Innri Njarðvík - hverfið mitt Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund skrifar 21. febrúar 2022 09:31 Ég er búinn að búa í Innri Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Í hverfinu eru þrír leikskólar og eru umsóknir barna fædd árið 2020 eða fyrr, 74. Laus pláss í leikskóladeild Stapaskóla eru 17 og vantar því 57 leikskólapláss í dag. Núverandi meirihluti hefur sofið á verðinum og ekki hlustað á ábendingar frá starfsfólki Reykjanesbæjar um skort á leikskólaplássum. Lausn núverandi meirihlutans er að setja upp lausa leikskólaeiningu við leikskólann Holt sem myndi rúma tvær 18 barna deildir. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og viðvarandi vandi verður enn til staðar. Strætó gengur hér en fer ekki hringinn með tilheyrandi óþægindum fyrir ungmenni og íbúa sem þurfa oft að ganga langa vegalengd í gegnum hverfið í leit að næstu stoppustöð. Þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa var gott sem engu breytt. Núverandi meirihluti reyndi hljóðlega að koma inn öryggisvistun á aðalskipulag án samráðs við íbúa en var síðar tekið út úr endurskoðun á aðalskipulagi þegar íbúar tóku sig til og stofnuðu íbúasamtök hverfisins. Ég segi nei við öryggisvistun í Innri Njarðvík. Ég átti samtal við aðila sem vilja opna veitingastað/kaffihús í hverfinu. Vöntun er á þjónustu- og verslunarhúsnæði sem kemur í veg fyrir þessar fyrirætlanir. Von mín er sú að við getum byggt hér upp eins konar kjarna þar sem verslun og þjónusta getur þrifist. Þá vil ég efla nágrannavörslu í hverfinu. Hugmynd mín er að hér verði myndavélar við aðalgötur inn og út úr hverfinu. Slíkt hefur verið gert t.d. í nýju hverfi Mosfellsbæjar. Ég vil bæta lýsingu við göngu- og hjólastíga og leggja rækt við gróður í hverfinu. Ég sé fyrir mér að eftir fjögur ár verði hverfið okkar gróðursælt með góðar samgöngur ásamt verslun og þjónustu. Heilsugæslan verði komin í gagnið. Sundlaug og íþróttahús verði orðið starfrækt við Stapaskóla og biðlisti eftir leikskólavistun verði ekki lengur vandamál. „Bætum lífsgæði íbúanna og grípum tækifærin.“ Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég er búinn að búa í Innri Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Í hverfinu eru þrír leikskólar og eru umsóknir barna fædd árið 2020 eða fyrr, 74. Laus pláss í leikskóladeild Stapaskóla eru 17 og vantar því 57 leikskólapláss í dag. Núverandi meirihluti hefur sofið á verðinum og ekki hlustað á ábendingar frá starfsfólki Reykjanesbæjar um skort á leikskólaplássum. Lausn núverandi meirihlutans er að setja upp lausa leikskólaeiningu við leikskólann Holt sem myndi rúma tvær 18 barna deildir. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og viðvarandi vandi verður enn til staðar. Strætó gengur hér en fer ekki hringinn með tilheyrandi óþægindum fyrir ungmenni og íbúa sem þurfa oft að ganga langa vegalengd í gegnum hverfið í leit að næstu stoppustöð. Þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa var gott sem engu breytt. Núverandi meirihluti reyndi hljóðlega að koma inn öryggisvistun á aðalskipulag án samráðs við íbúa en var síðar tekið út úr endurskoðun á aðalskipulagi þegar íbúar tóku sig til og stofnuðu íbúasamtök hverfisins. Ég segi nei við öryggisvistun í Innri Njarðvík. Ég átti samtal við aðila sem vilja opna veitingastað/kaffihús í hverfinu. Vöntun er á þjónustu- og verslunarhúsnæði sem kemur í veg fyrir þessar fyrirætlanir. Von mín er sú að við getum byggt hér upp eins konar kjarna þar sem verslun og þjónusta getur þrifist. Þá vil ég efla nágrannavörslu í hverfinu. Hugmynd mín er að hér verði myndavélar við aðalgötur inn og út úr hverfinu. Slíkt hefur verið gert t.d. í nýju hverfi Mosfellsbæjar. Ég vil bæta lýsingu við göngu- og hjólastíga og leggja rækt við gróður í hverfinu. Ég sé fyrir mér að eftir fjögur ár verði hverfið okkar gróðursælt með góðar samgöngur ásamt verslun og þjónustu. Heilsugæslan verði komin í gagnið. Sundlaug og íþróttahús verði orðið starfrækt við Stapaskóla og biðlisti eftir leikskólavistun verði ekki lengur vandamál. „Bætum lífsgæði íbúanna og grípum tækifærin.“ Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun