf staðið rosalega vel með okkur og við bara staðið saman alveg sama hvað það er, það hefur aldrei verið neitt vandamál og það er eins með bæinn.“ Í samræmi við það hafi eigendur veitingastaðar í dag boðist til að útbúa hádegismat fyrir skólann en báðir matráðar skólans eru nú fjarverandi. Sigrún bendir réttilega á að hennar leikskóli sé ekki sá eini sem hafi þurft að glíma við veiruna að undanförnu. Starfsemi leikskóla og vinnustaða hefur víða verið skert í einhvern tíma. „Ég hef aldrei lent í neinu svona en við höfum þetta af,“ segir leikskólastjórinn að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Sigrún Þórsteinsdóttir segir að leikskólinn hafi hingað til sloppið vel í faraldrinum og ekki þurft að skerða skólastarf. „Þá kemur þetta bara í þessari rosalegu bylgju. Þetta er greinilega rosalega smitandi og við erum alltaf með börnin í fanginu svo það mátti sennilega búast við þessu.“ „Það eru mikil veikindi hérna, bæði hjá starfsfólki og börnum, en við opnuðum bara og biðlum til fólks að vera heima eins og það getur,“ bætir Sigrún við. Þá var opnunartími skertur lítillega. Foreldrar tóku vel í þessa beiðni og voru einungis fimmtán börn mætt í morgun en þau eru að jafnaði 85 talsins á leikskólanum í Stykkishólmi. Þó nokkuð af börnum er í einangrun vegna Covid-19 en Sigrún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mörg þau eru. „Vonandi tekur þetta ekki langan tíma en ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin.“ Þegar leikskólastjóri er búin að fá 14 fjarveru tilkynningar á sunnudegi, þá má hún leggjast í fósturstellingu með súkkulaði, eru það ekki örugglega reglurnar?— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) February 20, 2022 Löng bið eftir PCR Sigrún segir að margir starfsmenn bíði eftir því að fá niðurstöðu úr PCR-prófi. Þá hjálpi ekki að löng bið hafi verið eftir niðurstöðum að undanförnu vegna mikils álags við greiningu. „Þetta tekur of langan tíma svo maður stólar einhvern veginn á heimaprófin sem eru auðvitað ekki hundrað prósent.“ „Svo bara sjáum við hvort ég fái fleiri tilkynningar. Við vorum að grínast með það við ætluðum að keppast um hver yrði síðastur að fá Covid hérna. En maður bara vinnur úr þessu eins og allir hafa gert í þessum faraldri, það er ekki annað hægt að gera,“ bætir Sigrún við. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á seinustu daga segist hún aldrei hafa fundið fyrir vonleysi. „Við höfum alltaf einhver ráð. Það harðasta er þá að loka en við auðvitað reynum að gera það ekki. Ekki á meðan við erum þó með þessa starfsmenn í húsinu.“ Sigrún er þakklát fyrir stuðning íbúa í Stykkishólmi.Vísir/Jóhann Enginn til að manna eldhúsið Sigrún er þakklát fyrir stuðning samfélagsins á tímum sem þessum. „Foreldrahópurinn hefur alltaf staðið rosalega vel með okkur og við bara staðið saman alveg sama hvað það er, það hefur aldrei verið neitt vandamál og það er eins með bæinn.“ Í samræmi við það hafi eigendur veitingastaðar í dag boðist til að útbúa hádegismat fyrir skólann en báðir matráðar skólans eru nú fjarverandi. Sigrún bendir réttilega á að hennar leikskóli sé ekki sá eini sem hafi þurft að glíma við veiruna að undanförnu. Starfsemi leikskóla og vinnustaða hefur víða verið skert í einhvern tíma. „Ég hef aldrei lent í neinu svona en við höfum þetta af,“ segir leikskólastjórinn að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira