West skildi við fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian á síðasta ári og hefur skilnaðurinn farið vægast sagt illa í hann. Í gær birti Vísir ítarlega umfjöllun um atburðarás síðustu daga.
Travis Scott líklega ekki sáttur við West
Íþrótta- og menningarviðburðurinn Super Bowl fór fram á sunnudaginn og lét West sig ekki vanta.
„Við erum að tala um það að Kanye West var trending ofar en Superbowl á sama sunnudeginum!“ segir Birta Líf.
West mætti ásamt tveimur elstu börnum sínum, þeim North og Saint. Það vakti þó helst athygli að hann sat í stúkunni með tónlistarmönnunum Tyga og YG, en sá fyrrnefndi er fyrrverandi kærasti Kylie Jenner.
„Svo við getum alveg sagt okkur það að Travis Scott er ekki ánægður með hann. Hann setur Tyga á Instagramið sitt og allt. Ég get alveg ímyndað mér að Travis Scott sé pirraður út í hann,“ en Scott er núverandi kærasti Jenner og góður vinur West.

Bók í bígerð hjá Juliu Fox?
Rétt eftir Super bowl bárust fregnir af því að Kanye og leikkonan Julia Fox væru hætt saman.
„Þetta entist í 45 daga, ég var að reikna það,“ segir Birta en flestir virðast hafa haft litla trú á sambandinu.
Fjölmiðlar birtu í kjölfarið myndir af Fox þar sem hún var stödd á flugvelli og skrifuðu að hún hefði verið grátandi. Hún leiðrétti það í færslu á Instagram þar sem hún kvaðst aðeins hafa verið sveitt eftir hlaupin á flugvellinum.
„Ef þið viljið fá alla söguna, þá verðið þið bara að kaupa bókina þegar hún kemur út,“ skrifar Fox í Instagram-færslunni.
Sjá einnig: Kanye West og Julia Fox hætt saman
Kylie Jenner gaf syninum nafn
Þrátt fyrir sambandsslitin virðist West ekki hafa setið auðum höndum á Valentínusardaginn, því slúðurmiðlar vestanhafs greindu frá því að hann hafi sent pallbíl fullan af rauðum rósum heim til fyrrverandi eiginkonu sinnar, Kim Kardashian.
Á bílnum stóð: „My vision is krystal klear,“ með K þar sem hefði átt að vera C.
„En ef við ræðum nú eitthvað annað sem tengist samt þessari fjölskyldu, þá fengum við að vita nafnið á syni hennar Kylie Jenner,“ en litli drengurinn fékk nafnið Wolf.
Fyrir á Jenner dótturina Stormi Webster, sem varð fjögurra ára þann 1. febrúar. En sonurinn, Wolf Webster kom í heiminn aðeins degi seinna eða á þeim flotta degi 02.02.22.
Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni.