Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 00:02 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. Þá falla fjöldatakmarkanir í verslunum á brott, auk þess sem heimilt verður að halda þúsund manna sitjandi viðburði, að því tilskildu að allir noti grímu. Þá er heimilt að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Sund- og líkamsræktarstöðvar mega þá taka á móti gestum með fullum afköstum og opnunartími staða með vínveitingaleyfi lengist um eina klukkustund, þannig að heimilt verður að taka á móti gestum til miðnættis og þjóna til borðs til klukkan eitt, en eftir það þurfa gestir að hafa yfirgefið staðinn. Menntskælingar geta gert sér glaðan dag Þær breytingar sem vakið hafa hvað mesta gleði í samfélaginu eru eflaust þær sem hafa með skólastarf og annað tengt grunn- og framhaldsskólum. Með reglugerðinni er fyrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi felld brott, og gilda því almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með takmörkunum til rýmkunar. Þá verður heimilt að halda skólaskemmtanir á vegum grunn- og framhaldsskóla án nokkurra takmarkana. Sóttkví heyrir sögunni til Í gær, föstudag, tók þá gildi reglugerð sem fól í sér afnám sóttkvíar vegna smita innanlands. Þannig losnuðu um tíu þúsund manns úr sóttkví í dag, og þurftu ekki að mæta í sýnatöku til þess að losna úr sóttkví. Breytingin hefur það í för með sér að þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki skylt að sæta sóttkví, þó áfram sé hvatt til hennar. Reglur um einangrun þeirra sem greinast með kórónuveiruna haldast hins vegar óbreyttar. Hér má nálgast tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem farið er í saumana á breytingunum. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Þá falla fjöldatakmarkanir í verslunum á brott, auk þess sem heimilt verður að halda þúsund manna sitjandi viðburði, að því tilskildu að allir noti grímu. Þá er heimilt að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Sund- og líkamsræktarstöðvar mega þá taka á móti gestum með fullum afköstum og opnunartími staða með vínveitingaleyfi lengist um eina klukkustund, þannig að heimilt verður að taka á móti gestum til miðnættis og þjóna til borðs til klukkan eitt, en eftir það þurfa gestir að hafa yfirgefið staðinn. Menntskælingar geta gert sér glaðan dag Þær breytingar sem vakið hafa hvað mesta gleði í samfélaginu eru eflaust þær sem hafa með skólastarf og annað tengt grunn- og framhaldsskólum. Með reglugerðinni er fyrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi felld brott, og gilda því almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með takmörkunum til rýmkunar. Þá verður heimilt að halda skólaskemmtanir á vegum grunn- og framhaldsskóla án nokkurra takmarkana. Sóttkví heyrir sögunni til Í gær, föstudag, tók þá gildi reglugerð sem fól í sér afnám sóttkvíar vegna smita innanlands. Þannig losnuðu um tíu þúsund manns úr sóttkví í dag, og þurftu ekki að mæta í sýnatöku til þess að losna úr sóttkví. Breytingin hefur það í för með sér að þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki skylt að sæta sóttkví, þó áfram sé hvatt til hennar. Reglur um einangrun þeirra sem greinast með kórónuveiruna haldast hins vegar óbreyttar. Hér má nálgast tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem farið er í saumana á breytingunum.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent