Segir skelfilega stöðu komna upp Snorri Másson skrifar 13. febrúar 2022 16:04 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er uggandi vegna stöðunnar. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku, önnur þeirra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. „Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni.“ Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast við.“ Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála. Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Tengdar fréttir „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku, önnur þeirra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. „Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni.“ Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast við.“ Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála.
Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Tengdar fréttir „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37
Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26