Aron Elís leikmaður ársins hjá OB: „Hafði aldrei spilað sem djúpur miðjumaður áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 18:01 Aron Elís Þrándarson hefur verið í hlutverki varnarsinnaðs miðjumanns hjá OB og staðið sig vel. Hér verst hann í leik gegn Bröndby. Getty/Lars Ronbog Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson hefur verið kjörinn leikmaður ársins 2021 hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB. Hann segist mjög stoltur yfir valinu, sérstaklega í ljósi þess að hann spilar nú stöðu sem hann hafði aldrei gert áður en hann kom til Danmerkur. Aron Elís gekk í raðir OB frá norska félaginu Álasund snemma árs 2020 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin misseri. Aron Elís gekk í raðir Álasunds frá Víking árið 2015 og var þá lunkinn sóknarþenkjandi miðjumaður. „Ég er mjög stoltur af þessari nafnbót. Þegar ég kom til félagsins spilaði ég ekki mikið og átti erfitt með að festa mig í sessi. Það er því mikill heiður að vera valinn leikmaður ársins eftir að hafa lagt hart að mér og þróað leik minn. Ég er mjög stoltur,“ sagði Aron Elís í viðtali við vefsíðu OB eftir að valið var gert opinbert. Aron Elís Thrándarson er kåret som Årets Spiller i OB! Du kan læse et interview med vores islandske midtbanefighter her https://t.co/Te4dePwGTW#obdk #sldk pic.twitter.com/MqOl4Yj3XL— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 11, 2022 Aron Elís hefur svo sannarlega þróað leik sinn hjá OB en eftir að hafa nær allan sinn feril lagt allt kapp á að skora eða leggja upp mörk hefur hann færst aftar á völlinn og er nú orðinn að hálfgerðu akkeri á miðju OB. Virðist sú staða henta honum einkar vel og er hann mikils metinn í Danmörku. „Ég hef þróast mikið sem leikmaður síðan ég byrjaði að spila sem 6a (djúpur miðjumaður). Ég hafði aldrei gert það áður. Það tók smá tíma að finna mig í því hlutverki en ég til mig gera það nokkuð vel nú og verð vonandi bara betri,“ bætti hinn 27 ára gamli Aron Elís við. Á vefsíðu OB segir að Aron sé „hávaxinn, líkamlega sterkur, góður í loftinu og berst líkt og alvöru íslenskur víkingur,.“ Þá kemur fram að hann hafi átt flestar tæklingar í dönsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið boltann oftast allra. Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum.Getty/Lars Ronbog Góð frammistaða miðjumannsins knáa hefur skilað honum veigameira hlutverki með íslenska A-landsliðinu en alls á Aron Elís að baki 8 A-landsleiki ásamt 32 yngri landsleikjum. OB er sem stendur í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 17 umferðum þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Eftir það fara efstu sex liðin í umspil um meistaratitilinn á meðan hin sex liðin fara í umspil sem sker úr um hvaða lið fellur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Aron Elís gekk í raðir OB frá norska félaginu Álasund snemma árs 2020 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin misseri. Aron Elís gekk í raðir Álasunds frá Víking árið 2015 og var þá lunkinn sóknarþenkjandi miðjumaður. „Ég er mjög stoltur af þessari nafnbót. Þegar ég kom til félagsins spilaði ég ekki mikið og átti erfitt með að festa mig í sessi. Það er því mikill heiður að vera valinn leikmaður ársins eftir að hafa lagt hart að mér og þróað leik minn. Ég er mjög stoltur,“ sagði Aron Elís í viðtali við vefsíðu OB eftir að valið var gert opinbert. Aron Elís Thrándarson er kåret som Årets Spiller i OB! Du kan læse et interview med vores islandske midtbanefighter her https://t.co/Te4dePwGTW#obdk #sldk pic.twitter.com/MqOl4Yj3XL— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 11, 2022 Aron Elís hefur svo sannarlega þróað leik sinn hjá OB en eftir að hafa nær allan sinn feril lagt allt kapp á að skora eða leggja upp mörk hefur hann færst aftar á völlinn og er nú orðinn að hálfgerðu akkeri á miðju OB. Virðist sú staða henta honum einkar vel og er hann mikils metinn í Danmörku. „Ég hef þróast mikið sem leikmaður síðan ég byrjaði að spila sem 6a (djúpur miðjumaður). Ég hafði aldrei gert það áður. Það tók smá tíma að finna mig í því hlutverki en ég til mig gera það nokkuð vel nú og verð vonandi bara betri,“ bætti hinn 27 ára gamli Aron Elís við. Á vefsíðu OB segir að Aron sé „hávaxinn, líkamlega sterkur, góður í loftinu og berst líkt og alvöru íslenskur víkingur,.“ Þá kemur fram að hann hafi átt flestar tæklingar í dönsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið boltann oftast allra. Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum.Getty/Lars Ronbog Góð frammistaða miðjumannsins knáa hefur skilað honum veigameira hlutverki með íslenska A-landsliðinu en alls á Aron Elís að baki 8 A-landsleiki ásamt 32 yngri landsleikjum. OB er sem stendur í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 17 umferðum þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Eftir það fara efstu sex liðin í umspil um meistaratitilinn á meðan hin sex liðin fara í umspil sem sker úr um hvaða lið fellur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira