Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 15. febrúar 2022 22:55 Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, voru sigurreif á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld. Vísir/Tumi Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Tekur Sólveig Anna við Agnieszku Ewa Ziółkowska, settum formanni, á aðalfundi félagsins. A-listi hlaut 37 prósent atkvæða, B-listi 52 prósent atkvæða og C-listi hlaut 8 prósent atkvæða. Tvö prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn var því 15,09 prósent. Að sögn Baráttulistans var kjörsókn talsvert meiri en í stjórnar- og formannskosningum árið 2018, sem voru fyrstu slíku kosningarnar í Eflingu. 45% fleiri hafi nú tekið þátt í kosningunum. Svekkt en virðir niðurstöðuna Ólöf Helga segist í samtali við Vísi vera vonsvikin yfir úrslitum kvöldsins en að hún virði að sjálfsögðu vilja félagsmanna. Hún telur að draga megi lærdóm af átökum síðustu vikna innan Eflingar. Þá segir hún mikilvægt að félagsmenn veiti stjórn Eflingar meira aðhald nú en áður. Á listanum með Sólveigu Önnu voru Innocentia F. Friðgeirsson, matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Guðbjörg María Jósepsdóttir leikskólaleiðbeinandi, Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir, starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Öll taka þau sæti í stjórn Eflingar. Skoðunarmenn reikninga verða Barbara Sawka og Magnús Freyr Magnússon. Valtýr Björn Thors verður varamaður. Hatrömm kosningabarátta Í sigurræðu sinni í kvöld sagði Sólveig Anna að hún hafi aldrei orðið vitni af jafn hatrammri kosningabaráttu, og vísaði þá til andstæðinga sinna. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum. Ég vil að við tökum smá tíma til að meðtaka það að eftir allt sem á hefur gengið, allan þann trylling sem á hefur gengið, þá tókst okkur að fá samþykki félagsfólks Eflingar fyrir því að við á Baráttulistanum eigum að fá að stýra efnahagslegri réttlætisbaráttu verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún við mikinn fögnuð. Ólöf Helga (önnur frá vinstri) og meðlimir A-listans áður en úrslit voru kynnt. Engir fulltrúar frá öðrum listum mættu á skrifstofu Eflingar.Vísir/Árni Fram kemur í tilkynningu frá Baráttulistanum að kosningabaráttunnar verði minnst fyrir það „hve hún einkenndist af hálfu andstæðinga Baráttulistans af grófum árásum á persónu Sólveigar Önnu Jónsdóttur og samstarfsfólks hennar þar sem nafnlausum róg og ósannindum var ítrekað lekið í fjölmiðla.“ „Einnig verður kosningabaráttunnar minnst fyrir ítrekaðar tilraunir starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar, bæði Eflingar og aðildarfélaga Alþýðusambandsins, til að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna.“ Þá segir að Baráttulistinn hafi lagt áherslu á fjölda, samstöðu og sýnileika Eflingarfélaga. Þá hafi skortur á aðhaldi og lýðræði í lífeyrissjóðakerfinu verið gagnrýndur, sjónum beint að endurvakningu SALEK og lagt til að gaumgæfa mikil útgjöld Eflingar til Alþýðusambandsins. „Eflingarfélagar hafa með þessum kosningum staðfest stuðning sinn við stefnumál Baráttulistans og lýst yfir trausti til Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem leiðtoga í íslenskri verkalýðsbaráttu. Þeir hafa jafnframt hafnað tilraunum andstæðinga verka- og láglaunafólks til að afvegaleiða endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. Sú endurreisn hefur fengið ómetanlegan byr í seglin,“ segir í yfirlýsingu Baráttulistans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Tekur Sólveig Anna við Agnieszku Ewa Ziółkowska, settum formanni, á aðalfundi félagsins. A-listi hlaut 37 prósent atkvæða, B-listi 52 prósent atkvæða og C-listi hlaut 8 prósent atkvæða. Tvö prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn var því 15,09 prósent. Að sögn Baráttulistans var kjörsókn talsvert meiri en í stjórnar- og formannskosningum árið 2018, sem voru fyrstu slíku kosningarnar í Eflingu. 45% fleiri hafi nú tekið þátt í kosningunum. Svekkt en virðir niðurstöðuna Ólöf Helga segist í samtali við Vísi vera vonsvikin yfir úrslitum kvöldsins en að hún virði að sjálfsögðu vilja félagsmanna. Hún telur að draga megi lærdóm af átökum síðustu vikna innan Eflingar. Þá segir hún mikilvægt að félagsmenn veiti stjórn Eflingar meira aðhald nú en áður. Á listanum með Sólveigu Önnu voru Innocentia F. Friðgeirsson, matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Guðbjörg María Jósepsdóttir leikskólaleiðbeinandi, Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir, starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Öll taka þau sæti í stjórn Eflingar. Skoðunarmenn reikninga verða Barbara Sawka og Magnús Freyr Magnússon. Valtýr Björn Thors verður varamaður. Hatrömm kosningabarátta Í sigurræðu sinni í kvöld sagði Sólveig Anna að hún hafi aldrei orðið vitni af jafn hatrammri kosningabaráttu, og vísaði þá til andstæðinga sinna. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum. Ég vil að við tökum smá tíma til að meðtaka það að eftir allt sem á hefur gengið, allan þann trylling sem á hefur gengið, þá tókst okkur að fá samþykki félagsfólks Eflingar fyrir því að við á Baráttulistanum eigum að fá að stýra efnahagslegri réttlætisbaráttu verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún við mikinn fögnuð. Ólöf Helga (önnur frá vinstri) og meðlimir A-listans áður en úrslit voru kynnt. Engir fulltrúar frá öðrum listum mættu á skrifstofu Eflingar.Vísir/Árni Fram kemur í tilkynningu frá Baráttulistanum að kosningabaráttunnar verði minnst fyrir það „hve hún einkenndist af hálfu andstæðinga Baráttulistans af grófum árásum á persónu Sólveigar Önnu Jónsdóttur og samstarfsfólks hennar þar sem nafnlausum róg og ósannindum var ítrekað lekið í fjölmiðla.“ „Einnig verður kosningabaráttunnar minnst fyrir ítrekaðar tilraunir starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar, bæði Eflingar og aðildarfélaga Alþýðusambandsins, til að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna.“ Þá segir að Baráttulistinn hafi lagt áherslu á fjölda, samstöðu og sýnileika Eflingarfélaga. Þá hafi skortur á aðhaldi og lýðræði í lífeyrissjóðakerfinu verið gagnrýndur, sjónum beint að endurvakningu SALEK og lagt til að gaumgæfa mikil útgjöld Eflingar til Alþýðusambandsins. „Eflingarfélagar hafa með þessum kosningum staðfest stuðning sinn við stefnumál Baráttulistans og lýst yfir trausti til Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem leiðtoga í íslenskri verkalýðsbaráttu. Þeir hafa jafnframt hafnað tilraunum andstæðinga verka- og láglaunafólks til að afvegaleiða endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. Sú endurreisn hefur fengið ómetanlegan byr í seglin,“ segir í yfirlýsingu Baráttulistans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. 31. október 2021 23:56 Ólöf Helga fremst á lista Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, er formaður á lista sem uppstillinganefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum. 13. janúar 2022 17:56 Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar. 28. janúar 2022 08:02 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. 31. október 2021 23:56
Ólöf Helga fremst á lista Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, er formaður á lista sem uppstillinganefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum. 13. janúar 2022 17:56
Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar. 28. janúar 2022 08:02