Biðlista barna burt Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 21. febrúar 2022 09:01 Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019. Í fréttum RÚV 15. febrúar útlistaði Ágústa Ingibjörg Arnardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga, vel hversu alvarlegt vandamálið er og um leið hversu hratt það stigmagnast samhliða sífellt vaxandi biðlistum. Hér má öllum ljóst vera að grípa þarf inn í og það hratt. Hrósum því sem vel er gert Undir lok síðasta árs kynnti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins [HH] að á nýju ári taki til starfa Geðheilsumiðstöð barna sem þjónusta eigi börn og fjölskyldur á landsvísu: „Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag.“ Þegar mun vera búið að tryggja miðstöðinni rekstrargrundvöll. Jafnframt tilkynnti fyrrum ráðherra heilbrigðismála síðasta haust að ráðstafa skyldi 75 milljónum til ÞHM fyrir átaksverkefni svo stytta megi fyrrnefnda biðlista. Sem formaður ADHD samtakanna og málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál hlýt ég því að spyrja sjálfan mig af hverju ég dansi ekki stríðsdans á götum úti öllu þessu til heilla? Bölið liggur í biðinni Í fyrrnefndu viðtali var hreint engin tilviljun að Ágústa Ingibjörg ítrekaði þann vanda sem fylgir sífellt vaxandi biðlistum. Orsökina sagði hún réttilega tengjast að hluta yfirstandandi faraldri og jafnframt að vart sé á allra færi að greiða fyrir greiningu úr eigin vasa. Fleira kemur eflaust til, en eftir stendur sú blákalda staðreynd að stærsti vandinn liggi í tilvist sjálfra biðlistanna. Ef langvarandi og sívaxandi biðlistar verða ekki tæklaðir af hörku og með hraði þá margfaldist vandamálið eins og jarðskjálftar samkvæmt Richter skala. En bíðum við – var ég ekki rétt i þessu að tala um nýtt fjármagn fyrir Geðheilsumiðstöð barna? Jú, mikið rétt, en samkvæmt viðmælendum mínum meðal fagfólks í heilbrigðisgeiranum er því fjármagni fyrst og fremst ætlað að nýtast fyrir meðferðarúrræði, ekki greiningar. Hvað þá með heilar 75 milljónir til átaks vegna greininga? Fyrir það fyrsta er hér um skammtímafjármagn að ræða, sem hent var inn korteri fyrir kosningar 2021. Engin plön virðast uppi varðandi áframhaldandi stuðning. Að auki rímar sú auma staðreynd því miður við orð minna sömu viðmælenda: Undanfarin ár hefur viðhorf starfsmanna innan stjórnsýslunnar einkennst af efa um nauðsyn þessara greininga. Fyrir vikið hafi þessi hluti starfsemi ÞHM, RGS og fleiri aðila verið undirfjármögnuð um langt skeið. Í því ljósi er vart að undra hve alvarleg staðan er orðin í dag. Heitum á nýjan ráðherra Ágæti Willum Þór, þetta er ekkert flókið: Hvað þessi mál varðar er margt gott í pípunum. Án þess að tækla biðlistana af krafti mun þó hratt frjósa fast og stefna í frekari óefni. Fórnarlömb þess fimbulveturs yrðu sem fyrr börn vors lands og framtíðarþegnar. Skiptum um kúrs áður en svo verður. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019. Í fréttum RÚV 15. febrúar útlistaði Ágústa Ingibjörg Arnardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga, vel hversu alvarlegt vandamálið er og um leið hversu hratt það stigmagnast samhliða sífellt vaxandi biðlistum. Hér má öllum ljóst vera að grípa þarf inn í og það hratt. Hrósum því sem vel er gert Undir lok síðasta árs kynnti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins [HH] að á nýju ári taki til starfa Geðheilsumiðstöð barna sem þjónusta eigi börn og fjölskyldur á landsvísu: „Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag.“ Þegar mun vera búið að tryggja miðstöðinni rekstrargrundvöll. Jafnframt tilkynnti fyrrum ráðherra heilbrigðismála síðasta haust að ráðstafa skyldi 75 milljónum til ÞHM fyrir átaksverkefni svo stytta megi fyrrnefnda biðlista. Sem formaður ADHD samtakanna og málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál hlýt ég því að spyrja sjálfan mig af hverju ég dansi ekki stríðsdans á götum úti öllu þessu til heilla? Bölið liggur í biðinni Í fyrrnefndu viðtali var hreint engin tilviljun að Ágústa Ingibjörg ítrekaði þann vanda sem fylgir sífellt vaxandi biðlistum. Orsökina sagði hún réttilega tengjast að hluta yfirstandandi faraldri og jafnframt að vart sé á allra færi að greiða fyrir greiningu úr eigin vasa. Fleira kemur eflaust til, en eftir stendur sú blákalda staðreynd að stærsti vandinn liggi í tilvist sjálfra biðlistanna. Ef langvarandi og sívaxandi biðlistar verða ekki tæklaðir af hörku og með hraði þá margfaldist vandamálið eins og jarðskjálftar samkvæmt Richter skala. En bíðum við – var ég ekki rétt i þessu að tala um nýtt fjármagn fyrir Geðheilsumiðstöð barna? Jú, mikið rétt, en samkvæmt viðmælendum mínum meðal fagfólks í heilbrigðisgeiranum er því fjármagni fyrst og fremst ætlað að nýtast fyrir meðferðarúrræði, ekki greiningar. Hvað þá með heilar 75 milljónir til átaks vegna greininga? Fyrir það fyrsta er hér um skammtímafjármagn að ræða, sem hent var inn korteri fyrir kosningar 2021. Engin plön virðast uppi varðandi áframhaldandi stuðning. Að auki rímar sú auma staðreynd því miður við orð minna sömu viðmælenda: Undanfarin ár hefur viðhorf starfsmanna innan stjórnsýslunnar einkennst af efa um nauðsyn þessara greininga. Fyrir vikið hafi þessi hluti starfsemi ÞHM, RGS og fleiri aðila verið undirfjármögnuð um langt skeið. Í því ljósi er vart að undra hve alvarleg staðan er orðin í dag. Heitum á nýjan ráðherra Ágæti Willum Þór, þetta er ekkert flókið: Hvað þessi mál varðar er margt gott í pípunum. Án þess að tækla biðlistana af krafti mun þó hratt frjósa fast og stefna í frekari óefni. Fórnarlömb þess fimbulveturs yrðu sem fyrr börn vors lands og framtíðarþegnar. Skiptum um kúrs áður en svo verður. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun