Vill nýjan skóla mitt á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2022 20:03 Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúa í meirihlutanum í bæjarstjórn Árborgar, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, sem vill að nýr skóli og íþróttamannvirki verði byggð mitt á milli þorpanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vandræðaástand hefur skapast í skólamálum á Eyrarbakka og Stokkseyri eftir að mygla fannst í báðum skólunum. Bæjarfulltrúi meirihlutans í Árborg vill að nýr skóli og íþróttamannvirki verði byggð mitt á milli þorpanna. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október árið 1852 þegar skólastarf hófst á Eyrarbakka og fagnar því 170 ára afmæli næsta haust. Nú er hins vegar komið babb í bátinn því mygla greindist í skólanum á Eyrarbakka fyrir nokkrum vikum og er hann því ónothæfur. Og á mánudaginn var staðfest mygla í elsta hluta skólans á Stokkseyri. Um 150 nemendur eru í skólanum. Nemendur í á elsta stigi á Eyrarbakka fá nú sína kennslu í Samkomuhúsinu Stað og veitingahúsinu Rauða húsinu en á Stokkseyri er ástandi ekki jafn slæmt því þar er nýlegur skóli þar sem yngsta stigið sækir skóla. Barnaskólinn á Eyrarbakka en engin starfsemi fer nú fram í húsinu eftir að mygla greindist þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúi í meirihlutanum veit hvað gera skal. „Já, ég er búin að leggja til nýja gamla hugmynd að það verði byggður skóli á milli þorpanna, nýr skóli og íþróttaaðstaða í samræmi við kröfur nútímans þannig að það sé hægt að kenna þar bæði íþróttir og sund,“ segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson. Heldur þú að það sé hljómgrunnur fyrir þessu ? „Já, ég tel að svo sé.“ Kennsla fer líka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu á Eyrarbakka. Skipaður verður starfshópur á vegum Árborgar um framtíð skólamála á ströndinni. Sigurjón segir að nýr skóli yrði byggður upp í áföngum en kostnaður við hann gæti orðið um einn milljarður. Skóflustunga yrði tekin af nýja skólanum eftir ár ef allt gengur upp. Kennsla fer nú m.a. fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með að flytja starfsemina á Selfoss? „Nei, það kemur ekki til greina, það er bæði ekkert pláss fyrir nemendur á Selfossi en þar að auki er það gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið hér niður frá og bæði fyrir þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri að hér sé öflugt skólastarf og öflugur skóli,“ segir Sigurjón Vídalín. Mygla hefur líka greinst í elsta húsnæði skólans á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá nýju staðsetninguna mitt á milli þorpanna eins og Sigurjón sér hana fyrir sér.Aðsend Árborg Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október árið 1852 þegar skólastarf hófst á Eyrarbakka og fagnar því 170 ára afmæli næsta haust. Nú er hins vegar komið babb í bátinn því mygla greindist í skólanum á Eyrarbakka fyrir nokkrum vikum og er hann því ónothæfur. Og á mánudaginn var staðfest mygla í elsta hluta skólans á Stokkseyri. Um 150 nemendur eru í skólanum. Nemendur í á elsta stigi á Eyrarbakka fá nú sína kennslu í Samkomuhúsinu Stað og veitingahúsinu Rauða húsinu en á Stokkseyri er ástandi ekki jafn slæmt því þar er nýlegur skóli þar sem yngsta stigið sækir skóla. Barnaskólinn á Eyrarbakka en engin starfsemi fer nú fram í húsinu eftir að mygla greindist þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúi í meirihlutanum veit hvað gera skal. „Já, ég er búin að leggja til nýja gamla hugmynd að það verði byggður skóli á milli þorpanna, nýr skóli og íþróttaaðstaða í samræmi við kröfur nútímans þannig að það sé hægt að kenna þar bæði íþróttir og sund,“ segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson. Heldur þú að það sé hljómgrunnur fyrir þessu ? „Já, ég tel að svo sé.“ Kennsla fer líka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu á Eyrarbakka. Skipaður verður starfshópur á vegum Árborgar um framtíð skólamála á ströndinni. Sigurjón segir að nýr skóli yrði byggður upp í áföngum en kostnaður við hann gæti orðið um einn milljarður. Skóflustunga yrði tekin af nýja skólanum eftir ár ef allt gengur upp. Kennsla fer nú m.a. fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með að flytja starfsemina á Selfoss? „Nei, það kemur ekki til greina, það er bæði ekkert pláss fyrir nemendur á Selfossi en þar að auki er það gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið hér niður frá og bæði fyrir þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri að hér sé öflugt skólastarf og öflugur skóli,“ segir Sigurjón Vídalín. Mygla hefur líka greinst í elsta húsnæði skólans á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá nýju staðsetninguna mitt á milli þorpanna eins og Sigurjón sér hana fyrir sér.Aðsend
Árborg Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira