Aron Elís leikmaður ársins hjá OB: „Hafði aldrei spilað sem djúpur miðjumaður áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 18:01 Aron Elís Þrándarson hefur verið í hlutverki varnarsinnaðs miðjumanns hjá OB og staðið sig vel. Hér verst hann í leik gegn Bröndby. Getty/Lars Ronbog Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson hefur verið kjörinn leikmaður ársins 2021 hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB. Hann segist mjög stoltur yfir valinu, sérstaklega í ljósi þess að hann spilar nú stöðu sem hann hafði aldrei gert áður en hann kom til Danmerkur. Aron Elís gekk í raðir OB frá norska félaginu Álasund snemma árs 2020 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin misseri. Aron Elís gekk í raðir Álasunds frá Víking árið 2015 og var þá lunkinn sóknarþenkjandi miðjumaður. „Ég er mjög stoltur af þessari nafnbót. Þegar ég kom til félagsins spilaði ég ekki mikið og átti erfitt með að festa mig í sessi. Það er því mikill heiður að vera valinn leikmaður ársins eftir að hafa lagt hart að mér og þróað leik minn. Ég er mjög stoltur,“ sagði Aron Elís í viðtali við vefsíðu OB eftir að valið var gert opinbert. Aron Elís Thrándarson er kåret som Årets Spiller i OB! Du kan læse et interview med vores islandske midtbanefighter her https://t.co/Te4dePwGTW#obdk #sldk pic.twitter.com/MqOl4Yj3XL— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 11, 2022 Aron Elís hefur svo sannarlega þróað leik sinn hjá OB en eftir að hafa nær allan sinn feril lagt allt kapp á að skora eða leggja upp mörk hefur hann færst aftar á völlinn og er nú orðinn að hálfgerðu akkeri á miðju OB. Virðist sú staða henta honum einkar vel og er hann mikils metinn í Danmörku. „Ég hef þróast mikið sem leikmaður síðan ég byrjaði að spila sem 6a (djúpur miðjumaður). Ég hafði aldrei gert það áður. Það tók smá tíma að finna mig í því hlutverki en ég til mig gera það nokkuð vel nú og verð vonandi bara betri,“ bætti hinn 27 ára gamli Aron Elís við. Á vefsíðu OB segir að Aron sé „hávaxinn, líkamlega sterkur, góður í loftinu og berst líkt og alvöru íslenskur víkingur,.“ Þá kemur fram að hann hafi átt flestar tæklingar í dönsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið boltann oftast allra. Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum.Getty/Lars Ronbog Góð frammistaða miðjumannsins knáa hefur skilað honum veigameira hlutverki með íslenska A-landsliðinu en alls á Aron Elís að baki 8 A-landsleiki ásamt 32 yngri landsleikjum. OB er sem stendur í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 17 umferðum þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Eftir það fara efstu sex liðin í umspil um meistaratitilinn á meðan hin sex liðin fara í umspil sem sker úr um hvaða lið fellur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Aron Elís gekk í raðir OB frá norska félaginu Álasund snemma árs 2020 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin misseri. Aron Elís gekk í raðir Álasunds frá Víking árið 2015 og var þá lunkinn sóknarþenkjandi miðjumaður. „Ég er mjög stoltur af þessari nafnbót. Þegar ég kom til félagsins spilaði ég ekki mikið og átti erfitt með að festa mig í sessi. Það er því mikill heiður að vera valinn leikmaður ársins eftir að hafa lagt hart að mér og þróað leik minn. Ég er mjög stoltur,“ sagði Aron Elís í viðtali við vefsíðu OB eftir að valið var gert opinbert. Aron Elís Thrándarson er kåret som Årets Spiller i OB! Du kan læse et interview med vores islandske midtbanefighter her https://t.co/Te4dePwGTW#obdk #sldk pic.twitter.com/MqOl4Yj3XL— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 11, 2022 Aron Elís hefur svo sannarlega þróað leik sinn hjá OB en eftir að hafa nær allan sinn feril lagt allt kapp á að skora eða leggja upp mörk hefur hann færst aftar á völlinn og er nú orðinn að hálfgerðu akkeri á miðju OB. Virðist sú staða henta honum einkar vel og er hann mikils metinn í Danmörku. „Ég hef þróast mikið sem leikmaður síðan ég byrjaði að spila sem 6a (djúpur miðjumaður). Ég hafði aldrei gert það áður. Það tók smá tíma að finna mig í því hlutverki en ég til mig gera það nokkuð vel nú og verð vonandi bara betri,“ bætti hinn 27 ára gamli Aron Elís við. Á vefsíðu OB segir að Aron sé „hávaxinn, líkamlega sterkur, góður í loftinu og berst líkt og alvöru íslenskur víkingur,.“ Þá kemur fram að hann hafi átt flestar tæklingar í dönsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið boltann oftast allra. Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum.Getty/Lars Ronbog Góð frammistaða miðjumannsins knáa hefur skilað honum veigameira hlutverki með íslenska A-landsliðinu en alls á Aron Elís að baki 8 A-landsleiki ásamt 32 yngri landsleikjum. OB er sem stendur í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 17 umferðum þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Eftir það fara efstu sex liðin í umspil um meistaratitilinn á meðan hin sex liðin fara í umspil sem sker úr um hvaða lið fellur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira