Martröð bandarísku stjörnunnar hættir ekki Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 09:00 Mikaela Shiffrin, niðurdregin eftir að hafa fallið úr keppni í dag. Getty/Alex Pantling Bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin féll í þriðja sinn úr keppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í dag og segist einfaldlega ekki geta gert sér í hugarlund hvað það er sem veldur. Shiffrin hafði þegar fallið úr keppni í svigi og stórsvigi, þrátt fyrir að vera sigurstrangleg, en gullverðlaunin virtust enn á ný innan seilingar í alpatvíkeppninni í dag. Hún stóð sig vel í bruninu og náði 5. sæti en í seinni hluta tvíkeppninnar, sviginu, þar sem Shiffrin virtist fyrir fram hafa yfirburði, hlekktist henni á. Shiffrin hafði þegar lýst fyrri tveimur tilraunum sínum til að ná verðlaunum sem „mistökum“ en ekki tókst henni að bæta úr því að neinu leyti í dag. „Ég skil bara ekki hvað það er sem virkar ekki í þessum keppnum, sérstaklega í dag. Í stórsviginu og sviginu fannst mér ég kannski vera of áköf, eins og ég væri að reyna of mikið í stað þess að ná mínum takti. Í dag var ég mun yfirvegaðri,“ sagði Shiffrin. Hún hafi alls ekki viljað halda aftur af sér í dag en á sama tíma gætt þess vel að fara ekki og geyst. „Samt virkaði það ekki. Ég hef enga skýringu á því og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu ergilegt það er fyrir mig,“ sagði Shiffrin, greinilega miður sín. In another devastating moment for Mikaela Shiffrin , the skier was disqualified in her last solo event at #Beijing2022 after tripping on a gate and toppling to the snow. It was the third race the three-time Olympic medal winner was unable to finish.https://t.co/96eD3Y90kN pic.twitter.com/cdnXBBrszS— The New York Times (@nytimes) February 17, 2022 Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sjá meira
Shiffrin hafði þegar fallið úr keppni í svigi og stórsvigi, þrátt fyrir að vera sigurstrangleg, en gullverðlaunin virtust enn á ný innan seilingar í alpatvíkeppninni í dag. Hún stóð sig vel í bruninu og náði 5. sæti en í seinni hluta tvíkeppninnar, sviginu, þar sem Shiffrin virtist fyrir fram hafa yfirburði, hlekktist henni á. Shiffrin hafði þegar lýst fyrri tveimur tilraunum sínum til að ná verðlaunum sem „mistökum“ en ekki tókst henni að bæta úr því að neinu leyti í dag. „Ég skil bara ekki hvað það er sem virkar ekki í þessum keppnum, sérstaklega í dag. Í stórsviginu og sviginu fannst mér ég kannski vera of áköf, eins og ég væri að reyna of mikið í stað þess að ná mínum takti. Í dag var ég mun yfirvegaðri,“ sagði Shiffrin. Hún hafi alls ekki viljað halda aftur af sér í dag en á sama tíma gætt þess vel að fara ekki og geyst. „Samt virkaði það ekki. Ég hef enga skýringu á því og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu ergilegt það er fyrir mig,“ sagði Shiffrin, greinilega miður sín. In another devastating moment for Mikaela Shiffrin , the skier was disqualified in her last solo event at #Beijing2022 after tripping on a gate and toppling to the snow. It was the third race the three-time Olympic medal winner was unable to finish.https://t.co/96eD3Y90kN pic.twitter.com/cdnXBBrszS— The New York Times (@nytimes) February 17, 2022
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sjá meira