„Ef fólk er veikt þá er það veikt og verður heima - annað er bara út í Hróa Hött“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. febrúar 2022 21:12 Vísir/Egill Forstjóri Hrafnistu segir að nauðsynlegt geti verið að kalla Covid smitað, einkennalaust heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunvarvanda. Forstjórinn leggur áherslu á að veikir starfsmenn verði að sjálfsögðu ekki kallað til vinnu enda veikindaréttur starfsfólks tryggður. María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunarheimila Hrafnistu segist vel finna fyrir ástandinu. Smitaðir heimilismenn beri sig blessunarlega almennt vel en mönnunarvandi setji strik í reikninginn. „Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt. Heimilin okkar eru að missa mikið út starfsfólk í veikindi og íbúar eru að veikjast – eða smitast, þeir eru ekki mikið að veikjast sem betur fer og sama gildir um starfsfólkið þó það sé að smitast af Covid,“ segir María Fjóla. „Þetta er rosalega þéttur hópur sem þjappar sér saman þegar á reynir og hefur sýnt það síðastliðin tvö ár þrátt fyrir mikið álag. Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“ María Fjóla segir nauðsynlegt að geta gripið til úrræðisins þegar þau sjái fram á að ná jafnvel ekki að manna hjúkrunarheimilin. „Eins og áður höfum við staðið frammi fyrir því að vera að velja á milli tveggja niðurstaðna eða tveggja valmöguleika: annars vegar að hafa heimilið ómannað eða hafa það mannað. Og þá að sjálfsögðu er þá betra að hafa það mannað en geta tryggt öryggi með sóttvörnum og öðru,“ segir María Fjóla. Aðspurð tekur hún undir áhyggjur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og ítrekar að veikindaréttur heilbrigðisstarfsfólks verði ekki brotinn. Við sé átt að fólk mæti einkennalaust í vinnu en þeir sem veikir séu fái sinn lögbundna rétt. „Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunarheimila Hrafnistu segist vel finna fyrir ástandinu. Smitaðir heimilismenn beri sig blessunarlega almennt vel en mönnunarvandi setji strik í reikninginn. „Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt. Heimilin okkar eru að missa mikið út starfsfólk í veikindi og íbúar eru að veikjast – eða smitast, þeir eru ekki mikið að veikjast sem betur fer og sama gildir um starfsfólkið þó það sé að smitast af Covid,“ segir María Fjóla. „Þetta er rosalega þéttur hópur sem þjappar sér saman þegar á reynir og hefur sýnt það síðastliðin tvö ár þrátt fyrir mikið álag. Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“ María Fjóla segir nauðsynlegt að geta gripið til úrræðisins þegar þau sjái fram á að ná jafnvel ekki að manna hjúkrunarheimilin. „Eins og áður höfum við staðið frammi fyrir því að vera að velja á milli tveggja niðurstaðna eða tveggja valmöguleika: annars vegar að hafa heimilið ómannað eða hafa það mannað. Og þá að sjálfsögðu er þá betra að hafa það mannað en geta tryggt öryggi með sóttvörnum og öðru,“ segir María Fjóla. Aðspurð tekur hún undir áhyggjur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og ítrekar að veikindaréttur heilbrigðisstarfsfólks verði ekki brotinn. Við sé átt að fólk mæti einkennalaust í vinnu en þeir sem veikir séu fái sinn lögbundna rétt. „Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira