Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2022 10:47 Veðrið mun ekki leika við landsmenn í dag. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Veðrið er tvíþætt. Fyrst gengur suðaustan illviðri yfir landið í kvöld og í nótt, veðrið versnar fyrst sunnanlands. „Það hlánar dálítið meira í þessu. Það blotnar bara strax í dag, bara mjög fljótlega núna á Suður- og Vesturlandi þannig að það gæti nú flætt sums staðar. Ég held að það væri mjög snjallt núna að athuga með niðurföll,“ sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur í Bítinu á morgun um veðrið. Rigningin sem fylgir suðaustanáttinni mun þó væntanlega breyttast í slyddu eftir því sem líður á kvöldið. „Þessi lægð er dálítið öðruvísi sem oftast er, því það heldur ekki áfram að hlýna alveg þangað til að vindurinn gengur niður. Strax í kvöld gæti alveg kólnað aftur án þess að vindurinn sé genginn niður. Það gæti verið slydda í rokinu í kvöld,“ sagði Haraldur. Suðaustanáttin trekkir sig í gang, suðvestanáttin kemur skyndilega Suðaustanáttin mun byggja upp taktinn frá og með seinniparti dagsins. „Þessi suðaustanátt sem kemur núna er þannig að það hvessir smám saman allan daginn. Svo nær hún hámarki í kvöld skömmu fyrir miðnætti og dettur svo snögglega niður,“ sagði Haraldur. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á landinu öllu í kring um miðnætti í kvöld.Veðurstofa Íslands Suðvestanóveðrið sem tekur við og skellur á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun mun haga sér öðruvísi. „Vestanáttin sem kemur á eftir er andhverfan. Hún kemur mjög snögglega inn. Það getur hvesst mjög mikið frá nánast hægviðri í ofsaveður á hálftíma, jafn vel skemmri tíma,“ „Hún er að sumu leyti svolítið hættulegri fyrir þá sem eiga ekki von á henni. Svo gengur hún hægt niður. Þetta er ekki gengið almennilega niður fyrr en annað kvöld,“ sagði Haraldur. Reikna má með slæmu veðri um allt land og allt útlit er fyrir að færð á vegum spillist. „Þetta verður að jafnaði verst á Suður- og Vesturlandi en það verður slæmt fyrir norðan og austan líka.“ Veður Samgöngur Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Veðrið er tvíþætt. Fyrst gengur suðaustan illviðri yfir landið í kvöld og í nótt, veðrið versnar fyrst sunnanlands. „Það hlánar dálítið meira í þessu. Það blotnar bara strax í dag, bara mjög fljótlega núna á Suður- og Vesturlandi þannig að það gæti nú flætt sums staðar. Ég held að það væri mjög snjallt núna að athuga með niðurföll,“ sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur í Bítinu á morgun um veðrið. Rigningin sem fylgir suðaustanáttinni mun þó væntanlega breyttast í slyddu eftir því sem líður á kvöldið. „Þessi lægð er dálítið öðruvísi sem oftast er, því það heldur ekki áfram að hlýna alveg þangað til að vindurinn gengur niður. Strax í kvöld gæti alveg kólnað aftur án þess að vindurinn sé genginn niður. Það gæti verið slydda í rokinu í kvöld,“ sagði Haraldur. Suðaustanáttin trekkir sig í gang, suðvestanáttin kemur skyndilega Suðaustanáttin mun byggja upp taktinn frá og með seinniparti dagsins. „Þessi suðaustanátt sem kemur núna er þannig að það hvessir smám saman allan daginn. Svo nær hún hámarki í kvöld skömmu fyrir miðnætti og dettur svo snögglega niður,“ sagði Haraldur. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á landinu öllu í kring um miðnætti í kvöld.Veðurstofa Íslands Suðvestanóveðrið sem tekur við og skellur á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun mun haga sér öðruvísi. „Vestanáttin sem kemur á eftir er andhverfan. Hún kemur mjög snögglega inn. Það getur hvesst mjög mikið frá nánast hægviðri í ofsaveður á hálftíma, jafn vel skemmri tíma,“ „Hún er að sumu leyti svolítið hættulegri fyrir þá sem eiga ekki von á henni. Svo gengur hún hægt niður. Þetta er ekki gengið almennilega niður fyrr en annað kvöld,“ sagði Haraldur. Reikna má með slæmu veðri um allt land og allt útlit er fyrir að færð á vegum spillist. „Þetta verður að jafnaði verst á Suður- og Vesturlandi en það verður slæmt fyrir norðan og austan líka.“
Veður Samgöngur Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45
Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55