Rannsaka salmonellusýkingu í Evrópu - hópsýking kom upp á Íslandi á sama tíma Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. febrúar 2022 14:31 Grunur leikur á að salmonellusmit í Evrópu megi rekja til spænskra eggjabúa. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Grunur leikur á að uppruna hundruða salmonellusýkinga á meginlandi Evrópu megi rekja til þriggja eggjabúa á Spáni. Umfangsmikil rannsókn stendur yfir, en tilkynnt hefur verið um smit í sex löndum. Hópsýking á salmonellu kom upp á Íslandi í fyrrahaust, á sama tíma og fyrstu tilfellanna varð vart á meginlandinu. Á undanförnum mánuðum hafa 272 einstaklingar víða um Evrópu veikst af salmonellubakteríunni. 25 þeirra hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og tveir eru látnir. Flestir hinna veiku eru frá Frakklandi, en fólk hefur einnig sýkst af bakteríunni á Spáni, í Hollandi, Bretlandi, Noregi og Danmörku. Í fréttabréfi sóttvarnalæknis á Íslandi í fyrrahaust kom fram að salmonelluhópsýking hefði komið upp á Íslandi í fyrrahaust, um svipað leyti og tilkynnt var um fyrstu sýkingarnar á meginlandi Evrópu. Í fréttum fjölmiðla hér á Spáni af yfirstandandi rannsókn er þó hvergi getið um hin íslensku smit. Böndin berast að Spáni Flest smitanna eru skráð síðsumars og í fyrrahaust, en salmonellabakterían þrífst best í góðum sumarhita. Böndin berast nú að þremur eggjabúum hér á Spáni, en rannsókn á vegum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu bendir til þess að bakteríuna sé að finna á fleiri eggjabúum innan og utan Spánar. Mikil hætta er talin á að smitum fari fjölgandi á næstu mánuðum. Stofnanirnar telja brýnt að stjórnvöld auki eftirlit með salmonellusmitum vegna hættunnar á að fleiri eggjabú eigi í hlut. Fjölmiðlar hér syðra hafa vakið athygli á því að þrátt fyrir þessa víðtæku rannsókn og vísbendingar um að spænsk eggjabú eigi í hlut hafi Matvælastofnun Spánar ekki séð neina ástæðu til að setja inn fréttir eða upplýsingur um þessi smit á heimasíðu sína. Þrjú ár frá síðustu hópsýkingu Árið 2019 kom upp víðtækt salmonellusmit í um það bil 10 Evrópulöndum. Nær þúsund manns smituðust þá og örverufræðileg tengsl benda til sama uppruna smita nú og þá. Salmonella er ein algengasta orsök sýkingar í meltingarfærum í Evrópu. Frá 2007 til 2020 eru skráð meira en hálf milljón tilfella salmonellusýkinga í álfunni, og rúmlega 500 manns hafa látist vegna hennar. Engu að síður hefur dregið mjög úr smitum á síðustu árum vegna aukins eftirlits. Algengasta smitleiðin er í gegnum egg sem eru lítt eða ekki elduð, en bakterían drepst við 70 gráðu hita. Helstu einkenni salmonellusýkingar eru hiti, niðurgangur, kviðverkir, ógleði og uppköst. Spánn Egg Heilbrigðismál Tengdar fréttir Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hafa 272 einstaklingar víða um Evrópu veikst af salmonellubakteríunni. 25 þeirra hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og tveir eru látnir. Flestir hinna veiku eru frá Frakklandi, en fólk hefur einnig sýkst af bakteríunni á Spáni, í Hollandi, Bretlandi, Noregi og Danmörku. Í fréttabréfi sóttvarnalæknis á Íslandi í fyrrahaust kom fram að salmonelluhópsýking hefði komið upp á Íslandi í fyrrahaust, um svipað leyti og tilkynnt var um fyrstu sýkingarnar á meginlandi Evrópu. Í fréttum fjölmiðla hér á Spáni af yfirstandandi rannsókn er þó hvergi getið um hin íslensku smit. Böndin berast að Spáni Flest smitanna eru skráð síðsumars og í fyrrahaust, en salmonellabakterían þrífst best í góðum sumarhita. Böndin berast nú að þremur eggjabúum hér á Spáni, en rannsókn á vegum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu bendir til þess að bakteríuna sé að finna á fleiri eggjabúum innan og utan Spánar. Mikil hætta er talin á að smitum fari fjölgandi á næstu mánuðum. Stofnanirnar telja brýnt að stjórnvöld auki eftirlit með salmonellusmitum vegna hættunnar á að fleiri eggjabú eigi í hlut. Fjölmiðlar hér syðra hafa vakið athygli á því að þrátt fyrir þessa víðtæku rannsókn og vísbendingar um að spænsk eggjabú eigi í hlut hafi Matvælastofnun Spánar ekki séð neina ástæðu til að setja inn fréttir eða upplýsingur um þessi smit á heimasíðu sína. Þrjú ár frá síðustu hópsýkingu Árið 2019 kom upp víðtækt salmonellusmit í um það bil 10 Evrópulöndum. Nær þúsund manns smituðust þá og örverufræðileg tengsl benda til sama uppruna smita nú og þá. Salmonella er ein algengasta orsök sýkingar í meltingarfærum í Evrópu. Frá 2007 til 2020 eru skráð meira en hálf milljón tilfella salmonellusýkinga í álfunni, og rúmlega 500 manns hafa látist vegna hennar. Engu að síður hefur dregið mjög úr smitum á síðustu árum vegna aukins eftirlits. Algengasta smitleiðin er í gegnum egg sem eru lítt eða ekki elduð, en bakterían drepst við 70 gráðu hita. Helstu einkenni salmonellusýkingar eru hiti, niðurgangur, kviðverkir, ógleði og uppköst.
Spánn Egg Heilbrigðismál Tengdar fréttir Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01