2007... taka tvö? Drífa Snædal skrifar 11. febrúar 2022 12:30 Á meðan hitastigið vegna stjórnarkjörs Eflingar hækkar og ásakanir og gífuryrði ganga á víxl tilkynnir Seðlabankinn um vaxtahækkun sem mun rýra kjör skuldsettra heimila. Bankar skila gríðarlegum hagnaði en sá hagnaður skilar sér ekki til samneyslunnar nema í gegnum eignarhlut ríkisins á Landsbankanum. Skemmst er að minnast þess að bankaskattur var lækkaður tilfinnanlega og svo afnuminn alfarið í COVID-faraldrinum því hann þótti svo íþyngjandi fyrir bankana. Einhverjir héldu jafnvel að skattfrelsi bankana myndi skila sér til viðskiptavina þeirra, en því hefur sannarlega farið fjarri, eins og bæði vaxtamunurinn og þjónustugjöld segja til um. Afkomutölur bankanna sýna hversu mikil mistök þetta voru fyrir almenning, en auðvitað gott fyrir hluthafana og hina fáu sem fá nú meira í vasann. Það eru stef í samfélaginu sem minna óneitanlega á aðdraganda hrunsins; bankasala og ofurbónusar og í viðskiptafréttum má lesa um áhyggjur af því að að fyrirtæki erlendis séu að bera víurnar í okkar afburða viðskiptasnillinga og því þurfi þeir hærri laun og meiri bónusa. Á sama tíma hefur launafólk þessara sömu fyrirtækja tekið á sig óvissu, álag og í einhverjum tilvikum kjaraskerðingar í gegnum lækkað starfshlutfall eða vegna uppsagna og endurráðninga á lakari kjörum. Önnur kunnugleg stef frá því fyrir hrun eru hugmyndir um að láta fjármagnseigendur í auknum mæli stýra velferðarþjónustu, nú heitir þetta: „Það skiptir ekki máli hver veitir þjónustuna“. Jú það skiptir máli og við vitum afleiðingarnar af því að fjármagnseigendur eigi að sinna grunnþörfum. Húsnæðismarkaðurinn er gott dæmi þar sem hann hefur of lengi verið leikvöllur fjármagnsins og étið upp launahækkanir þeirra sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Vegna niðurrifs heilbrigðisþjónustunnar er fólk sem hefur fjárráð farið að greiða himinháar upphæðir til að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Heilsa, lífslíkur og velferð eru sífellt meira tengd stétt og fjárhag og eftir því sem markaðurinn fær meiru ráðið um grunnþjónustuna verður gjáin dýpri. Blikur eru á lofti um aðbúnað, kjör og lífsgæði fólks. Kjarasamningar eru lausir í haust en fyrir þann tíma þarf að grípa þau heimili sem eru í mestum vanda, hafa ekki notið kjarabóta eða þurft að taka á sig stóraukin útgjöld. Verkalýðshreyfingin er sterkasti málsvari vinnandi fólks og alls almennings. Félagar í stéttarfélögum eiga heimtingu á þau sem eru kjörin til verka að við beitum baráttuafli okkar þar sem þess er þörf en ekki hvert gegn öðru. Stærstu sigrarnir og mestu lífsgæðin koma með samstilltri hreyfingu. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Á meðan hitastigið vegna stjórnarkjörs Eflingar hækkar og ásakanir og gífuryrði ganga á víxl tilkynnir Seðlabankinn um vaxtahækkun sem mun rýra kjör skuldsettra heimila. Bankar skila gríðarlegum hagnaði en sá hagnaður skilar sér ekki til samneyslunnar nema í gegnum eignarhlut ríkisins á Landsbankanum. Skemmst er að minnast þess að bankaskattur var lækkaður tilfinnanlega og svo afnuminn alfarið í COVID-faraldrinum því hann þótti svo íþyngjandi fyrir bankana. Einhverjir héldu jafnvel að skattfrelsi bankana myndi skila sér til viðskiptavina þeirra, en því hefur sannarlega farið fjarri, eins og bæði vaxtamunurinn og þjónustugjöld segja til um. Afkomutölur bankanna sýna hversu mikil mistök þetta voru fyrir almenning, en auðvitað gott fyrir hluthafana og hina fáu sem fá nú meira í vasann. Það eru stef í samfélaginu sem minna óneitanlega á aðdraganda hrunsins; bankasala og ofurbónusar og í viðskiptafréttum má lesa um áhyggjur af því að að fyrirtæki erlendis séu að bera víurnar í okkar afburða viðskiptasnillinga og því þurfi þeir hærri laun og meiri bónusa. Á sama tíma hefur launafólk þessara sömu fyrirtækja tekið á sig óvissu, álag og í einhverjum tilvikum kjaraskerðingar í gegnum lækkað starfshlutfall eða vegna uppsagna og endurráðninga á lakari kjörum. Önnur kunnugleg stef frá því fyrir hrun eru hugmyndir um að láta fjármagnseigendur í auknum mæli stýra velferðarþjónustu, nú heitir þetta: „Það skiptir ekki máli hver veitir þjónustuna“. Jú það skiptir máli og við vitum afleiðingarnar af því að fjármagnseigendur eigi að sinna grunnþörfum. Húsnæðismarkaðurinn er gott dæmi þar sem hann hefur of lengi verið leikvöllur fjármagnsins og étið upp launahækkanir þeirra sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Vegna niðurrifs heilbrigðisþjónustunnar er fólk sem hefur fjárráð farið að greiða himinháar upphæðir til að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Heilsa, lífslíkur og velferð eru sífellt meira tengd stétt og fjárhag og eftir því sem markaðurinn fær meiru ráðið um grunnþjónustuna verður gjáin dýpri. Blikur eru á lofti um aðbúnað, kjör og lífsgæði fólks. Kjarasamningar eru lausir í haust en fyrir þann tíma þarf að grípa þau heimili sem eru í mestum vanda, hafa ekki notið kjarabóta eða þurft að taka á sig stóraukin útgjöld. Verkalýðshreyfingin er sterkasti málsvari vinnandi fólks og alls almennings. Félagar í stéttarfélögum eiga heimtingu á þau sem eru kjörin til verka að við beitum baráttuafli okkar þar sem þess er þörf en ekki hvert gegn öðru. Stærstu sigrarnir og mestu lífsgæðin koma með samstilltri hreyfingu. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar