Vandi sem varðar líf og dauða Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 21:00 Á Íslandi hafa framlög til geðheilbrigðismála í gegnum tíðina almennt mætt afgangi. Í kjölfar efnahagskreppunnar, árið 2008, hljóðaði niðurskurðurinn upp á 17% á geðsviði á árunum 2008 til 2012. Um svipað leyti fjölgaði komum á bráðaþjónustunni. Að sækja sér geðheilbrigðisþjónustu hefur ekki alltaf verið á færi allra. Skortur er á geðlæknum hérlendis og kostnaðurinn sem fylgir því að fara til sálfræðings getur verið gífurlegur. Árið 2020 var frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu samþykkt á Alþingi og fögnuðu margir þeim áformum. En svo kom á daginn að það reyndist einvörðungu í orði en ekki á borði. Þingmaður Viðreisnar kom fram í fréttum fyrr í mánuðinum og talaði um að heimildin til niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu hafi ekki verið nýtt þar sem ekki hafi fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni. Að sögn þingmannsins væri heimild til niðurgreiðslu til staðar en ekki fjármagn og það endurspeglaði fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi í málinu. Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að grípa einstaklinga áður en í óefni er komið. Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni jafnfætis þeirri líkamlegu. Nú til dags er talað um fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í veitingu þjónustu. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru besti kosturinn fjárhagslega, sem og fyrir einstaklinginn. Að bregðast við eins fljótt og auðið er dregur úr þjáningu og gefur flestum færi á að missa sem minnst úr vinnu eða námi. Snör inngrip og samþætting í þjónustuveitingu, auk fjölbreyttra úrræða í samfélaginu, sem einstaklingar hafa tök á að sækja á eigin forsendum, geta stuðlað að aukinni virkni. Samhliða væru hverfandi líkur á að fólk þyrfti með tímanum að reiða sig á bætur frá almannatryggingakerfinu vegna skertrar starfsorku. Þrátt fyrir áðurnefnda vitundarvakningu er víða þörf á viðhorfsbreytingu varðandi þjónustu við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í fyrra kom fram í fréttum á RÚV að biðtími eftir þjónustu, eftir meðferð átröskunarteymis á Landspítala, hafi sjöfaldast á fjórum árum. Einnig hefur komið fram að umtalsvert fleiri hafi látist af völdum sjálfsvíga á undanförnum árum heldur en af völdum COVID-19. Framlög til geðheilbrigðismála árið 2022 eru ekki í takt við hina raunverulegu þörf. Geðheilbrigðismál er umfangsmikill málaflokkur sem í gegnum tíðina hefur oftar en ekki setið á hakanum. Fjármagni er oft veitt í tímabundin verkefni líkt og verið sé að plástra sár. Ætla má að kvíði og almenn vanlíðan hafi aukist meðal landsmanna á þeim óvissutímum sem við höfum búið við. Tíðni heimilisofbeldis hefur vaxið og ætla má að notkun vímuefna hafi sömuleiðis tekið kipp. Bæði fagfólk og samfélagið í heild sinni mætti huga betur að rót vandans hjá einstaklingum í stað þess að einblína fyrst og fremst á einkenni, eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina. Geðlyfjanotkun á Íslandi er gífurleg í samanburði við mörg önnur Evrópulönd. Ef aðgengi að sálfræðiþjónustu væri betra myndi lyfjanotkun landsmanna að öllum líkindum minnka með tímanum og atvinnuþátttaka aukast. Fjármagni hefur verið varið í svokölluð geðheilsuteymi á landsvísu. Þau eru ætluð einstaklingum sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda. Nýlega var tryggt fjármagn fyrir áframhaldandi starfsemi geðheilsuteymi fanga. Einnig er í vinnslu að byggja upp geðheilsuteymi fyrir börn. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihóp tímabundið til að vakta óbein áhrif COVID-19 á geðheilsu og skilaði hópurinn skýrslu í maí sl. um áhrif faraldursins á börn og ungmenni. Fram kemur í skýrslunni að stýrihópurinn leggi til að farið verði í aðgerðir til að stytta bið eftir sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu á BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans). Biðlistar þar hafa aukist umtalsvert. Sem stendur er geðsvið Landspítalans heldur ekki með í áformum um nýjan spítala, þrátt fyrir úreltar og óaðgengilegar byggingar sem standast ekki nútímakröfur. Nýtt geðsvið hefur ekki einu sinni verið á teikniborðinu hjá framkvæmdaraðilum. Áætla má að erfitt ástand sé í vændum sem vinda þarf ofan af. Margt eldra fólk ásamt einstaklingum í áhættuhópum hafa lokað sig af og einangrast enn meir í gegnum heimsfaraldurinn. Unga fólkið okkar hefur heldur ekki fengið að upplifa eðlileg félagsleg samskipti sem ættu að einkenna menntaskólaárin. Líkt og komið hefur fram er langur biðlisti á BUGL og getur bið eftir þjónustu barnasálfræðings á stofu sömuleiðis verið löng. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna oft bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað frá og jafnvel sett á biðlista. Upplýsingar um bið eftir ýmiss konar þjónustu fyrir börn má finna hér. Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum á fyrstu árum í lífi barns. Hún er lykilatriði í farsæld barna og ungmenna um ókomna tíð. Ég skora því á stjórnvöld að leggja áherslu á heilsu þjóðarinnar nú þegar almenningur hefur búið við mikið óvissuástand undanfarin ár. Vissulega er óvissa fylgifiskur mannlegrar tilveru en nú er svo sannarlega þörf á mótvægisaðgerðum sem stuðla að bættri lýðheilsu þjóðarinnar! