Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2022 20:00 Röðin í nýju lyftuna var ekki lengi að myndast. Aðstæður í Hlíðarfjalli gerast vart betri en í dag. Vísir/Tryggvi Páll. Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. Upphaflega átti lyftan að komast í gagnið í desember 2018 en ýmsar ástæður hafa komið í veg fyrir að hægt hafi verið að taka hana í notkun. Gríðarlegur fjöldi er á Akureyri vegna skólafría á höfuðborgarsvæðinu og skíðasvæðið við Hlíðarfjall er meira og minna stappað af skíðafólki. Það var því tilkynnt í gær að gangsetja ætti lyftuna í fyrsta skipti. Nýja skíðalyftan í allri sinni dýrðVísir/Tryggvi Páll Lyftan var þó ekki samvinnuþýð til að byrja með í dag. Rafmagnstruflanir komu í veg fyrir að hún gæti farið að stað á auglýstum tíma. Allt blessaðist þó á endanum og hægt var að gangsetja vélina skömmu á eftir áætlun eftir að rafvirki var sendur með hraði upp á topp fjallsins. Ungir Reykvíkingar réttir menn á réttum tíma Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru fyrstu ferðina. „Hún var frábær,“ sagði Dagur Hinrikisson þrettán ára skíðakappi sem fékk ásamt félaga sínum Skugga Jóhannssyni, tólf ára, þann óvænta heiður að vígja lyftuna. Réttir menn á réttum tíma. „Geggjað að vera fyrstir, svo var útsýnið alveg geggjað þarna uppi og þessi brekka var góð,“ sagði Skuggi hæstánægður en þeir félagar voru eins og svo margir höfuðborgarbúar að njóta veðurblíðunnar á Akureyri í vetrarfríum skólanna. Fjallað var um opnun skíðalyftunnar í kvöldréttum Stöðvar 2 í kvöld eins og sjá í myndbandinu hér að neðan. Forsvarsmenn svæðisins eru einnig ánægðir með geta boðið gestum að nýta lyftuna eftir langa bið. Það fór þó örlítið um þá þegar lyftan neitaði að fara af stað á auglýstum opnunartíma. Vinnueftirlitið tók lyftuna út í gær og þá gekk hún eins og í sögu. Dagur Hinriksson og Skuggi Jóhannsson voru réttir menn á réttum tíma og voru fyrstir til að fara í nýju skíðalyftuna.Vísir/Tryggvi Páll „Allt í gúddí þá en á ögurstundu, tíu mínútur í opnunartíma, þá klikkaði eitt neyðarstopp og við ræstum út rafvirkja sem kom,“ sagði Óskar Ingólfsson, svæðisöryggisfulltrúi Hlíðarfjalls. Rafvirkinn var fluttur með hraði upp á topp með snjósleða til að laga það sem fór úrskeiðis. Innan tíðar var lyftan farin að ganga. Sem fyrr segir hefur dregist töluvert á langinn að opna lyftuna og það var því óneitanlega kaldhæðni örlaganna að lyftan skyldi hóta því að fara ekki af stað á auglýstum opnunartíma. Hún ætlaði að vera með pínu vesen í restina? „Já, bara svona rétt til að minna á sig held ég hljóti að vera. Þetta hlýtur að vera komið.“ Opnun lyftunnar gæti varla komið á betri tíma enda Hlíðarfjall meira og finna fullt af snjóþyrstum skíða- og brettaköppum. Aðstæður í dag gerast varla betri. „Þetta er búið að vera mjög flott, sólin er búin að vera hátt á lofti, mikið frost hægur vindur og fullt af fólki. Það slagar hátt í þrjú þúsund manns,“ sagði Óskar. Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. 18. febrúar 2022 15:27 Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Nýja stólalyftan opnuð í febrúar ef veður leyfir Stefnt er að því ný stólalyfta í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð, svo framarlega sem veður leyfir. 24. janúar 2022 14:19 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Upphaflega átti lyftan að komast í gagnið í desember 2018 en ýmsar ástæður hafa komið í veg fyrir að hægt hafi verið að taka hana í notkun. Gríðarlegur fjöldi er á Akureyri vegna skólafría á höfuðborgarsvæðinu og skíðasvæðið við Hlíðarfjall er meira og minna stappað af skíðafólki. Það var því tilkynnt í gær að gangsetja ætti lyftuna í fyrsta skipti. Nýja skíðalyftan í allri sinni dýrðVísir/Tryggvi Páll Lyftan var þó ekki samvinnuþýð til að byrja með í dag. Rafmagnstruflanir komu í veg fyrir að hún gæti farið að stað á auglýstum tíma. Allt blessaðist þó á endanum og hægt var að gangsetja vélina skömmu á eftir áætlun eftir að rafvirki var sendur með hraði upp á topp fjallsins. Ungir Reykvíkingar réttir menn á réttum tíma Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru fyrstu ferðina. „Hún var frábær,“ sagði Dagur Hinrikisson þrettán ára skíðakappi sem fékk ásamt félaga sínum Skugga Jóhannssyni, tólf ára, þann óvænta heiður að vígja lyftuna. Réttir menn á réttum tíma. „Geggjað að vera fyrstir, svo var útsýnið alveg geggjað þarna uppi og þessi brekka var góð,“ sagði Skuggi hæstánægður en þeir félagar voru eins og svo margir höfuðborgarbúar að njóta veðurblíðunnar á Akureyri í vetrarfríum skólanna. Fjallað var um opnun skíðalyftunnar í kvöldréttum Stöðvar 2 í kvöld eins og sjá í myndbandinu hér að neðan. Forsvarsmenn svæðisins eru einnig ánægðir með geta boðið gestum að nýta lyftuna eftir langa bið. Það fór þó örlítið um þá þegar lyftan neitaði að fara af stað á auglýstum opnunartíma. Vinnueftirlitið tók lyftuna út í gær og þá gekk hún eins og í sögu. Dagur Hinriksson og Skuggi Jóhannsson voru réttir menn á réttum tíma og voru fyrstir til að fara í nýju skíðalyftuna.Vísir/Tryggvi Páll „Allt í gúddí þá en á ögurstundu, tíu mínútur í opnunartíma, þá klikkaði eitt neyðarstopp og við ræstum út rafvirkja sem kom,“ sagði Óskar Ingólfsson, svæðisöryggisfulltrúi Hlíðarfjalls. Rafvirkinn var fluttur með hraði upp á topp með snjósleða til að laga það sem fór úrskeiðis. Innan tíðar var lyftan farin að ganga. Sem fyrr segir hefur dregist töluvert á langinn að opna lyftuna og það var því óneitanlega kaldhæðni örlaganna að lyftan skyldi hóta því að fara ekki af stað á auglýstum opnunartíma. Hún ætlaði að vera með pínu vesen í restina? „Já, bara svona rétt til að minna á sig held ég hljóti að vera. Þetta hlýtur að vera komið.“ Opnun lyftunnar gæti varla komið á betri tíma enda Hlíðarfjall meira og finna fullt af snjóþyrstum skíða- og brettaköppum. Aðstæður í dag gerast varla betri. „Þetta er búið að vera mjög flott, sólin er búin að vera hátt á lofti, mikið frost hægur vindur og fullt af fólki. Það slagar hátt í þrjú þúsund manns,“ sagði Óskar.
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. 18. febrúar 2022 15:27 Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Nýja stólalyftan opnuð í febrúar ef veður leyfir Stefnt er að því ný stólalyfta í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð, svo framarlega sem veður leyfir. 24. janúar 2022 14:19 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. 18. febrúar 2022 15:27
Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30
Nýja stólalyftan opnuð í febrúar ef veður leyfir Stefnt er að því ný stólalyfta í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð, svo framarlega sem veður leyfir. 24. janúar 2022 14:19