Vanda – ekki spurning Árni Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2022 08:01 Ef ég væri fulltrúi á komandi KSÍ þingi þá myndi ég kjósa Vöndu Sigurgeirsdóttur í embætti formanns og hvetja alla aðra fulltrúa til þess að gera það sama. En ég er ekki þingfulltrúi, þó svo að ég hafi allmikla reynslu af störfum í kringum kvennaboltann hjá FH hér áður fyrr. Það hefur engin haft samband og ég ekki gefið kost á mér enda verkefni mín á öðrum vettvangi. Og það er á þeim vettvangi, sem ég þekki Vöndu og get með stolti kallað hana bæði vinkonu mína og samstarfsmann. Ekki bara síðustu árin í því að byggja upp og efla námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir margt löngu er ég gegndi starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Til mín kom ung stúlka sem var á bólakafi í fótboltanum, virk í skátastarfi og óskaði eftir starfi í félagsmiðstöðinni. Það þurfti ekki langt spjall til þess að skynja að hér var á ferð kona margra góðra eiginda sem myndu nýtast vel í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar enda var hún ráðin. Vanda gerði sig strax gildandi og reyndist einstaklega góður starfsmaður. Margt af því sem hún verður síðar þekkt fyrir er í frummótun á þessum árum. Allt sem laut að skipulagi, samskiptum og hópastarfi átti afar vel við hana. Vanda varð strax leiðtogi og naut virðingar sem slík. Allt eru þetta eiginleikar sem hafa nýst henni vel í öllum hennar störfum. Nokkrum árum seinna, að loknum námi í tómstunda- og félagsmálafræðum í Svíþjóð, gerðist hún forstöðumaður Ársels við góðan orðstý. Seinna meir þegar að sá framsýni uppeldisfrömuður þ.v. rektor Kennaraháskóla Íslands Ólafur Proppé fór að vinna að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ þá hófst samstarf að nýju. Margir höfðu komið að hugmyndavinnu í upphafi m.a. undirritaður, þá starfandi sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Vanda varð fyrsti starfsmaður námsbrautarinnar, námsbrautarstjóri, og vann af miklum krafti að uppbyggingu námsins og af öðrum ólöstuðum átti hún einna mestan þátt í því hve vel hefur tekist til. Svo fór að Vanda réð mig til starfa við námsbrautina og þá kom upp sú skemmtilega staða að við höfum ráðið hvort annað til starfa og jafnframt verið yfir- og undirmenn hvors annars. Síðasta áratuginn eða svo höfum við unnið saman í hópi góðs fólks í að mennta tómstunda- og félagsmálafræðinga og stunda æskulýðsrannsóknir. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvatti Vöndu til þess að gefa kost á sér til formennsku i KSÍ þegar að sú staða kom upp. Auðvitað er slæmt að missa góðan starfsfélaga, sem er þó smáatriði í stóra samhenginu, en að mínu mati þá hefur Vanda alla þá kosti sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Vanda býr að góðri menntun sem m.a. miðar að því að mennta fólk til forystu á félagslegum vettvangi, hún er leiðtogi, hún hefur gríðarlega reynslu í æskulýðs- og forvarnamálum og mikla reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er því í mínum huga engin spurning um að veita Vöndu brautargengi. Ég hvet því eindregið alla þingfulltrúa á KSÍ þinginu til þess að kjósa Vöndu sem næsta formann KSÍ. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur / Félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Námsbrautar í Tómstunda- og félagsmálafræðum hjá Menntavísindasviði HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ef ég væri fulltrúi á komandi KSÍ þingi þá myndi ég kjósa Vöndu Sigurgeirsdóttur í embætti formanns og hvetja alla aðra fulltrúa til þess að gera það sama. En ég er ekki þingfulltrúi, þó svo að ég hafi allmikla reynslu af störfum í kringum kvennaboltann hjá FH hér áður fyrr. Það hefur engin haft samband og ég ekki gefið kost á mér enda verkefni mín á öðrum vettvangi. Og það er á þeim vettvangi, sem ég þekki Vöndu og get með stolti kallað hana bæði vinkonu mína og samstarfsmann. Ekki bara síðustu árin í því að byggja upp og efla námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir margt löngu er ég gegndi starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Til mín kom ung stúlka sem var á bólakafi í fótboltanum, virk í skátastarfi og óskaði eftir starfi í félagsmiðstöðinni. Það þurfti ekki langt spjall til þess að skynja að hér var á ferð kona margra góðra eiginda sem myndu nýtast vel í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar enda var hún ráðin. Vanda gerði sig strax gildandi og reyndist einstaklega góður starfsmaður. Margt af því sem hún verður síðar þekkt fyrir er í frummótun á þessum árum. Allt sem laut að skipulagi, samskiptum og hópastarfi átti afar vel við hana. Vanda varð strax leiðtogi og naut virðingar sem slík. Allt eru þetta eiginleikar sem hafa nýst henni vel í öllum hennar störfum. Nokkrum árum seinna, að loknum námi í tómstunda- og félagsmálafræðum í Svíþjóð, gerðist hún forstöðumaður Ársels við góðan orðstý. Seinna meir þegar að sá framsýni uppeldisfrömuður þ.v. rektor Kennaraháskóla Íslands Ólafur Proppé fór að vinna að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ þá hófst samstarf að nýju. Margir höfðu komið að hugmyndavinnu í upphafi m.a. undirritaður, þá starfandi sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Vanda varð fyrsti starfsmaður námsbrautarinnar, námsbrautarstjóri, og vann af miklum krafti að uppbyggingu námsins og af öðrum ólöstuðum átti hún einna mestan þátt í því hve vel hefur tekist til. Svo fór að Vanda réð mig til starfa við námsbrautina og þá kom upp sú skemmtilega staða að við höfum ráðið hvort annað til starfa og jafnframt verið yfir- og undirmenn hvors annars. Síðasta áratuginn eða svo höfum við unnið saman í hópi góðs fólks í að mennta tómstunda- og félagsmálafræðinga og stunda æskulýðsrannsóknir. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvatti Vöndu til þess að gefa kost á sér til formennsku i KSÍ þegar að sú staða kom upp. Auðvitað er slæmt að missa góðan starfsfélaga, sem er þó smáatriði í stóra samhenginu, en að mínu mati þá hefur Vanda alla þá kosti sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Vanda býr að góðri menntun sem m.a. miðar að því að mennta fólk til forystu á félagslegum vettvangi, hún er leiðtogi, hún hefur gríðarlega reynslu í æskulýðs- og forvarnamálum og mikla reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er því í mínum huga engin spurning um að veita Vöndu brautargengi. Ég hvet því eindregið alla þingfulltrúa á KSÍ þinginu til þess að kjósa Vöndu sem næsta formann KSÍ. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur / Félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Námsbrautar í Tómstunda- og félagsmálafræðum hjá Menntavísindasviði HÍ.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar