Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2022 11:23 Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. Hjónin Elva Hrönn Hjartardóttir og Andri Reyr Haraldsson eru á leigumarkaði með tvö börn og hafa síðasta eina og hálfa árið leitað að hentugri íbúð fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Frásögn Elvu af erfiðleikum við að komast inn á fasteignamarkaðinn vakti gríðarlega athygli á Vísi í gær. Fréttastofa heimsótti hana og Andra í leiguíbúðina í Þverholt í gær og tók þau nánar tali. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hjónin vantar sárlega aukaherbergi fyrir unglinginn og í nóvember gerðu þau tilboð í íbúð við Bólstaðarhlíð. Ásett verð var 49,9 milljónir en þau ráku upp stór augu þegar sama íbúð, að því er virðist alveg óbreytt, dúkkaði upp á fasteignavefnum í fyrradag - tíu milljónum dýrari. „Þá varð mér bara allri lokið. Og sendi honum linkinn,“ segir Elva. „Maður verður bara pirraður og reiður þegar maður sér þetta. Við erum með greiðslumat, við erum með útborgun. En við eigum einhvern veginn ekki séns. Það eru einhverjir braskarar sem eru að staðgreiða íbúðir og skiljanlega tekur fólk staðgreiðslutilboði frekar,“ segir Andri. Erfiður veruleiki Meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5 milljónir króna á tveimur síðustu mánuðum árs í fyrra, samkvæmt skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Nú í byrjun febrúar hafði framboð íbúða dregist saman um 74 prósent síðan í maí 2020. „Og þetta er bara veruleikinn sem við og svo mörg önnur standa frammi fyrir í dag,“ segir Elva. Þau segja ljóst að eitthvað verði að gera til að greiða úr þessum margþætta vanda. „Ég tel að þetta verði kjarasamningsmál númer eitt eða tvö. Ég trúi ekki öðru einhvern veginn, af því þetta er orðinn svo rosalega stór hópur sem kemst ekki inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Andri. En leitin heldur áfram og svo gæti farið að fjölskyldan þurfi að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Við höfum vissulega hugsað um það að sofa á þessum svefnsófa til þess að krakkarnir fái sitthvort herbergið. Við gerum bara það sem við þurfum að gera,“ segir Elva. Húsnæðismál Neytendur Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36 Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hjónin Elva Hrönn Hjartardóttir og Andri Reyr Haraldsson eru á leigumarkaði með tvö börn og hafa síðasta eina og hálfa árið leitað að hentugri íbúð fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Frásögn Elvu af erfiðleikum við að komast inn á fasteignamarkaðinn vakti gríðarlega athygli á Vísi í gær. Fréttastofa heimsótti hana og Andra í leiguíbúðina í Þverholt í gær og tók þau nánar tali. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hjónin vantar sárlega aukaherbergi fyrir unglinginn og í nóvember gerðu þau tilboð í íbúð við Bólstaðarhlíð. Ásett verð var 49,9 milljónir en þau ráku upp stór augu þegar sama íbúð, að því er virðist alveg óbreytt, dúkkaði upp á fasteignavefnum í fyrradag - tíu milljónum dýrari. „Þá varð mér bara allri lokið. Og sendi honum linkinn,“ segir Elva. „Maður verður bara pirraður og reiður þegar maður sér þetta. Við erum með greiðslumat, við erum með útborgun. En við eigum einhvern veginn ekki séns. Það eru einhverjir braskarar sem eru að staðgreiða íbúðir og skiljanlega tekur fólk staðgreiðslutilboði frekar,“ segir Andri. Erfiður veruleiki Meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5 milljónir króna á tveimur síðustu mánuðum árs í fyrra, samkvæmt skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Nú í byrjun febrúar hafði framboð íbúða dregist saman um 74 prósent síðan í maí 2020. „Og þetta er bara veruleikinn sem við og svo mörg önnur standa frammi fyrir í dag,“ segir Elva. Þau segja ljóst að eitthvað verði að gera til að greiða úr þessum margþætta vanda. „Ég tel að þetta verði kjarasamningsmál númer eitt eða tvö. Ég trúi ekki öðru einhvern veginn, af því þetta er orðinn svo rosalega stór hópur sem kemst ekki inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Andri. En leitin heldur áfram og svo gæti farið að fjölskyldan þurfi að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Við höfum vissulega hugsað um það að sofa á þessum svefnsófa til þess að krakkarnir fái sitthvort herbergið. Við gerum bara það sem við þurfum að gera,“ segir Elva.
Húsnæðismál Neytendur Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36 Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00
Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36
Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38