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa framlög til geðheilbrigðismála í gegnum tíðina almennt mætt afgangi. Í kjölfar efnahagskreppunnar, árið 2008, hljóðaði niðurskurðurinn upp á 17% á geðsviði á árunum 2008 til 2012. Um svipað leyti fjölgaði komum á bráðaþjónustunni. Að sækja sér geðheilbrigðisþjónustu hefur ekki alltaf verið á færi allra. Skortur er á geðlæknum hérlendis og kostnaðurinn sem fylgir því að fara til sálfræðings getur verið gífurlegur. Árið 2020 var frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu samþykkt á Alþingi og fögnuðu margir þeim áformum. En svo kom á daginn að það reyndist einvörðungu í orði en ekki á borði. Þingmaður Viðreisnar kom fram í fréttum fyrr í mánuðinum og talaði um að heimildin til niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu hafi ekki verið nýtt þar sem ekki hafi fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni. Að sögn þingmannsins væri heimild til niðurgreiðslu til staðar en ekki fjármagn og það endurspeglaði fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi í málinu. Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að grípa einstaklinga áður en í óefni er komið. Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni jafnfætis þeirri líkamlegu. Nú til dags er talað um fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í veitingu þjónustu. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru besti kosturinn fjárhagslega, sem og fyrir einstaklinginn. Að bregðast við eins fljótt og auðið er dregur úr þjáningu og gefur flestum færi á að missa sem minnst úr vinnu eða námi. Snör inngrip og samþætting í þjónustuveitingu, auk fjölbreyttra úrræða í samfélaginu, sem einstaklingar hafa tök á að sækja á eigin forsendum, geta stuðlað að aukinni virkni. Samhliða væru hverfandi líkur á að fólk þyrfti með tímanum að reiða sig á bætur frá almannatryggingakerfinu vegna skertrar starfsorku. Þrátt fyrir áðurnefnda vitundarvakningu er víða þörf á viðhorfsbreytingu varðandi þjónustu við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í fyrra kom fram í fréttum á RÚV að biðtími eftir þjónustu, eftir meðferð átröskunarteymis á Landspítala, hafi sjöfaldast á fjórum árum. Einnig hefur komið fram að umtalsvert fleiri hafi látist af völdum sjálfsvíga á undanförnum árum heldur en af völdum COVID-19. Framlög til geðheilbrigðismála árið 2022 eru ekki í takt við hina raunverulegu þörf. Geðheilbrigðismál er umfangsmikill málaflokkur sem í gegnum tíðina hefur oftar en ekki setið á hakanum. Fjármagni er oft veitt í tímabundin verkefni líkt og verið sé að plástra sár. Ætla má að kvíði og almenn vanlíðan hafi aukist meðal landsmanna á þeim óvissutímum sem við höfum búið við. Tíðni heimilisofbeldis hefur vaxið og ætla má að notkun vímuefna hafi sömuleiðis tekið kipp. Bæði fagfólk og samfélagið í heild sinni mætti huga betur að rót vandans hjá einstaklingum í stað þess að einblína fyrst og fremst á einkenni, eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina. Geðlyfjanotkun á Íslandi er gífurleg í samanburði við mörg önnur Evrópulönd. Ef aðgengi að sálfræðiþjónustu væri betra myndi lyfjanotkun landsmanna að öllum líkindum minnka með tímanum og atvinnuþátttaka aukast. Fjármagni hefur verið varið í svokölluð geðheilsuteymi á landsvísu. Þau eru ætluð einstaklingum sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda. Nýlega var tryggt fjármagn fyrir áframhaldandi starfsemi geðheilsuteymi fanga. Einnig er í vinnslu að byggja upp geðheilsuteymi fyrir börn. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihóp tímabundið til að vakta óbein áhrif COVID-19 á geðheilsu og skilaði hópurinn skýrslu í maí sl. um áhrif faraldursins á börn og ungmenni. Fram kemur í skýrslunni að stýrihópurinn leggi til að farið verði í aðgerðir til að stytta bið eftir sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu á BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans). Biðlistar þar hafa aukist umtalsvert. Sem stendur er geðsvið Landspítalans heldur ekki með í áformum um nýjan spítala, þrátt fyrir úreltar og óaðgengilegar byggingar sem standast ekki nútímakröfur. Nýtt geðsvið hefur ekki einu sinni verið á teikniborðinu hjá framkvæmdaraðilum. Áætla má að erfitt ástand sé í vændum sem vinda þarf ofan af. Margt eldra fólk ásamt einstaklingum í áhættuhópum hafa lokað sig af og einangrast enn meir í gegnum heimsfaraldurinn. Unga fólkið okkar hefur heldur ekki fengið að upplifa eðlileg félagsleg samskipti sem ættu að einkenna menntaskólaárin. Líkt og komið hefur fram er langur biðlisti á BUGL og getur bið eftir þjónustu barnasálfræðings á stofu sömuleiðis verið löng. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna oft bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað frá og jafnvel sett á biðlista. Upplýsingar um bið eftir ýmiss konar þjónustu fyrir börn má finna hér. Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum á fyrstu árum í lífi barns. Hún er lykilatriði í farsæld barna og ungmenna um ókomna tíð. Ég skora því á stjórnvöld að leggja áherslu á heilsu þjóðarinnar nú þegar almenningur hefur búið við mikið óvissuástand undanfarin ár. Vissulega er óvissa fylgifiskur mannlegrar tilveru en nú er svo sannarlega þörf á mótvægisaðgerðum sem stuðla að bættri lýðheilsu þjóðarinnar! Höfundur er Reykvíkingur.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun