Reykjavíkurborg styrkir Hringiðu um rúmar tíu milljónir Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2022 15:47 Gömlu samherjarnir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía undirrita samning borgarinnar og Icelandic Startups þar sem Kristín Soffía er nú framkvæmdastjóri. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups undirrituðu í morgun samstarfssamning sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi sem byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Þetta segir í sérstakri í tilkynningu frá Bjarna Brynjólfssyni upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar en hæg eru heimatökin því Kristín Soffía er fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar en hætti í fyrra til að hefja störf hjá Icelandic Startups. Í tilkynningunni kemur fram að borgin skuldbindi sig til að greiða 10 milljónir vegna framkvæmdar á hinum svokallaða viðskiptahraðli eða Hringiðu og svo 2.5 milljónir króna vegna Gulleggsins sem er elsta og stærsta frumkvöðlakeppni landsins. „Markmið samningsins er að efla frumkvöðlastarfsemi og veita Reykjavíkurborg tækifæri til að hafa áhrif á stefnu stuðningsverkefna við nýsköpun m.a. með það fyrir augum að hvetja til nýrra lausna á áskorunum sem borgin stendur frammi fyrir.“ Í tilkynningunni er vitnað í Kristín Soffía sem segir mikla grósku í nýsköpun á Íslandi: ,,Heildarfjármögnun Icelandic Startups nam í fyrra um 140 milljónum króna en á sama tíma hafa þau fyrirtæki sem tóku þátt í okkar verkefnum safnað yfir 600 milljónum í fjármögnun. Það þýðir að hver króna skilar sér fjórfalt til baka. Auk þess vinna fjölmörg þessara fyrirtækja að lausnum á aðsteðjandi loftlagsvanda og má þar nefna IceWind, Hemp Pack og SoGreen sem dæmi svo ávinningur er mikill.“ Samningurinn mun vera til tveggja ára og var undirritaður í kaffihléi á fundi Reykjavíkurborgar um Græna planið og grænar fjárfestingar sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Reykjavík Borgarstjórn Nýsköpun Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Þetta segir í sérstakri í tilkynningu frá Bjarna Brynjólfssyni upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar en hæg eru heimatökin því Kristín Soffía er fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar en hætti í fyrra til að hefja störf hjá Icelandic Startups. Í tilkynningunni kemur fram að borgin skuldbindi sig til að greiða 10 milljónir vegna framkvæmdar á hinum svokallaða viðskiptahraðli eða Hringiðu og svo 2.5 milljónir króna vegna Gulleggsins sem er elsta og stærsta frumkvöðlakeppni landsins. „Markmið samningsins er að efla frumkvöðlastarfsemi og veita Reykjavíkurborg tækifæri til að hafa áhrif á stefnu stuðningsverkefna við nýsköpun m.a. með það fyrir augum að hvetja til nýrra lausna á áskorunum sem borgin stendur frammi fyrir.“ Í tilkynningunni er vitnað í Kristín Soffía sem segir mikla grósku í nýsköpun á Íslandi: ,,Heildarfjármögnun Icelandic Startups nam í fyrra um 140 milljónum króna en á sama tíma hafa þau fyrirtæki sem tóku þátt í okkar verkefnum safnað yfir 600 milljónum í fjármögnun. Það þýðir að hver króna skilar sér fjórfalt til baka. Auk þess vinna fjölmörg þessara fyrirtækja að lausnum á aðsteðjandi loftlagsvanda og má þar nefna IceWind, Hemp Pack og SoGreen sem dæmi svo ávinningur er mikill.“ Samningurinn mun vera til tveggja ára og var undirritaður í kaffihléi á fundi Reykjavíkurborgar um Græna planið og grænar fjárfestingar sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.
Reykjavík Borgarstjórn Nýsköpun Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun