„Ef þið viljið fá alla söguna, þá verðið þið bara að kaupa bókina“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 13:30 Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur ekki átt sjö dagana sæla. Getty/Marc Piasecki „Ég veit ekki hvað hefur ekki gerst hjá Kanye West í þessari viku!“ segir Birta Líf Ólafsdóttir. Vikan hefur verið viðburðarík í lífi tónlistarmannsins sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Það skal þó tekið fram að West er með geðhvarfasýki sem hann opnaði sig um fyrir fjórum árum síðan. West skildi við fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian á síðasta ári og hefur skilnaðurinn farið vægast sagt illa í hann. Í gær birti Vísir ítarlega umfjöllun um atburðarás síðustu daga. Travis Scott líklega ekki sáttur við West Íþrótta- og menningarviðburðurinn Super Bowl fór fram á sunnudaginn og lét West sig ekki vanta. „Við erum að tala um það að Kanye West var trending ofar en Superbowl á sama sunnudeginum!“ segir Birta Líf. West mætti ásamt tveimur elstu börnum sínum, þeim North og Saint. Það vakti þó helst athygli að hann sat í stúkunni með tónlistarmönnunum Tyga og YG, en sá fyrrnefndi er fyrrverandi kærasti Kylie Jenner. „Svo við getum alveg sagt okkur það að Travis Scott er ekki ánægður með hann. Hann setur Tyga á Instagramið sitt og allt. Ég get alveg ímyndað mér að Travis Scott sé pirraður út í hann,“ en Scott er núverandi kærasti Jenner og góður vinur West. Kanye West klæddist svartri lambhúshettu á Super bowl. Hann sat í stúkunni með tónlistarmönnunum Tyga og YG.Getty/Kevin Mazur Bók í bígerð hjá Juliu Fox? Rétt eftir Super bowl bárust fregnir af því að Kanye og leikkonan Julia Fox væru hætt saman. „Þetta entist í 45 daga, ég var að reikna það,“ segir Birta en flestir virðast hafa haft litla trú á sambandinu. Fjölmiðlar birtu í kjölfarið myndir af Fox þar sem hún var stödd á flugvelli og skrifuðu að hún hefði verið grátandi. Hún leiðrétti það í færslu á Instagram þar sem hún kvaðst aðeins hafa verið sveitt eftir hlaupin á flugvellinum. „Ef þið viljið fá alla söguna, þá verðið þið bara að kaupa bókina þegar hún kemur út,“ skrifar Fox í Instagram-færslunni. Sjá einnig: Kanye West og Julia Fox hætt saman Kylie Jenner gaf syninum nafn Þrátt fyrir sambandsslitin virðist West ekki hafa setið auðum höndum á Valentínusardaginn, því slúðurmiðlar vestanhafs greindu frá því að hann hafi sent pallbíl fullan af rauðum rósum heim til fyrrverandi eiginkonu sinnar, Kim Kardashian. Á bílnum stóð: „My vision is krystal klear,“ með K þar sem hefði átt að vera C. „En ef við ræðum nú eitthvað annað sem tengist samt þessari fjölskyldu, þá fengum við að vita nafnið á syni hennar Kylie Jenner,“ en litli drengurinn fékk nafnið Wolf. Fyrir á Jenner dótturina Stormi Webster, sem varð fjögurra ára þann 1. febrúar. En sonurinn, Wolf Webster kom í heiminn aðeins degi seinna eða á þeim flotta degi 02.02.22. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. FM957 Brennslan Ástin og lífið Hollywood Tengdar fréttir Kanye West og Julia Fox hætt saman Tónlistar- og athafnamaðurinn Ye, sem almennt er þekktur sem Kanye West, og leikkonan og módelið Julia Fox, eru haldin hvort sína leið. Þau voru saman í um mánuð. 14. febrúar 2022 23:30 Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00 Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“ „Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue. 10. febrúar 2022 11:36 Mælirinn fullur hjá Kardashian sem ákvað að svara fyrir sig Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú. 8. febrúar 2022 15:31 Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Sjá meira
West skildi við fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian á síðasta ári og hefur skilnaðurinn farið vægast sagt illa í hann. Í gær birti Vísir ítarlega umfjöllun um atburðarás síðustu daga. Travis Scott líklega ekki sáttur við West Íþrótta- og menningarviðburðurinn Super Bowl fór fram á sunnudaginn og lét West sig ekki vanta. „Við erum að tala um það að Kanye West var trending ofar en Superbowl á sama sunnudeginum!“ segir Birta Líf. West mætti ásamt tveimur elstu börnum sínum, þeim North og Saint. Það vakti þó helst athygli að hann sat í stúkunni með tónlistarmönnunum Tyga og YG, en sá fyrrnefndi er fyrrverandi kærasti Kylie Jenner. „Svo við getum alveg sagt okkur það að Travis Scott er ekki ánægður með hann. Hann setur Tyga á Instagramið sitt og allt. Ég get alveg ímyndað mér að Travis Scott sé pirraður út í hann,“ en Scott er núverandi kærasti Jenner og góður vinur West. Kanye West klæddist svartri lambhúshettu á Super bowl. Hann sat í stúkunni með tónlistarmönnunum Tyga og YG.Getty/Kevin Mazur Bók í bígerð hjá Juliu Fox? Rétt eftir Super bowl bárust fregnir af því að Kanye og leikkonan Julia Fox væru hætt saman. „Þetta entist í 45 daga, ég var að reikna það,“ segir Birta en flestir virðast hafa haft litla trú á sambandinu. Fjölmiðlar birtu í kjölfarið myndir af Fox þar sem hún var stödd á flugvelli og skrifuðu að hún hefði verið grátandi. Hún leiðrétti það í færslu á Instagram þar sem hún kvaðst aðeins hafa verið sveitt eftir hlaupin á flugvellinum. „Ef þið viljið fá alla söguna, þá verðið þið bara að kaupa bókina þegar hún kemur út,“ skrifar Fox í Instagram-færslunni. Sjá einnig: Kanye West og Julia Fox hætt saman Kylie Jenner gaf syninum nafn Þrátt fyrir sambandsslitin virðist West ekki hafa setið auðum höndum á Valentínusardaginn, því slúðurmiðlar vestanhafs greindu frá því að hann hafi sent pallbíl fullan af rauðum rósum heim til fyrrverandi eiginkonu sinnar, Kim Kardashian. Á bílnum stóð: „My vision is krystal klear,“ með K þar sem hefði átt að vera C. „En ef við ræðum nú eitthvað annað sem tengist samt þessari fjölskyldu, þá fengum við að vita nafnið á syni hennar Kylie Jenner,“ en litli drengurinn fékk nafnið Wolf. Fyrir á Jenner dótturina Stormi Webster, sem varð fjögurra ára þann 1. febrúar. En sonurinn, Wolf Webster kom í heiminn aðeins degi seinna eða á þeim flotta degi 02.02.22. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni.
FM957 Brennslan Ástin og lífið Hollywood Tengdar fréttir Kanye West og Julia Fox hætt saman Tónlistar- og athafnamaðurinn Ye, sem almennt er þekktur sem Kanye West, og leikkonan og módelið Julia Fox, eru haldin hvort sína leið. Þau voru saman í um mánuð. 14. febrúar 2022 23:30 Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00 Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“ „Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue. 10. febrúar 2022 11:36 Mælirinn fullur hjá Kardashian sem ákvað að svara fyrir sig Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú. 8. febrúar 2022 15:31 Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Sjá meira
Kanye West og Julia Fox hætt saman Tónlistar- og athafnamaðurinn Ye, sem almennt er þekktur sem Kanye West, og leikkonan og módelið Julia Fox, eru haldin hvort sína leið. Þau voru saman í um mánuð. 14. febrúar 2022 23:30
Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00
Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“ „Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue. 10. febrúar 2022 11:36
Mælirinn fullur hjá Kardashian sem ákvað að svara fyrir sig Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú. 8. febrúar 2022 15:31