Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2022 09:48 Donald Trump, fyrrverandi forseti, átti erfiða viku en þær næstu gætu orðið verri. AP/Jacquelyn Martin Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður sagt fréttir af því að forsvarsmenn Þjóðskjalasafnsins hefðu tilkynnt flutning gagnanna til Dómsmálaráðuneytisins. Það staðfesti Þjóðskjalasafnið einnig í bréfi til þingmanna. Í síðustu viku sagði Washington Post meðal annars frá því að meðal skjalanna sem Trump tók með sér hafi verið skjöl merkt sem „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Samkvæmt bandarískum lögum eiga öll opinber gögn eins og minnisblöð, bréf, glósur, tölvupóstar og ýmislegt annað að enda í Þjóðskjalasafninu. Sjá einnig: Tók leynileg gögn með sér til Flórída Verið er að fara nákvæmlega yfir hvaða skjöl voru í þeim fimmtán kössum sem um er að ræða og er búist við því að yfirferðinni ljúki í næstu viku. Washington Post vísar nú í tilkynningu frá Trump þar sem hann segir Þjóðskjalasafnið ekki hafa „fundið“ neitt. Þeim hafi verið færð skjölin í hefðbundnu og eðlilegu ferli sem væri í samræmi við lög. Þá gagnrýndi Trump blaðamenn fyrir að gefa í skyn að Trump ynni í skjalasafni, þegar hann var að gera aðra hluti. Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa einnig leitt í ljós að starfsmenn Hvíta húss Trumps skrásettu ekki margt af því sem þeir gerðu og notuðu óopinberar leiðir og forrit til að sinna opinberum störfum, sem þeir mega ekki gera. Erfið vika Síðasta vika hefur reynst Trump mjög erfið, lagalega séð. Það er þá fyrir utan möguleg brot hans á lögum um varðveislu opinberra gagna. Fyrst lýstu forsvarsmenn endurskoðunarfyrirtækisins Mazars USA því yfir að þeir standi ekki lengur við fjárhagsskýrslu sem gerðar voru fyrir fyrirtæki Trumps á undanförnum árum og slitu öllum tengslum við fyrirtækið og Trump. Þessar fjárhagsskýrslur voru meðal þess sem Trump notaði til að verða sér út um lán í gegnum árin en fyrirtæki hans er til rannsóknar hjá yfirvöldum í New York vegna gruns um að framin hafi verið banka- og skattsvik. Skýrslurnar byggðu á upplýsingum sem fyrirtækið fékk frá Trump og Trump Org. Þær voru grundvöllur lánveitinga sem saksóknarar rannsaka varðandi það hvort Trump hafi beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. Sjá einnig: Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Þá komst dómari í New York að þeirri niðurstöðu í vikunni að Trump yrði að mæta í skýrslutöku vegna áðurnefndra rannsókna. Enn einn dómarinn neitaði þar að auki að fella niður lögsókn þingmanna Demókrataflokksins og lögregluþjóna gegn honum vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Einn sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna sagði að þó þessi vika hefði verið slæm fyrir Trump, yrðu næstu vikur verri. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. 9. febrúar 2022 23:50 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður sagt fréttir af því að forsvarsmenn Þjóðskjalasafnsins hefðu tilkynnt flutning gagnanna til Dómsmálaráðuneytisins. Það staðfesti Þjóðskjalasafnið einnig í bréfi til þingmanna. Í síðustu viku sagði Washington Post meðal annars frá því að meðal skjalanna sem Trump tók með sér hafi verið skjöl merkt sem „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Samkvæmt bandarískum lögum eiga öll opinber gögn eins og minnisblöð, bréf, glósur, tölvupóstar og ýmislegt annað að enda í Þjóðskjalasafninu. Sjá einnig: Tók leynileg gögn með sér til Flórída Verið er að fara nákvæmlega yfir hvaða skjöl voru í þeim fimmtán kössum sem um er að ræða og er búist við því að yfirferðinni ljúki í næstu viku. Washington Post vísar nú í tilkynningu frá Trump þar sem hann segir Þjóðskjalasafnið ekki hafa „fundið“ neitt. Þeim hafi verið færð skjölin í hefðbundnu og eðlilegu ferli sem væri í samræmi við lög. Þá gagnrýndi Trump blaðamenn fyrir að gefa í skyn að Trump ynni í skjalasafni, þegar hann var að gera aðra hluti. Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa einnig leitt í ljós að starfsmenn Hvíta húss Trumps skrásettu ekki margt af því sem þeir gerðu og notuðu óopinberar leiðir og forrit til að sinna opinberum störfum, sem þeir mega ekki gera. Erfið vika Síðasta vika hefur reynst Trump mjög erfið, lagalega séð. Það er þá fyrir utan möguleg brot hans á lögum um varðveislu opinberra gagna. Fyrst lýstu forsvarsmenn endurskoðunarfyrirtækisins Mazars USA því yfir að þeir standi ekki lengur við fjárhagsskýrslu sem gerðar voru fyrir fyrirtæki Trumps á undanförnum árum og slitu öllum tengslum við fyrirtækið og Trump. Þessar fjárhagsskýrslur voru meðal þess sem Trump notaði til að verða sér út um lán í gegnum árin en fyrirtæki hans er til rannsóknar hjá yfirvöldum í New York vegna gruns um að framin hafi verið banka- og skattsvik. Skýrslurnar byggðu á upplýsingum sem fyrirtækið fékk frá Trump og Trump Org. Þær voru grundvöllur lánveitinga sem saksóknarar rannsaka varðandi það hvort Trump hafi beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. Sjá einnig: Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Þá komst dómari í New York að þeirri niðurstöðu í vikunni að Trump yrði að mæta í skýrslutöku vegna áðurnefndra rannsókna. Enn einn dómarinn neitaði þar að auki að fella niður lögsókn þingmanna Demókrataflokksins og lögregluþjóna gegn honum vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Einn sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna sagði að þó þessi vika hefði verið slæm fyrir Trump, yrðu næstu vikur verri.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. 9. febrúar 2022 23:50 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. 9. febrúar 2022 23:50
Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53
Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00
Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59
Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01