Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 14:30 Lyftan sem gestir í Hlíðarfjalli geta skellt sér í klukkan 13 á morgun. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segist vera mjög peppaður fyrir morgundeginum. Lyftan hafi verið í keyrslu í allan dag, verði í gangi frá 13-16 á morgun og svo frá 10-16 á sunnudaginn. Formleg vígluathöfn verður þó haldin síðar. Brynjar Helgi er sjálfur fjarri góðu gamni, heima með Covid-19. Hann segir mikið álag á starfsfólki í fjallinu enda brjálað að gera. Verið að troða nýjar leiðir eftir alla ofankomuna, standa vaktina í lyftunni og svo er það auðvitað skíðaleigan, veitingasalan og svo fram vegis. Hiti á Akueyri er við frostmark og stillt. Fínustu aðstæður til að renna sér eftir mikla ofankomu undanfarna daga. Á morgun er spáð köldu en björtu hægviðri og verður lyftan því gangsett við kjöraðstæður . Vegna aðstæðna og mikils bratta svo hátt í fjallinu, verður lyftan eingöngu notuð þegar skyggni er gott og snjóflóðahætta í lágmarki. „Það verður mikil gleði upp frá á morgun,“ segir Brynjar Helgi. Hann verður að bíða til mánudags eftir að mæta sjálfur á svæðið. „Það verður góður dagur á skrifstofunni á mánudaginn.“ Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. 15. desember 2021 12:39 Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segist vera mjög peppaður fyrir morgundeginum. Lyftan hafi verið í keyrslu í allan dag, verði í gangi frá 13-16 á morgun og svo frá 10-16 á sunnudaginn. Formleg vígluathöfn verður þó haldin síðar. Brynjar Helgi er sjálfur fjarri góðu gamni, heima með Covid-19. Hann segir mikið álag á starfsfólki í fjallinu enda brjálað að gera. Verið að troða nýjar leiðir eftir alla ofankomuna, standa vaktina í lyftunni og svo er það auðvitað skíðaleigan, veitingasalan og svo fram vegis. Hiti á Akueyri er við frostmark og stillt. Fínustu aðstæður til að renna sér eftir mikla ofankomu undanfarna daga. Á morgun er spáð köldu en björtu hægviðri og verður lyftan því gangsett við kjöraðstæður . Vegna aðstæðna og mikils bratta svo hátt í fjallinu, verður lyftan eingöngu notuð þegar skyggni er gott og snjóflóðahætta í lágmarki. „Það verður mikil gleði upp frá á morgun,“ segir Brynjar Helgi. Hann verður að bíða til mánudags eftir að mæta sjálfur á svæðið. „Það verður góður dagur á skrifstofunni á mánudaginn.“
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. 15. desember 2021 12:39 Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. 15. desember 2021 12:39
Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15
Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30
Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent