Forseti IOC hneykslast á hversu kuldalega þjálfarar Kamilu komu fram við hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 08:01 Eteri Tutberidze tók á endanum utan um Kamilu Valievu en hafði áður skammað hana. AP/David J. Phillip Skautakonan Kamila Valieva er aðeins fimmtán ára gömul og var að keppa á Ólympíuleikunum með allan heiminn á herðum sér. Hún hélt ekki út og klúðraði síðustu æfingu sinni. Viðbrögð þjálfara hennar kölluðu á gagnrýni frá sjálfum forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar. Það eru allir að pæla í skautadrottningunni ungu sem féll á lyfjaprófi í desember en fékk samt að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Það efast enginn um hæfileika hennar en um leið bendir allt til þess að Rússar hafi gefið þessari fimmtán ára stelpu kokteil af hjartalyfjum til að auka getu hennar til æfinga. IOC president Bach disturbed by Valieva's meltdown, hits out at entourage https://t.co/QQKaU15VtJ pic.twitter.com/qiv1nSjJRY— Reuters (@Reuters) February 18, 2022 Svo mikil er athyglin á Kamilu að Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, sá ástæðu til að segja sína skoðun á hvernig komið var fram við þessa ungu íþróttakonu sem á enn fimm ár eftir í tvítugsafmælið sitt. Bach sagði að það hafi verið hrollvekjandi að fylgjast með hversu kuldalega þjálfarar Kamilu komu fram við hana eftir að hún hafði augljóslega gert of mörg mistök í lokaæfingu sinni. Kamila endaði í fjórða sætinu eftir að hafa verið efst eftir skylduæfingarnar. Frammistaða Kamilu í lokaæfingunni er enn eitt dæmið um að hún átti aldrei að vera inn á ísnum enda að keppa við aðstæður sem áttu aldrei að vera leyfðar. Það var samt ekkert faðmlag eða huggun fyrir hina fimmtán ára gömlu Kamilu sem var augljóslega niðurbrotin. Í stað þess að hughreysta hana þá hreytti Eteri Tutberidze þjálfari í hana: Af hverju hættir þú að berjast? Kamila Valieva's entourage are 'chilling', says IOC president Thomas Bach in scathing attack | @PippaField23 https://t.co/Pr9CFMWdfx— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 18, 2022 „Þegar ég sá það hvernig var komið fram við hana af hennar nánasta samstarfsfólki, sem litu út fyrir að vera ferlega kuldalegar móttökur, þá fékk ég hroll. Að taka svona á móti henni í stað þess að hughreysta hana eða reyna að hjálpa henni,“ sagði Thomas Bach. Bach sagðist enn fremur haga verið mjög brugðið þegar hann fylgdist með keppninni í sjónvarpinu. „Allt þetta gefur mér ekki mikla trú á þessu nánasta liði Kamilu, hvorki með það sem gerðist í fortíðinni eða hvað mun gerast í framtíðinni. Hvernig var komið fram við íþróttamann sem er aðeins fimmtán ára og að eiga við augljóslega mikið andlegt álag,“ sagði Bach. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Valieva brotnaði saman og komst ekki á verðlaunapall Kamila Valieva komst ekki í verðlaunapall í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 17. febrúar 2022 14:07 Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. 17. febrúar 2022 07:59 Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30 „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Það eru allir að pæla í skautadrottningunni ungu sem féll á lyfjaprófi í desember en fékk samt að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Það efast enginn um hæfileika hennar en um leið bendir allt til þess að Rússar hafi gefið þessari fimmtán ára stelpu kokteil af hjartalyfjum til að auka getu hennar til æfinga. IOC president Bach disturbed by Valieva's meltdown, hits out at entourage https://t.co/QQKaU15VtJ pic.twitter.com/qiv1nSjJRY— Reuters (@Reuters) February 18, 2022 Svo mikil er athyglin á Kamilu að Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, sá ástæðu til að segja sína skoðun á hvernig komið var fram við þessa ungu íþróttakonu sem á enn fimm ár eftir í tvítugsafmælið sitt. Bach sagði að það hafi verið hrollvekjandi að fylgjast með hversu kuldalega þjálfarar Kamilu komu fram við hana eftir að hún hafði augljóslega gert of mörg mistök í lokaæfingu sinni. Kamila endaði í fjórða sætinu eftir að hafa verið efst eftir skylduæfingarnar. Frammistaða Kamilu í lokaæfingunni er enn eitt dæmið um að hún átti aldrei að vera inn á ísnum enda að keppa við aðstæður sem áttu aldrei að vera leyfðar. Það var samt ekkert faðmlag eða huggun fyrir hina fimmtán ára gömlu Kamilu sem var augljóslega niðurbrotin. Í stað þess að hughreysta hana þá hreytti Eteri Tutberidze þjálfari í hana: Af hverju hættir þú að berjast? Kamila Valieva's entourage are 'chilling', says IOC president Thomas Bach in scathing attack | @PippaField23 https://t.co/Pr9CFMWdfx— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 18, 2022 „Þegar ég sá það hvernig var komið fram við hana af hennar nánasta samstarfsfólki, sem litu út fyrir að vera ferlega kuldalegar móttökur, þá fékk ég hroll. Að taka svona á móti henni í stað þess að hughreysta hana eða reyna að hjálpa henni,“ sagði Thomas Bach. Bach sagðist enn fremur haga verið mjög brugðið þegar hann fylgdist með keppninni í sjónvarpinu. „Allt þetta gefur mér ekki mikla trú á þessu nánasta liði Kamilu, hvorki með það sem gerðist í fortíðinni eða hvað mun gerast í framtíðinni. Hvernig var komið fram við íþróttamann sem er aðeins fimmtán ára og að eiga við augljóslega mikið andlegt álag,“ sagði Bach.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Valieva brotnaði saman og komst ekki á verðlaunapall Kamila Valieva komst ekki í verðlaunapall í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 17. febrúar 2022 14:07 Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. 17. febrúar 2022 07:59 Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30 „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Valieva brotnaði saman og komst ekki á verðlaunapall Kamila Valieva komst ekki í verðlaunapall í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 17. febrúar 2022 14:07
Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. 17. febrúar 2022 07:59
Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30
„Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00
Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti