Vanda – ekki spurning Árni Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2022 08:01 Ef ég væri fulltrúi á komandi KSÍ þingi þá myndi ég kjósa Vöndu Sigurgeirsdóttur í embætti formanns og hvetja alla aðra fulltrúa til þess að gera það sama. En ég er ekki þingfulltrúi, þó svo að ég hafi allmikla reynslu af störfum í kringum kvennaboltann hjá FH hér áður fyrr. Það hefur engin haft samband og ég ekki gefið kost á mér enda verkefni mín á öðrum vettvangi. Og það er á þeim vettvangi, sem ég þekki Vöndu og get með stolti kallað hana bæði vinkonu mína og samstarfsmann. Ekki bara síðustu árin í því að byggja upp og efla námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir margt löngu er ég gegndi starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Til mín kom ung stúlka sem var á bólakafi í fótboltanum, virk í skátastarfi og óskaði eftir starfi í félagsmiðstöðinni. Það þurfti ekki langt spjall til þess að skynja að hér var á ferð kona margra góðra eiginda sem myndu nýtast vel í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar enda var hún ráðin. Vanda gerði sig strax gildandi og reyndist einstaklega góður starfsmaður. Margt af því sem hún verður síðar þekkt fyrir er í frummótun á þessum árum. Allt sem laut að skipulagi, samskiptum og hópastarfi átti afar vel við hana. Vanda varð strax leiðtogi og naut virðingar sem slík. Allt eru þetta eiginleikar sem hafa nýst henni vel í öllum hennar störfum. Nokkrum árum seinna, að loknum námi í tómstunda- og félagsmálafræðum í Svíþjóð, gerðist hún forstöðumaður Ársels við góðan orðstý. Seinna meir þegar að sá framsýni uppeldisfrömuður þ.v. rektor Kennaraháskóla Íslands Ólafur Proppé fór að vinna að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ þá hófst samstarf að nýju. Margir höfðu komið að hugmyndavinnu í upphafi m.a. undirritaður, þá starfandi sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Vanda varð fyrsti starfsmaður námsbrautarinnar, námsbrautarstjóri, og vann af miklum krafti að uppbyggingu námsins og af öðrum ólöstuðum átti hún einna mestan þátt í því hve vel hefur tekist til. Svo fór að Vanda réð mig til starfa við námsbrautina og þá kom upp sú skemmtilega staða að við höfum ráðið hvort annað til starfa og jafnframt verið yfir- og undirmenn hvors annars. Síðasta áratuginn eða svo höfum við unnið saman í hópi góðs fólks í að mennta tómstunda- og félagsmálafræðinga og stunda æskulýðsrannsóknir. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvatti Vöndu til þess að gefa kost á sér til formennsku i KSÍ þegar að sú staða kom upp. Auðvitað er slæmt að missa góðan starfsfélaga, sem er þó smáatriði í stóra samhenginu, en að mínu mati þá hefur Vanda alla þá kosti sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Vanda býr að góðri menntun sem m.a. miðar að því að mennta fólk til forystu á félagslegum vettvangi, hún er leiðtogi, hún hefur gríðarlega reynslu í æskulýðs- og forvarnamálum og mikla reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er því í mínum huga engin spurning um að veita Vöndu brautargengi. Ég hvet því eindregið alla þingfulltrúa á KSÍ þinginu til þess að kjósa Vöndu sem næsta formann KSÍ. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur / Félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Námsbrautar í Tómstunda- og félagsmálafræðum hjá Menntavísindasviði HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Ef ég væri fulltrúi á komandi KSÍ þingi þá myndi ég kjósa Vöndu Sigurgeirsdóttur í embætti formanns og hvetja alla aðra fulltrúa til þess að gera það sama. En ég er ekki þingfulltrúi, þó svo að ég hafi allmikla reynslu af störfum í kringum kvennaboltann hjá FH hér áður fyrr. Það hefur engin haft samband og ég ekki gefið kost á mér enda verkefni mín á öðrum vettvangi. Og það er á þeim vettvangi, sem ég þekki Vöndu og get með stolti kallað hana bæði vinkonu mína og samstarfsmann. Ekki bara síðustu árin í því að byggja upp og efla námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir margt löngu er ég gegndi starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Til mín kom ung stúlka sem var á bólakafi í fótboltanum, virk í skátastarfi og óskaði eftir starfi í félagsmiðstöðinni. Það þurfti ekki langt spjall til þess að skynja að hér var á ferð kona margra góðra eiginda sem myndu nýtast vel í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar enda var hún ráðin. Vanda gerði sig strax gildandi og reyndist einstaklega góður starfsmaður. Margt af því sem hún verður síðar þekkt fyrir er í frummótun á þessum árum. Allt sem laut að skipulagi, samskiptum og hópastarfi átti afar vel við hana. Vanda varð strax leiðtogi og naut virðingar sem slík. Allt eru þetta eiginleikar sem hafa nýst henni vel í öllum hennar störfum. Nokkrum árum seinna, að loknum námi í tómstunda- og félagsmálafræðum í Svíþjóð, gerðist hún forstöðumaður Ársels við góðan orðstý. Seinna meir þegar að sá framsýni uppeldisfrömuður þ.v. rektor Kennaraháskóla Íslands Ólafur Proppé fór að vinna að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ þá hófst samstarf að nýju. Margir höfðu komið að hugmyndavinnu í upphafi m.a. undirritaður, þá starfandi sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Vanda varð fyrsti starfsmaður námsbrautarinnar, námsbrautarstjóri, og vann af miklum krafti að uppbyggingu námsins og af öðrum ólöstuðum átti hún einna mestan þátt í því hve vel hefur tekist til. Svo fór að Vanda réð mig til starfa við námsbrautina og þá kom upp sú skemmtilega staða að við höfum ráðið hvort annað til starfa og jafnframt verið yfir- og undirmenn hvors annars. Síðasta áratuginn eða svo höfum við unnið saman í hópi góðs fólks í að mennta tómstunda- og félagsmálafræðinga og stunda æskulýðsrannsóknir. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvatti Vöndu til þess að gefa kost á sér til formennsku i KSÍ þegar að sú staða kom upp. Auðvitað er slæmt að missa góðan starfsfélaga, sem er þó smáatriði í stóra samhenginu, en að mínu mati þá hefur Vanda alla þá kosti sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Vanda býr að góðri menntun sem m.a. miðar að því að mennta fólk til forystu á félagslegum vettvangi, hún er leiðtogi, hún hefur gríðarlega reynslu í æskulýðs- og forvarnamálum og mikla reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er því í mínum huga engin spurning um að veita Vöndu brautargengi. Ég hvet því eindregið alla þingfulltrúa á KSÍ þinginu til þess að kjósa Vöndu sem næsta formann KSÍ. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur / Félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Námsbrautar í Tómstunda- og félagsmálafræðum hjá Menntavísindasviði HÍ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun