Opið bréf til Sævars Péturssonar vegna framboðs Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund Sigmundsdóttir, Ninna Karla Katrínardóttir, Ólöf Tara Harðardóttir, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifa 15. febrúar 2022 11:01 Það þarf ekki að rifja upp langt aftur í tímann hvers vegna það er verið að kjósa nýjan formann innan Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn“, „...um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannarlega kominn tími á slíkt“. Ofangreindar tilvitnanir eru úr Facebook færslum Sævars Péturssonar frá 31. ágúst og 8. september 2021. Nú hefur Sævar boðið sig fram til formanns KSÍ en í tilkynningu hans um framboð nefnir hann hvergi ofbeldismál, þöggun, yfirhylmingu né þolendur. Ástæða þess að verið er að kjósa nýjan formann KSÍ er sú að fyrrum formaður og stjórn brugðust þolendum algjörlega. Það tengist ekki fjármálum, þjóðarleikvangi eða öðrum málefnum fótboltans. Það tengist þolendum og einungis þolendum. Það er því áhugavert að ofbeldismál innan Knattspyrnuhreyfingarinnar komi hvergi fram sem helstu áherslur Sævars í framboðinu. Þolendur innan sem utan vallar þurfa að fá tækifæri til að finna sig aftur innan hreyfingarinnar. Þolendur og iðkendur þurfa að upplifa traust og öryggi í garð hreyfingarinnar til að trúa því að á þau verði hlustað kjósi þau að segja frá ofbeldi. Við teljum að það sé erfitt að setja fótboltann strax í fyrsta sæti þegar öryggi iðkenda er ekki tryggt. Við teljum nauðsynlegt að tryggja öryggi iðkenda innan hreyfingarinnar og að okkar mati ætti það að vera í forgangi og í kjölfarið kemur allt hitt. Með öryggi vex hreyfingin. Þær áherslur sem Sævar kom inn á í framboðs tilkynningu sinni eru góðar og gildar en á sama tíma veltum við fyrir okkur hvers vegna það sé hvergi minnst á ofbeldismál og þolendur. Við viljum því spyrja þig beint, Sævar; 1. Hvers vegna eru ofbeldismál, þöggun, yfirhylming og þolendur ekki meðal helstu áhersla í framboðstilkynningu þinni? 2. Hvernig hyggst þú taka stöðu með þolendum til þess að breytingar innan hreyfingarinnar verði að veruleika líkt og þú segir sjálfur 8. september 2021 í færslu á Facebook? 3. Hvernig ætlar þú styðja við þolendur sem leita til KSÍ vegna ofbeldi af hálfu leikmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar? 4. Munt þú leita til sérfræðinga í málaflokki ofbeldis til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum sem kom inn á borð KSÍ? 5. Hefur þú hugsað þér að taka til skoðunar siðareglur KSÍ, sem skortir, líkt og tilkynning þín til framboðs, allt sem kemur inn á ofbeldi og þolendur þess Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að rifja upp langt aftur í tímann hvers vegna það er verið að kjósa nýjan formann innan Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn“, „...um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannarlega kominn tími á slíkt“. Ofangreindar tilvitnanir eru úr Facebook færslum Sævars Péturssonar frá 31. ágúst og 8. september 2021. Nú hefur Sævar boðið sig fram til formanns KSÍ en í tilkynningu hans um framboð nefnir hann hvergi ofbeldismál, þöggun, yfirhylmingu né þolendur. Ástæða þess að verið er að kjósa nýjan formann KSÍ er sú að fyrrum formaður og stjórn brugðust þolendum algjörlega. Það tengist ekki fjármálum, þjóðarleikvangi eða öðrum málefnum fótboltans. Það tengist þolendum og einungis þolendum. Það er því áhugavert að ofbeldismál innan Knattspyrnuhreyfingarinnar komi hvergi fram sem helstu áherslur Sævars í framboðinu. Þolendur innan sem utan vallar þurfa að fá tækifæri til að finna sig aftur innan hreyfingarinnar. Þolendur og iðkendur þurfa að upplifa traust og öryggi í garð hreyfingarinnar til að trúa því að á þau verði hlustað kjósi þau að segja frá ofbeldi. Við teljum að það sé erfitt að setja fótboltann strax í fyrsta sæti þegar öryggi iðkenda er ekki tryggt. Við teljum nauðsynlegt að tryggja öryggi iðkenda innan hreyfingarinnar og að okkar mati ætti það að vera í forgangi og í kjölfarið kemur allt hitt. Með öryggi vex hreyfingin. Þær áherslur sem Sævar kom inn á í framboðs tilkynningu sinni eru góðar og gildar en á sama tíma veltum við fyrir okkur hvers vegna það sé hvergi minnst á ofbeldismál og þolendur. Við viljum því spyrja þig beint, Sævar; 1. Hvers vegna eru ofbeldismál, þöggun, yfirhylming og þolendur ekki meðal helstu áhersla í framboðstilkynningu þinni? 2. Hvernig hyggst þú taka stöðu með þolendum til þess að breytingar innan hreyfingarinnar verði að veruleika líkt og þú segir sjálfur 8. september 2021 í færslu á Facebook? 3. Hvernig ætlar þú styðja við þolendur sem leita til KSÍ vegna ofbeldi af hálfu leikmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar? 4. Munt þú leita til sérfræðinga í málaflokki ofbeldis til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum sem kom inn á borð KSÍ? 5. Hefur þú hugsað þér að taka til skoðunar siðareglur KSÍ, sem skortir, líkt og tilkynning þín til framboðs, allt sem kemur inn á ofbeldi og þolendur þess Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun