Vill selja bíla mótmælenda í Ottawa Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2022 17:02 Lögregluþjónar skoða einn síðasta bílinn úr „Friðarbílalestinni“ svokölluðu í Ottawa. AP/Adrian Wyld Jim Watson, borgarstjóri Ottawa höfuðborgar Kanada, segist vilja selja bíla sem yfirvöld hafa lagt hald á við lögregluaðgerðir gegn mótmælendum í borginni. Lögreglan hefur á undanförnum dögum stöðvað mótmælin eftir að neyðarástandi var lýst yfir. Mótmæli „frelsisbílalestarinnar“ svokölluðu beindust upprunalega gegn bólusetningarskyldu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada en snerust seinna í mótmæli gegn ríkisstjórn Justin Trudeau, forsætisráðherra. Samgöngur í Ottawa hafa verið lamaðar í þrjár vikur og hafa mótmælendur valdið mikilli reiði meðal borgarbúa með hávaða frá flautum og vegna umferðaröngþveitis. Mótmælendur lokuðu einnig landamærum Kanada og Bandaríkjanna áður en neyðarástandi var lýst yfir. Lögregluþjónar voru fengnir víðs vegar að frá Kanada til að aðstoða lögregluna í Ottawa við að binda enda á mótmælin en minnst 191 mótmælandi hefur verið handtekinn og lögreglan hefur lagt hald á 57 bíla, þar á meðal vörubíla. ARRESTS / ARRESTATIONS: 191VEHICLES TOWED / VEHICULES REMORQUÉS: 57STREETS CLEARED / RUES DÉGAGÉES: As of this morning, Kent Street and Bay Street are mostly clear of vehicles.#ottnews #ottnouvelles #Ottawa pic.twitter.com/yMkT01ficy— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 20, 2022 CBC News hefur eftir Watson að borgaryfirvöld geti selt bílana sem lögregluþjónar lögðu hald á. Það gæti verið gert á grundvelli neyðarástandslaganna. „Ég vil ekki skila þeim til þessa fólks sem hefur valdið svo mikilli gremju og kvíða í samfélaginu okkar,“ sagði Watson í gærkvöldi. Þannig sagðist hann geta borgað einhvern af hinum mikla kostnaði sem mótmælin hefðu valdið. Watson sagði einnig í dag að hann hefði verið stoltur af þeirri fagmennsku sem lögregluþjónar hefðu sýnt en lögreglan hefur verið sökuð um harðræði gegn mótmælendum við handtökur. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kona hafi dáið eftir að lögregluþjónar á hestum tröðkuðu yfir hana. Það er ekki rétt og lögreglan segir að myndband sem hefur verið notað til að dreifa þessum orðrómi sýni ekki almennilega hvað gerðist. Engan hafi sakað og að hjóli hafi skömmu síðar verið kastað í einn hestanna. We hear your concern for people on the ground after the horses dispersed a crowd. Anyone who fell got up and walked away. We're unaware of any injuries. A bicycle was thrown at the horse further down the line and caused the horse to trip. The horse was uninjured. pic.twitter.com/tgfsl6uxT7— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 19, 2022 Borgarstjórinn sagði einhverja mótmælendur hafa hagað sér með mjög óábyrgum hætti og ögrað lögregluþjónum. Þá sagði Watson að hann vildi að rannsakað yrði hvernig mótmælin hefðu farið úr böndunum og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur. „Þú getur ekki lengur komið til Ottawa og lokað borginni okkar í fjórar vikur,“ sagði Watson. Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá Ottawa í gær. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir mótmælin hafa komið niður á báðum stærstu stjórnmálaflokkum Kanada. Frjálslyndi flokkur Trudeaus líti illa út fyrir að hafa leyft mótmælunum að valda usla á götum höfuðborgarinnar svo lengi og Íhaldsflokkurinn líti illa út því meðlimir hans hafi verið að taka upp málstað mótmælenda. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti Kanadabúa var hlynntur því að lýsa yfir neyðarástandi og stöðva mótmælin. Kanada Tengdar fréttir Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. 