Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 23:40 Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa meðal annars lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. Getty/Anadolu Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. Mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda í Kanada vegna kórónuveirufaraldursins hafa staðið yfir síðan í janúar. Vörubílstjórarnir hafa mótmælt bólusetningarskyldu harðlega, ekki síst þar sem yfirleitt er stór hluti vörubílstjóra í Kanada aðflutt vinnuafl, en nú geta erlendir verkamenn ekki ferðast til Kanada án fullrar bólusetningar gegn kórónuveirunni. Mótmælin hófust upprunalega eftir að vörubílstjórar tóku að mótmæla bólusetningarskyldu við komuna inn í landið en með tímanum hafa fleiri bæst við sem almennt mótmæla hvers kyns takmörkunum sem nú eru í gildi. Dómstóll þar í landi úrskurðaði nýverið að mótmælum skyldi hætt en vörubílstjórar og aðrir mótmælendur virðast lítið hafa tekið mark á niðurstöðu dómstólsins. Nú hefur lögreglan í Ottawa hótað aðgerðum og segir mótmælendum að yfirgefa svæðið, ella verði þeir handteknir. Lögreglumenn hafa sett upp sérstakar eftirlitsstöðvar og engum er heimilt að komast inn á það svæði, hvar mest er mótmælt, án lögmætrar ástæðu. Gripið var til ráðstafananna til að sporna gegn auknum fjölda mótmælenda. Lögreglan hefur ekki gefið út nánari upplýsingar um hvenær til standi að grípa til aðgerða gegn mótmælendum en tilkynningin kemur aðeins fáeinum dögum eftir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, greip til sérstakra neyðarlaga. Neyðarheimildirnar fela meðal annars í sér að hægt verði að frysta reikninga þeirra sem mótmælunum tengjast án þess að til þurfi að koma dómsúrskurður. Þá geta yfirvöld gert bíla og önnur farartæki í eigu mótmælenda upptæk. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda í Kanada vegna kórónuveirufaraldursins hafa staðið yfir síðan í janúar. Vörubílstjórarnir hafa mótmælt bólusetningarskyldu harðlega, ekki síst þar sem yfirleitt er stór hluti vörubílstjóra í Kanada aðflutt vinnuafl, en nú geta erlendir verkamenn ekki ferðast til Kanada án fullrar bólusetningar gegn kórónuveirunni. Mótmælin hófust upprunalega eftir að vörubílstjórar tóku að mótmæla bólusetningarskyldu við komuna inn í landið en með tímanum hafa fleiri bæst við sem almennt mótmæla hvers kyns takmörkunum sem nú eru í gildi. Dómstóll þar í landi úrskurðaði nýverið að mótmælum skyldi hætt en vörubílstjórar og aðrir mótmælendur virðast lítið hafa tekið mark á niðurstöðu dómstólsins. Nú hefur lögreglan í Ottawa hótað aðgerðum og segir mótmælendum að yfirgefa svæðið, ella verði þeir handteknir. Lögreglumenn hafa sett upp sérstakar eftirlitsstöðvar og engum er heimilt að komast inn á það svæði, hvar mest er mótmælt, án lögmætrar ástæðu. Gripið var til ráðstafananna til að sporna gegn auknum fjölda mótmælenda. Lögreglan hefur ekki gefið út nánari upplýsingar um hvenær til standi að grípa til aðgerða gegn mótmælendum en tilkynningin kemur aðeins fáeinum dögum eftir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, greip til sérstakra neyðarlaga. Neyðarheimildirnar fela meðal annars í sér að hægt verði að frysta reikninga þeirra sem mótmælunum tengjast án þess að til þurfi að koma dómsúrskurður. Þá geta yfirvöld gert bíla og önnur farartæki í eigu mótmælenda upptæk.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02
Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46