18. febrúar 2022 07:47 Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Mótmæli „frelsisbílalestarinnar“ svokölluðu beindust upprunalega gegn bólusetningarskyldu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada en snerust seinna í mótmæli gegn ríkisstjórn Justin Trudeau, forsætisráðherra. Samgöngur í Ottawa hafa verið lamaðar í þrjár vikur og hafa mótmælendur valdið mikilli reiði meðal borgarbúa með hávaða frá flautum og vegna umferðaröngþveitis. Mótmælendur lokuðu einnig landamærum Kanada og Bandaríkjanna áður en neyðarástandi var lýst yfir. Lögregluþjónar voru fengnir víðs vegar að frá Kanada til að aðstoða lögregluna í Ottawa við að binda enda á mótmælin en minnst 191 mótmælandi hefur verið handtekinn og lögreglan hefur lagt hald á 57 bíla, þar á meðal vörubíla. ARRESTS / ARRESTATIONS: 191VEHICLES TOWED / VEHICULES REMORQUÉS: 57STREETS CLEARED / RUES DÉGAGÉES: As of this morning, Kent Street and Bay Street are mostly clear of vehicles.#ottnews #ottnouvelles #Ottawa pic.twitter.com/yMkT01ficy— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 20, 2022 CBC News hefur eftir Watson að borgaryfirvöld geti selt bílana sem lögregluþjónar lögðu hald á. Það gæti verið gert á grundvelli neyðarástandslaganna. „Ég vil ekki skila þeim til þessa fólks sem hefur valdið svo mikilli gremju og kvíða í samfélaginu okkar,“ sagði Watson í gærkvöldi. Þannig sagðist hann geta borgað einhvern af hinum mikla kostnaði sem mótmælin hefðu valdið. Watson sagði einnig í dag að hann hefði verið stoltur af þeirri fagmennsku sem lögregluþjónar hefðu sýnt en lögreglan hefur verið sökuð um harðræði gegn mótmælendum við handtökur. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kona hafi dáið eftir að lögregluþjónar á hestum tröðkuðu yfir hana. Það er ekki rétt og lögreglan segir að myndband sem hefur verið notað til að dreifa þessum orðrómi sýni ekki almennilega hvað gerðist. Engan hafi sakað og að hjóli hafi skömmu síðar verið kastað í einn hestanna. We hear your concern for people on the ground after the horses dispersed a crowd. Anyone who fell got up and walked away. We're unaware of any injuries. A bicycle was thrown at the horse further down the line and caused the horse to trip. The horse was uninjured. pic.twitter.com/tgfsl6uxT7— Ottawa Police (@OttawaPolice) February 19, 2022 Borgarstjórinn sagði einhverja mótmælendur hafa hagað sér með mjög óábyrgum hætti og ögrað lögregluþjónum. Þá sagði Watson að hann vildi að rannsakað yrði hvernig mótmælin hefðu farið úr böndunum og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur. „Þú getur ekki lengur komið til Ottawa og lokað borginni okkar í fjórar vikur,“ sagði Watson. Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá Ottawa í gær. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir mótmælin hafa komið niður á báðum stærstu stjórnmálaflokkum Kanada. Frjálslyndi flokkur Trudeaus líti illa út fyrir að hafa leyft mótmælunum að valda usla á götum höfuðborgarinnar svo lengi og Íhaldsflokkurinn líti illa út því meðlimir hans hafi verið að taka upp málstað mótmælenda. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti Kanadabúa var hlynntur því að lýsa yfir neyðarástandi og stöðva mótmælin.
Kanada Tengdar fréttir Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. 18. febrúar 2022 07:47 Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. 18. febrúar 2022 07:47
Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40
Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47
Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02
Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46